Saka Rússa um að hafa gert árásir á friðsæl mótmæli Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. apríl 2022 23:02 Úkraínumenn náðu fjölmörgum svæðum í grennd við Kænugarð aftur á sitt vald í dag. Til að mynda bæinn Bucha, þar sem Rússar hafa drepið ótal almenna borgara. AP Photo/Vadim Ghirda Úkraínumenn saka Rússa um að hafa gert sprengjuárásir á friðsæl mótmæli í sunnanverðri Úkraínu í dag. Stjórnvöld vara við hörðum átökum á svæðinu næstu daga. Frans páfi var óvenjuharðorður í garð Rússlandsforseta í ávarpi í dag. Stríðið í Úkraínu hefur nú staðið yfir í á sjöttu viku en Úkraínumenn virðast nokkuð upplitsdjarfir. Oleksiy Arestovych, ráðgjafi Úkraínuforseta, segir hersveitir nærri Kænugarði nú hafa náð yfir þrjátíu bæjum og þorpum á sitt vald á ný - og að tekist hafi að hemja ásókn Rússa úr austri. Mjög hart verði þó barist í austur- og suðurhéruðum Úkraínu á komandi dögum, einkum í hinni stríðshrjáðu Maríupól. Samkomulag náðist um sjö mannúðarhlið út úr borgum Úkraínu í dag og þá freistaði Rauði krossinn þess enn einu sinni að bjarga fólki frá Maríupól. Tilraun til þess mistókst í gær - en úkraínsk stjórnvöld segjast þó hafa komið 3000 manns út úr borginni í gær. Þá eru rússneskir hermenn sagðir hafa gert stórskotaliðsárásir í úkraínsku borginni Enerhodar, þar sem finna má stærsta kjarnorkuver í Evrópu. Bæði borgin og kjarnorkuverið hafa verið á valdi Rússa síðan 4. mars. Úkraínska kjarnorkamálastofnunin segir íbúa í borginni hafa verið samankomna á friðsamlegum mótmæla gegn stríðinu þegar Rússar réðust á þá. Þá eru nú minnst 35 sagðir hafa fallið í eldflaugaárás á stjórnarbyggingu í borginni Mykolaiv en björgunarfólk hélt áfram leit í rústunum í dag. Páfi kallaði Pútín pótintáta Frans páfi, sem nú er staddur í Möltu, segist nú íhuga heimsókn til Kænugarðs. Hann var gagnrýninn sem aldrei fyrr í garð Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta í ávarpi í dag - og lýsti innrásinni sem villimannslegri. „Enn á ný er einhver pótintáti, sem því miður er fastur í úreltum þjóðerniskröfum, að hvetja og efna til ófriðar þótt venjulegt fólk finni þörfina á að byggja upp framtíð sem verður annað hvort sameiginleg eða verður alls ekki,“ sagði Frans páfi í ávarpi. Innrás Rússa í Úkraínu Páfagarður Úkraína Rússland Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Stríðið í Úkraínu hefur nú staðið yfir í á sjöttu viku en Úkraínumenn virðast nokkuð upplitsdjarfir. Oleksiy Arestovych, ráðgjafi Úkraínuforseta, segir hersveitir nærri Kænugarði nú hafa náð yfir þrjátíu bæjum og þorpum á sitt vald á ný - og að tekist hafi að hemja ásókn Rússa úr austri. Mjög hart verði þó barist í austur- og suðurhéruðum Úkraínu á komandi dögum, einkum í hinni stríðshrjáðu Maríupól. Samkomulag náðist um sjö mannúðarhlið út úr borgum Úkraínu í dag og þá freistaði Rauði krossinn þess enn einu sinni að bjarga fólki frá Maríupól. Tilraun til þess mistókst í gær - en úkraínsk stjórnvöld segjast þó hafa komið 3000 manns út úr borginni í gær. Þá eru rússneskir hermenn sagðir hafa gert stórskotaliðsárásir í úkraínsku borginni Enerhodar, þar sem finna má stærsta kjarnorkuver í Evrópu. Bæði borgin og kjarnorkuverið hafa verið á valdi Rússa síðan 4. mars. Úkraínska kjarnorkamálastofnunin segir íbúa í borginni hafa verið samankomna á friðsamlegum mótmæla gegn stríðinu þegar Rússar réðust á þá. Þá eru nú minnst 35 sagðir hafa fallið í eldflaugaárás á stjórnarbyggingu í borginni Mykolaiv en björgunarfólk hélt áfram leit í rústunum í dag. Páfi kallaði Pútín pótintáta Frans páfi, sem nú er staddur í Möltu, segist nú íhuga heimsókn til Kænugarðs. Hann var gagnrýninn sem aldrei fyrr í garð Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta í ávarpi í dag - og lýsti innrásinni sem villimannslegri. „Enn á ný er einhver pótintáti, sem því miður er fastur í úreltum þjóðerniskröfum, að hvetja og efna til ófriðar þótt venjulegt fólk finni þörfina á að byggja upp framtíð sem verður annað hvort sameiginleg eða verður alls ekki,“ sagði Frans páfi í ávarpi.
Innrás Rússa í Úkraínu Páfagarður Úkraína Rússland Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira