Sjálfboðaliðar fjarlægja dúk Hamarshallarinnar í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. apríl 2022 14:04 Mikil og góð stemming er á meðal sjálfboðaliða á staðnum. Þórhallur Einisson Fjöldi sjálfboðaliða er nú við störf í Hveragerði þar sem loftborna íþróttahúsið Hamarshöllin var en hún fauk í miklu óveðri 22. febrúar síðastliðinn. Hlutverk sjálfboðaliðanna er að fjarlægja dúkinn, sem er um sex þúsund fermetrar. Það var að morgni þriðjudagsins 22. febrúar, sem íþróttahús Hvergerðinga, Hamarshöllin sprakk í ofsa veðri. Síðan þá hefur dúkur hallarinnar legið á sökkli hússins. Í morgun hófu fjölmargir sjálfboðaliðar, sem verða að í allan dag að fjarlægja dúkinn. Vinnan felst aðallega í því að skera dúkinn og bera afskorninga til hliðar við svæði þar sem Hamarshöllin stóð. Þórhallur Einisson er formaður íþróttafélagsins Hamars. „Hér er bara verið að vinna með dúkahnífa og önnur verkfæri. Það er verið að rista dúkinn í ræmur og svo er verið að klippa niður í lengdir. Við höfum verið að fá pantanir og erum bara að sjá til þess að þessi dúkur komist í góð not,“ segir Þórhallur. Þórhallur segir fjölmarga verktaka hafa keypt hluta af dúknum til að setja yfir hús, sem eru í smíðum og þá hafi gróðurhúsaeigendur sótt mikið í að fá dúk úr höllinni. Fjöldi fólks er í sjálfboðavinnu í Hveragerði í dag til að koma dúknum af gervigrasvelllinuÞórhallur Einisson „Þetta eru náttúrulega sex þúsund fermetrar og það er innra og ytra lag á dúknum og hann er reyndar tekin saman á ákveðnu millibili, þannig að þetta eru sex til tólf þúsund fermetrar eftir því hvernig þú lítur á það,“ bætir Þórhallur við. En hvað verður gert, verður ný loftborin Hamarshöll sett aftur upp á staðnum eða eitthvað allt annað gert? „Nei, það er ekki búið að taka ákvörðun um það. Bæjaryfirvöld eru að ákveða sig með þetta og þar er í mörg horn að líta. Við bíðum spennt fyrir því að sjá hvernig við fáum aðstöðuna aftur í því formi, sem hún var,“ segir Þórhallur, formaður Hamars. Hveragerði Hamar Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Það var að morgni þriðjudagsins 22. febrúar, sem íþróttahús Hvergerðinga, Hamarshöllin sprakk í ofsa veðri. Síðan þá hefur dúkur hallarinnar legið á sökkli hússins. Í morgun hófu fjölmargir sjálfboðaliðar, sem verða að í allan dag að fjarlægja dúkinn. Vinnan felst aðallega í því að skera dúkinn og bera afskorninga til hliðar við svæði þar sem Hamarshöllin stóð. Þórhallur Einisson er formaður íþróttafélagsins Hamars. „Hér er bara verið að vinna með dúkahnífa og önnur verkfæri. Það er verið að rista dúkinn í ræmur og svo er verið að klippa niður í lengdir. Við höfum verið að fá pantanir og erum bara að sjá til þess að þessi dúkur komist í góð not,“ segir Þórhallur. Þórhallur segir fjölmarga verktaka hafa keypt hluta af dúknum til að setja yfir hús, sem eru í smíðum og þá hafi gróðurhúsaeigendur sótt mikið í að fá dúk úr höllinni. Fjöldi fólks er í sjálfboðavinnu í Hveragerði í dag til að koma dúknum af gervigrasvelllinuÞórhallur Einisson „Þetta eru náttúrulega sex þúsund fermetrar og það er innra og ytra lag á dúknum og hann er reyndar tekin saman á ákveðnu millibili, þannig að þetta eru sex til tólf þúsund fermetrar eftir því hvernig þú lítur á það,“ bætir Þórhallur við. En hvað verður gert, verður ný loftborin Hamarshöll sett aftur upp á staðnum eða eitthvað allt annað gert? „Nei, það er ekki búið að taka ákvörðun um það. Bæjaryfirvöld eru að ákveða sig með þetta og þar er í mörg horn að líta. Við bíðum spennt fyrir því að sjá hvernig við fáum aðstöðuna aftur í því formi, sem hún var,“ segir Þórhallur, formaður Hamars.
Hveragerði Hamar Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira