Skiluðu púltunum og pökkuðu loks saman eftir seinasta fund Eiður Þór Árnason skrifar 3. apríl 2022 15:20 Landsmenn mun ekki sjá þessa kunnuglegu sviðsmynd í bráð. Vísir/Vilhelm Smitrakningateymi almannavarna og landlæknis var formlega lagt niður síðasta fimmtudag en alls hafa 112 starfað við rakningu frá því faraldurinn hófst hér á landi. Öll aðstaða fyrir upplýsingafundi hefur nú verið tekin niður en samskiptastjóri almannavarna segir best að sleppa yfirlýsingum um seinasta upplýsingafundinn að fenginni reynslu. Hjördís Guðmundsdóttir segir að fjöldi þeirra sem hafi starfað á vegum almannavarna og embættis landlæknis í tengslum við faraldurinn hafi sveiflast mikið frá því að faraldurinn hófst. „Núna um mánaðamótin voru ansi margir sem hættu hjá okkur sem voru búnir að vinna hjá okkur í marga mánuði, bæði við rakningu og eftirlit og annað, ýmsum störfum sem tengdust Covid. Það var svo mögulega enn þá stærri hópur sem hætti um síðustu mánaðamót,“ segir Hjördís en eiginlegri smitrakningu lauk þegar sóttkví var aflétt þann 11. febrúar. Eftir standa um þrír til fimm sem sinna enn störfum tengdum faraldrinum, mest við úrvinnslu og skýrslugerð svo hægt sé að draga lærdóm af viðbrögðum yfirvalda. Einnig mun starfsliðið sjá um að halda úti upplýsingavefnum Covid.is en von er á því að sýkingartölur verði ekki lengur uppfærðar alla virka daga líkt og verið hefur. „Það er ýmislegt sem stendur eftir og margt sem er ekki búið í raun og veru, og eins og við vitum öll þá er Covid ekki búið þannig að við erum enn að fylgjast með og erum í góðri samvinnu við sóttvarnasvið hjá embætti landlæknis,“ segir samskiptastjóri almannavarna. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. Vísir/Vilhelm Sviðið horfið Um tveir mánuðir eru nú liðnir frá því að síðast var boðið til upplýsingafundar vegna faraldursins þann 2. febrúar. Síðan þá hefur bláa og græna sviðsmyndin sem er orðin landsmönnum að góðu kunn verið tekin niður. Einnig hefur ræðupúltunum og öllum tækjabúnaði sem notaður var við útsendingar fundanna verið skilað en sá var tekinn á leigu. „Þannig að við vonumst til að nota þetta aldrei aftur í þessum tilgangi en við erum nú samt búin að læra það á öllu þessu að aldrei segja aldrei og við ákváðum að tala aldrei um síðasta fund þar sem það hefur verið gert áður. Púltin góðu hvítu sem þau stóðu fyrir aftan hefur áður verið skilað en ég held að þau hafi bara verið í bílnum á leiðinni til síns heima þegar það var hringt og beðið um þau aftur.“ Úr gámi í háhýsi Fyrstu upplýsingafundirnir vorið 2020 fóru fram í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð og voru svo fluttir í gám þar fyrir utan. Úr gámnum fóru upplýsingafundirnir í Katrínartún, þar sem Covid-starfsemi almannavarna var lengi til húsa, fyrst á annarri hæð og svo í lokin á fjórðu hæð. Nú er búið að skila því rými og ekki liggur fyrir hvar næsti fundur yrði haldinn ef til þess kæmi. „Ef maður hefur lært eitthvað af öllum þessu tíma þá er það að yfirlýsingar um að eitthvað sé búið, við sleppum þeim þar sem þetta er nú heimsfaraldur og eins og við heyrum þá er hann alls ekki búinn, bæði hérna og hvað þá út í heimi,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Hjördís Guðmundsdóttir segir að fjöldi þeirra sem hafi starfað á vegum almannavarna og embættis landlæknis í tengslum við faraldurinn hafi sveiflast mikið frá því að faraldurinn hófst. „Núna um mánaðamótin voru ansi margir sem hættu hjá okkur sem voru búnir að vinna hjá okkur í marga mánuði, bæði við rakningu og eftirlit og annað, ýmsum störfum sem tengdust Covid. Það var svo mögulega enn þá stærri hópur sem hætti um síðustu mánaðamót,“ segir Hjördís en eiginlegri smitrakningu lauk þegar sóttkví var aflétt þann 11. febrúar. Eftir standa um þrír til fimm sem sinna enn störfum tengdum faraldrinum, mest við úrvinnslu og skýrslugerð svo hægt sé að draga lærdóm af viðbrögðum yfirvalda. Einnig mun starfsliðið sjá um að halda úti upplýsingavefnum Covid.is en von er á því að sýkingartölur verði ekki lengur uppfærðar alla virka daga líkt og verið hefur. „Það er ýmislegt sem stendur eftir og margt sem er ekki búið í raun og veru, og eins og við vitum öll þá er Covid ekki búið þannig að við erum enn að fylgjast með og erum í góðri samvinnu við sóttvarnasvið hjá embætti landlæknis,“ segir samskiptastjóri almannavarna. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. Vísir/Vilhelm Sviðið horfið Um tveir mánuðir eru nú liðnir frá því að síðast var boðið til upplýsingafundar vegna faraldursins þann 2. febrúar. Síðan þá hefur bláa og græna sviðsmyndin sem er orðin landsmönnum að góðu kunn verið tekin niður. Einnig hefur ræðupúltunum og öllum tækjabúnaði sem notaður var við útsendingar fundanna verið skilað en sá var tekinn á leigu. „Þannig að við vonumst til að nota þetta aldrei aftur í þessum tilgangi en við erum nú samt búin að læra það á öllu þessu að aldrei segja aldrei og við ákváðum að tala aldrei um síðasta fund þar sem það hefur verið gert áður. Púltin góðu hvítu sem þau stóðu fyrir aftan hefur áður verið skilað en ég held að þau hafi bara verið í bílnum á leiðinni til síns heima þegar það var hringt og beðið um þau aftur.“ Úr gámi í háhýsi Fyrstu upplýsingafundirnir vorið 2020 fóru fram í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð og voru svo fluttir í gám þar fyrir utan. Úr gámnum fóru upplýsingafundirnir í Katrínartún, þar sem Covid-starfsemi almannavarna var lengi til húsa, fyrst á annarri hæð og svo í lokin á fjórðu hæð. Nú er búið að skila því rými og ekki liggur fyrir hvar næsti fundur yrði haldinn ef til þess kæmi. „Ef maður hefur lært eitthvað af öllum þessu tíma þá er það að yfirlýsingar um að eitthvað sé búið, við sleppum þeim þar sem þetta er nú heimsfaraldur og eins og við heyrum þá er hann alls ekki búinn, bæði hérna og hvað þá út í heimi,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira