Hvar er byggðastefnan? Hildur Þórisdóttir skrifar 2. apríl 2022 15:00 Nýverið gaf Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, það út að fækka ætti embættum sýslumanna úr níu í eitt sem á að vera staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi um áramótin 2023/2024. Þessar fréttir koma verulega á óvart því slíkar áherslur hafa ekki verið í umræðunni og hvergi má finna neitt um þessar breytingar í stjórnarsáttmála ríkissjórnarinnar. Árið 2015 var embættum sýslumanna fækkað úr 24 í 9 ásamt því að löggæsla var að fullu aðskilin frá þeim. Þetta var gert undir þeim formerkjum að styrkja ætti embættin og þannig ættu þau betur að geta sinnt lögbundnum skyldum sínum. Eins átti breytingin að auðvelda þeim að taka að sér ný og aukin verkefni. Það reyndist öðru nær. Stjórnsýsluúttekt sem nýverið var gefin út af Ríkisendurskoðun, um samanburð á sýslumannsembættum frá 2019, sýnir fram á að ekki fylgdi nægilegt fjármagn þegar embættunum var fækkað og allar götur síðan hefur ítrekað verið bent á erfiða rekstrarstöðu embættanna án þess að á það hafi verið hlustað í ráðuneytinu. Stefnt hefur verið að innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu hjá sýslumannsembættunum sem hefur gengið mun hægar en vonir stóðu til. Brýnt er að sú innleiðing gangi hraðar fyrir sig þar sem töluverð þjónustuskerðing hefur verið við íbúa í Múlaþingi síðustu ár vegna rekstrarvanda embættisins. Ríkið hefur engan veginn staðið við gefin fyrirheit sem hefur leitt af sér skertan opnunartíma skrifstofa, lengri afgreiðslutíma mála auk þess sem starfsfólki hefur fækkað hjá embættinu á Seyðisfirði um 18% frá sameiningu sýslumannsembættanna í byrjun árs 2015. Þó svo að ekki standi til að loka neinni af núverandi skrifstofum embættanna má segja að sporin hræði og gefi ekki tilefni til bjartsýni. Málið er sérstaklega alvarlegt þegar hugsað er til þess að hvert einasta starf skiptir máli í byggðum úti á landi þar sem atvinnulífið er heldur einhæft. Það hefur verið tilhneiging hjá ríkinu að fækka opinberum störfum á landsbyggðinni en þenja út báknið í höfuðborginni. Með hömlunum sem fylgdu covid lærðu fyrirtæki og stofnanir að treysta á rafrænar lausnir. Fólk vann að heiman, fjarvinnustöðvar og fjarfundabúnaður eru til um allt land og staðsetning starfsmanna skipti sífellt minna máli hjá fyrirtækjum. Með þessum breytta veruleika er kjörið tækifæri fyrir ríkið að dreifa verkefnum í meiri mæli um landið og sýna að það beri hag landsbyggðarinnar fyrir brjósti. Íbúar kalla eftir raunverulegri byggðastefnu og að hún sé ekki bara í orði. Það er ekkert til fyrirstöðu, nema hugsanlega viljinn. Höfundur er oddviti Austurlistans og sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Skoðun: Kosningar 2022 Byggðamál Stjórnsýsla Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Nýverið gaf Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, það út að fækka ætti embættum sýslumanna úr níu í eitt sem á að vera staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi um áramótin 2023/2024. Þessar fréttir koma verulega á óvart því slíkar áherslur hafa ekki verið í umræðunni og hvergi má finna neitt um þessar breytingar í stjórnarsáttmála ríkissjórnarinnar. Árið 2015 var embættum sýslumanna fækkað úr 24 í 9 ásamt því að löggæsla var að fullu aðskilin frá þeim. Þetta var gert undir þeim formerkjum að styrkja ætti embættin og þannig ættu þau betur að geta sinnt lögbundnum skyldum sínum. Eins átti breytingin að auðvelda þeim að taka að sér ný og aukin verkefni. Það reyndist öðru nær. Stjórnsýsluúttekt sem nýverið var gefin út af Ríkisendurskoðun, um samanburð á sýslumannsembættum frá 2019, sýnir fram á að ekki fylgdi nægilegt fjármagn þegar embættunum var fækkað og allar götur síðan hefur ítrekað verið bent á erfiða rekstrarstöðu embættanna án þess að á það hafi verið hlustað í ráðuneytinu. Stefnt hefur verið að innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu hjá sýslumannsembættunum sem hefur gengið mun hægar en vonir stóðu til. Brýnt er að sú innleiðing gangi hraðar fyrir sig þar sem töluverð þjónustuskerðing hefur verið við íbúa í Múlaþingi síðustu ár vegna rekstrarvanda embættisins. Ríkið hefur engan veginn staðið við gefin fyrirheit sem hefur leitt af sér skertan opnunartíma skrifstofa, lengri afgreiðslutíma mála auk þess sem starfsfólki hefur fækkað hjá embættinu á Seyðisfirði um 18% frá sameiningu sýslumannsembættanna í byrjun árs 2015. Þó svo að ekki standi til að loka neinni af núverandi skrifstofum embættanna má segja að sporin hræði og gefi ekki tilefni til bjartsýni. Málið er sérstaklega alvarlegt þegar hugsað er til þess að hvert einasta starf skiptir máli í byggðum úti á landi þar sem atvinnulífið er heldur einhæft. Það hefur verið tilhneiging hjá ríkinu að fækka opinberum störfum á landsbyggðinni en þenja út báknið í höfuðborginni. Með hömlunum sem fylgdu covid lærðu fyrirtæki og stofnanir að treysta á rafrænar lausnir. Fólk vann að heiman, fjarvinnustöðvar og fjarfundabúnaður eru til um allt land og staðsetning starfsmanna skipti sífellt minna máli hjá fyrirtækjum. Með þessum breytta veruleika er kjörið tækifæri fyrir ríkið að dreifa verkefnum í meiri mæli um landið og sýna að það beri hag landsbyggðarinnar fyrir brjósti. Íbúar kalla eftir raunverulegri byggðastefnu og að hún sé ekki bara í orði. Það er ekkert til fyrirstöðu, nema hugsanlega viljinn. Höfundur er oddviti Austurlistans og sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun