#Ég styð ljósmæður Sigurður Guðjónsson skrifar 3. apríl 2022 21:30 Fyrir nokkrum misserum fylktu landsmenn sér á bak við ljósmæður undir myllumerkinu #Ég styð ljósmæður. Fólk taldi með réttu að þessi mikilvæga stétt sem vinnur myrkranna á milli alla daga ársins ætti skilið betri kjör og starfsaðstæður. Konur kepptust við að deila jákvæðri upplifun sinni og þakklæti til ljósmæðra á samfélagsmiðlum. Þetta var stéttinni mikill stuðningur og hvatning að helga sig áfram starfinu. Í vikunni sem leið beindu rannsóknarblaðamenn RÚV hins vegar spjótum sínum að þessari göfugu starfstétt og grófu um leið eins og hendi væri veifað undan trausti á fæðingarþjónustu í landinu. Ljósmæðrum og fæðingarlæknum var kastað undir rútuna og störf þeirra gerð tortryggileg á einkar ósmekklegan hátt. Gefið var í skyn að ekki væri hlustað á fæðandi konur, þær illa upplýstar og jafnvel beittar óþarfa harðræði. Umfjöllun Kveiks er byggð á frásögn Bergþóru Birnudóttur af hræðilegum afleiðingum erfiðrar fæðingar. Bergþóra átelur samskipti sín við ljósmæður í fæðingu og að mistök hafi verið gerð í fæðingu barns síns og er ósátt við málsmeðferð Landlæknisembættisins og hyggst fara áfram með málið fyrir dómstóla. Í umfjöllun Kveiks á þriðjudaginn og Kastljóss degi síðar dylst engum að blaðamenn hafa kveðið upp sinn dóm í málinu og öll umfjöllun er einhliða og ófagleg af hendi fréttamanns sem nánast krefst þess að yfirlæknir kvennadeildar játi meint mistök samstarfsmanna sinna í beinni útsendingu. Hvergi í umfjöllun rannsóknarblaðamannanna eru birt gögn um árangur þeirra u.þ.b. 4000 fæðinga sem eiga sér stað á Íslandi ár hvert eða gæðasamanburður gerður við önnur lönd í þeim efnum. RÚV fékk svo stuðning úr óvæntri átt þar sem Lilja Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, rifjaði upp erfiða fæðingarsögu sína fyrir meira en 10 árum síðan í Kastljósi. Lilja taldi að ekki hefði verið á hana hlustað í fæðingu sem hefði getað skaðað hana og barn hennar og þessi reynsla hafi legið þungt á henni allar götur síðan. Í kjölfarið hafa fjölmargar konur stigið fram og lýst erfiðri reynslu í samskiptum við fæðingarþjónustuna, hlutir hafi farið úrskeiðis, ekki hafi verið á þær hlustað og skort á upplýsingagjöf. Þetta eru að sönnu áhrifamiklar, sorglegar sögur sem snerta við almenningi og oft má hugsa sér að ef eitthvað hefði verið gert öðru vísi þá hefði útkoman getað orðið önnur og betri. Í kjölfarið hljómar í bergmálshelli fjöl- og samfélagsmiðla sem og frá ráðherra heilbrigðismála: „Við þurfum að hlusta betur á fæðandi konur og bæta samskiptin“. Þetta eru markmið sem allir geta sammælst um en eftir stendur að á sama tíma er á einhvern hátt verið hirta ljósmæður og fæðingarlækna á opinberum vettvangi með umfjölluninni. Ráðherra í ríkisstjórn, sem sjálf telur sig hafa verið órétti beitta, mundar vöndinn. Lítið er gert úr margra ár námi og reynslu fagstétta. Túlka má óminn í bergmálshellinum þannig að fagfólki sé hollast að breyta út frá gagnreyndum verkferlum sínum ef sjúklingur upplifir að eitthvað sé ekki eins og það á að vera: „Vegna þess að kona þekkir líkama sinn betur en nokkur annar“. Starf ljósmæðra snýst að miklu leyti um að hlusta, þær sitja tímunum saman hjá fæðandi konum, veita þeim stuðning, hlýju og nærgætni. Hvergi í heilbrigðiskerfinu er eins mikil nánd og á milli ljósmóður og fæðandi konu. Fæðing er sjaldnast auðvelt verkefni fyrir konur að takast á við þrátt fyrir góðan undirbúning og fræðslu. Langoftast fer allt vel og hamingjusamir foreldrar útskrifast með heilbrigt barn, og það þrátt fyrir að margar konur upplifi á einhverjum tíma í ferlinu að þetta gangi ekki og þær séu við að gefast upp og oftar en ekki eru það styðjandi orð ljósmóður sem kemur konum í gegnum síðustu hríðirnar í erfiðum fæðingum. Ljósmæður og fæðingarlæknar eru fagstéttir. Margra ára nám þeirra og reynsla gerir þeim kleift að taka rétta ákvörðun um það hvenær rétt sé að grípa inn í eðlilega fæðingu og gera það á réttan hátt með sérhæfðri meðferð. Sú ákvörðun er oft tekin á örskotsstundu enda fáir staðir í heilbrigðiskerfinu þar sem bregðast þarf skjótar við til að bjarga lífi en í fæðingarþjónustu þar sem mínútur skipta raunverulega máli. Fjölmiðlar sem og almenningur verða að átta sig á því að hversu góð sem þjónustan er þá verður aldrei hægt að komast hjá því að hlutir fari öðru vísi en þeim er ætlað. Það er einfaldlega ekki hægt að sjá alla hluti fyrir og stundum verður útkoman slæm, þrátt fyrir að allir geri sitt besta og öllum verkferlum sé fylgt. Ákvarðanir eru teknar út frá fyrirliggjandi upplýsingum og því miður er ekki er hægt að bakka klukkunni ef útkoman er ekki sú sem væntingar stóðu til. Fólk sem hefur tileinkað lífi sínu að hjálpa öðrum á ekki skilið þá útreið sem dunið hefur á þeim síðustu daga. Fólk sem fórnar jólum og áramótum frá börnum sínum, fólk sem þarf að vinna nætur og helgar, fólk sem þarf að aðlaga sumarfrí sitt að þörfum samfélagsins, fólk sem aldrei getur unnið heimanfrá heldur þarf að vera á staðnum óháð veðri og farsóttum, fólk sem vinnur undir ómanneskjulegu álagi, fólk sem vinnuveitandi hefur ekki efni á að veita kjör í samræmi við menntun og mikilvægi. Þetta fólk sættir sig við ýmsa vankanta við starfið vegna þess hversu gefandi er að upplifa að starf manns geri raunverulegt gagn. Hætt er við að fólk í fæðingarþjónustu endurskoði grundvöll starfsvals síns í ljósi atlögu fjölmiðla í síðustu viku. Fjölmiðlar hafa dagskrárvald og í þessu tilviki tel ég að RÚV hafi valdið skaða með umfjöllun sinni. Traust er mikilvægt í heilbrigðisþjónustu. RÚV hefur rýrt traust verðandi foreldra á fæðingarþjónustunni með óábyrgri og einhliða umfjöllun. Ljósmæður og fæðingarlæknar eru í sárum eftir umfjöllunina og eiga erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér eins og óvægin umræðuhefð samfélagsmiðlana er orðin. Ef RÚV vill raunverulega láta gott að sér leiða og bæta þjónustu við fæðandi konur ætti stofnunin heldur að beina Kastljósinu að langvarandi vanfjármögnun og undirmönnun heilbrigðisstétta vegna lélegra kjara og starfsumhverfis. Í þeirri umræðu er óskandi að menningarmálaráðherra láti til sín taka. #Ég styð ljósmæður Höfundur er þvagfæraskurðlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Ríkisútvarpið Kvenheilsa Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum misserum fylktu landsmenn sér á bak við ljósmæður undir myllumerkinu #Ég styð ljósmæður. Fólk taldi með réttu að þessi mikilvæga stétt sem vinnur myrkranna á milli alla daga ársins ætti skilið betri kjör og starfsaðstæður. Konur kepptust við að deila jákvæðri upplifun sinni og þakklæti til ljósmæðra á samfélagsmiðlum. Þetta var stéttinni mikill stuðningur og hvatning að helga sig áfram starfinu. Í vikunni sem leið beindu rannsóknarblaðamenn RÚV hins vegar spjótum sínum að þessari göfugu starfstétt og grófu um leið eins og hendi væri veifað undan trausti á fæðingarþjónustu í landinu. Ljósmæðrum og fæðingarlæknum var kastað undir rútuna og störf þeirra gerð tortryggileg á einkar ósmekklegan hátt. Gefið var í skyn að ekki væri hlustað á fæðandi konur, þær illa upplýstar og jafnvel beittar óþarfa harðræði. Umfjöllun Kveiks er byggð á frásögn Bergþóru Birnudóttur af hræðilegum afleiðingum erfiðrar fæðingar. Bergþóra átelur samskipti sín við ljósmæður í fæðingu og að mistök hafi verið gerð í fæðingu barns síns og er ósátt við málsmeðferð Landlæknisembættisins og hyggst fara áfram með málið fyrir dómstóla. Í umfjöllun Kveiks á þriðjudaginn og Kastljóss degi síðar dylst engum að blaðamenn hafa kveðið upp sinn dóm í málinu og öll umfjöllun er einhliða og ófagleg af hendi fréttamanns sem nánast krefst þess að yfirlæknir kvennadeildar játi meint mistök samstarfsmanna sinna í beinni útsendingu. Hvergi í umfjöllun rannsóknarblaðamannanna eru birt gögn um árangur þeirra u.þ.b. 4000 fæðinga sem eiga sér stað á Íslandi ár hvert eða gæðasamanburður gerður við önnur lönd í þeim efnum. RÚV fékk svo stuðning úr óvæntri átt þar sem Lilja Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, rifjaði upp erfiða fæðingarsögu sína fyrir meira en 10 árum síðan í Kastljósi. Lilja taldi að ekki hefði verið á hana hlustað í fæðingu sem hefði getað skaðað hana og barn hennar og þessi reynsla hafi legið þungt á henni allar götur síðan. Í kjölfarið hafa fjölmargar konur stigið fram og lýst erfiðri reynslu í samskiptum við fæðingarþjónustuna, hlutir hafi farið úrskeiðis, ekki hafi verið á þær hlustað og skort á upplýsingagjöf. Þetta eru að sönnu áhrifamiklar, sorglegar sögur sem snerta við almenningi og oft má hugsa sér að ef eitthvað hefði verið gert öðru vísi þá hefði útkoman getað orðið önnur og betri. Í kjölfarið hljómar í bergmálshelli fjöl- og samfélagsmiðla sem og frá ráðherra heilbrigðismála: „Við þurfum að hlusta betur á fæðandi konur og bæta samskiptin“. Þetta eru markmið sem allir geta sammælst um en eftir stendur að á sama tíma er á einhvern hátt verið hirta ljósmæður og fæðingarlækna á opinberum vettvangi með umfjölluninni. Ráðherra í ríkisstjórn, sem sjálf telur sig hafa verið órétti beitta, mundar vöndinn. Lítið er gert úr margra ár námi og reynslu fagstétta. Túlka má óminn í bergmálshellinum þannig að fagfólki sé hollast að breyta út frá gagnreyndum verkferlum sínum ef sjúklingur upplifir að eitthvað sé ekki eins og það á að vera: „Vegna þess að kona þekkir líkama sinn betur en nokkur annar“. Starf ljósmæðra snýst að miklu leyti um að hlusta, þær sitja tímunum saman hjá fæðandi konum, veita þeim stuðning, hlýju og nærgætni. Hvergi í heilbrigðiskerfinu er eins mikil nánd og á milli ljósmóður og fæðandi konu. Fæðing er sjaldnast auðvelt verkefni fyrir konur að takast á við þrátt fyrir góðan undirbúning og fræðslu. Langoftast fer allt vel og hamingjusamir foreldrar útskrifast með heilbrigt barn, og það þrátt fyrir að margar konur upplifi á einhverjum tíma í ferlinu að þetta gangi ekki og þær séu við að gefast upp og oftar en ekki eru það styðjandi orð ljósmóður sem kemur konum í gegnum síðustu hríðirnar í erfiðum fæðingum. Ljósmæður og fæðingarlæknar eru fagstéttir. Margra ára nám þeirra og reynsla gerir þeim kleift að taka rétta ákvörðun um það hvenær rétt sé að grípa inn í eðlilega fæðingu og gera það á réttan hátt með sérhæfðri meðferð. Sú ákvörðun er oft tekin á örskotsstundu enda fáir staðir í heilbrigðiskerfinu þar sem bregðast þarf skjótar við til að bjarga lífi en í fæðingarþjónustu þar sem mínútur skipta raunverulega máli. Fjölmiðlar sem og almenningur verða að átta sig á því að hversu góð sem þjónustan er þá verður aldrei hægt að komast hjá því að hlutir fari öðru vísi en þeim er ætlað. Það er einfaldlega ekki hægt að sjá alla hluti fyrir og stundum verður útkoman slæm, þrátt fyrir að allir geri sitt besta og öllum verkferlum sé fylgt. Ákvarðanir eru teknar út frá fyrirliggjandi upplýsingum og því miður er ekki er hægt að bakka klukkunni ef útkoman er ekki sú sem væntingar stóðu til. Fólk sem hefur tileinkað lífi sínu að hjálpa öðrum á ekki skilið þá útreið sem dunið hefur á þeim síðustu daga. Fólk sem fórnar jólum og áramótum frá börnum sínum, fólk sem þarf að vinna nætur og helgar, fólk sem þarf að aðlaga sumarfrí sitt að þörfum samfélagsins, fólk sem aldrei getur unnið heimanfrá heldur þarf að vera á staðnum óháð veðri og farsóttum, fólk sem vinnur undir ómanneskjulegu álagi, fólk sem vinnuveitandi hefur ekki efni á að veita kjör í samræmi við menntun og mikilvægi. Þetta fólk sættir sig við ýmsa vankanta við starfið vegna þess hversu gefandi er að upplifa að starf manns geri raunverulegt gagn. Hætt er við að fólk í fæðingarþjónustu endurskoði grundvöll starfsvals síns í ljósi atlögu fjölmiðla í síðustu viku. Fjölmiðlar hafa dagskrárvald og í þessu tilviki tel ég að RÚV hafi valdið skaða með umfjöllun sinni. Traust er mikilvægt í heilbrigðisþjónustu. RÚV hefur rýrt traust verðandi foreldra á fæðingarþjónustunni með óábyrgri og einhliða umfjöllun. Ljósmæður og fæðingarlæknar eru í sárum eftir umfjöllunina og eiga erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér eins og óvægin umræðuhefð samfélagsmiðlana er orðin. Ef RÚV vill raunverulega láta gott að sér leiða og bæta þjónustu við fæðandi konur ætti stofnunin heldur að beina Kastljósinu að langvarandi vanfjármögnun og undirmönnun heilbrigðisstétta vegna lélegra kjara og starfsumhverfis. Í þeirri umræðu er óskandi að menningarmálaráðherra láti til sín taka. #Ég styð ljósmæður Höfundur er þvagfæraskurðlæknir.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun