„Verður rosalega erfitt fyrir Haukana ef Helena er ekki heil“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2022 12:00 Helena Sverrisdóttir hefur orðið Íslandsmeistari eftir þrjár síðustu úrslitakeppnir, einu sinni sem leikmaður Hauka og tvisvar sem leikmaður Vals. Vísir/Hulda Margrét Úrslitakeppni Subway-deildar kvenna í körfubolta hefst í kvöld með fyrstu leikjunum í undanúrslitaeinvígunum tveimur. Subway Körfuboltakvöld spáð í bæði einvígin í síðasta þætti. Fjölnir er deildarmeistari og mætir Njarðvík í undanúrslitum en þetta hafa verið spútniklið vetrarins í kvennadeildinni. Njarðvíkurliðið var nýliði í deildinni og komst í úrslitakeppni á fyrsta ári en Fjölniskonur unnu fyrsta titil félagsins með því að vinna deildina. Íslandsmeistarar Vals taka á móti bikarmeisturum Hauka í hinni undanúrslitaeinvíginu. Valur vann Hauka í lokaúrslitum í fyrra en Haukarnir unnu Val í lokaúrslitunum 2018. Valsliði hefur unnið tvær síðustu úrslitakeppnir (2019 og 2021) en engin úrslitakeppni fór fram vorið 2020 vegna kórónuveirunnar. Kjartan Atli Kjartansson fór yfir þessi tvö einvígi með sérfræðingum sínum Bryndísi Guðmundsdóttur, Ingibjörgu Jakobsdóttur og Pálínu Maríu Gunnlaugsdóttur. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar tilvitnanir frá yfirferð þeirra sem og það er hægt að sjá alla yfirferðina í heilu lagi. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Einvígi Fjölnis og Njarðvíkur Fjölnir (1. sæti) á móti Njarðvík (4. sæti) „Þegar Aliyah Mazyck lendir á móti Aliyuh Collier þá er hún á móti leikmanni sem er aðeins hærri en hún og getur hlaupið virkilega vel með henni. Hún getur samt alltaf fundið einhverjar glufur. Þetta verður virkilega skemmtileg rimma á milli þeirra tveggja,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Ef ég á að vera hreinskilin þá hef ég enga brjálaða trú á Njarðvíkurliðinu en ég er samt rosalega spennt fyrir þessu. Ég væri mikið til í það að þær komi með þvílíkum krafti,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir. „Ég held að Njarðvíkurliðið passi best á móti Fjölni því þær eru með þessa stóru leikmenn undir körfunni á móti Dagný,“ sagði Bryndís. „Ég held að Njarðvík sé búinn að vinna þrjá af fjórum innbyrðis leikjum þeirra í vetur. Halldór þarf aðeins að kíkja á það hvort hann geti sett upp eitthvað nýtt til að stríða Njarðvíkurstelpum,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. „Njarðvík er samt í einhverri niðursveiflu og ég er smá smeyk fyrir þeirra hönd,“ sagði Ingibjörg. „Í einum leikjanna á móti Njarðvík er Dagný Lísa (Davíðsdóttir) með -2 í framlag. Dagný Lísa er ekkert að verða verri í körfubolta en þetta er smá spurning um sjálfstraust og hún þarf að fara upp með hausinn og áfram gakk. Hún er frábær í körfubolta og á ekki að láta Aliyuh Collier eða Lavinu (De Silva) draga úr sér,“ sagði Pálína. „Ef það er einhver draumamótherji fyrir Njarðvíkurstúlkur þá eru það algjörlega Fjölniskonur því þær virðast hafa eitthvað grettistak á þeim,“ sagði Pálína. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Einvígi Vals og Hauka Valur (2. sæti) á móti Haukum (3. sæti) „Þetta verður rosalega erfitt fyrir Haukana ef Helena er ekki heil,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. „Það stóra er að Helena er ekki heil. Það mun alltaf koma nýr stór leikmaður inn hjá Val sem getur hlaupið með henni allan tímann. Það verður mjög erfitt fyrir hana,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Ásta Júlía (Grímsdóttir) er á siglingu hjá Val núna og það skiptir svo miklu máli. Það verður stanslaust áreiti á Helenu frá öllum þessu stóru leikmönnum,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir. „Það er eins og Helena sé að toppa sig með því að spila 25 mínútur og það er ekki nóg fyrir Haukaliðið,“ sagði Bryndís. „Valskonur eru þéttar undir körfunni. Þó að þær fari ekki í það að tvídekka Helenu þá eru þær alltaf með hendurnar úti, alltaf tilbúnar í hjálparvörn og það verður erfitt fyrir Helenu að vera ein undir körfunni þótt hún fái ekki tvídekkingu“ sagði Bryndís. „Við höfum oft talað um Hallveigu (Jónsdóttur) hjá Val og mér finnst hún eiga helling inni. Hún þarf ekki endilega að vera on en hún þarf samt að taka þátt, bæði andlega og líkamlega í leiknum. Þá finnst mér allir vegir færir fyrir þetta Valslið,“ sagði Pálína. Báðir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Leikur Fjölnis og Njarðvík byrjar klukkan 18.15 en leikur Vals og Hauka klukkan 20.15. Eftir leikinn verður síðan Subway Körfuboltakvöld þar sem báðir leikir kvöldsins verða gerðir upp. Það verður því kvennakarfa á dagskrá frá klukkan 18.05 til 22.40. Subway-deild kvenna Haukar Valur Fjölnir UMF Njarðvík Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Fjölnir er deildarmeistari og mætir Njarðvík í undanúrslitum en þetta hafa verið spútniklið vetrarins í kvennadeildinni. Njarðvíkurliðið var nýliði í deildinni og komst í úrslitakeppni á fyrsta ári en Fjölniskonur unnu fyrsta titil félagsins með því að vinna deildina. Íslandsmeistarar Vals taka á móti bikarmeisturum Hauka í hinni undanúrslitaeinvíginu. Valur vann Hauka í lokaúrslitum í fyrra en Haukarnir unnu Val í lokaúrslitunum 2018. Valsliði hefur unnið tvær síðustu úrslitakeppnir (2019 og 2021) en engin úrslitakeppni fór fram vorið 2020 vegna kórónuveirunnar. Kjartan Atli Kjartansson fór yfir þessi tvö einvígi með sérfræðingum sínum Bryndísi Guðmundsdóttur, Ingibjörgu Jakobsdóttur og Pálínu Maríu Gunnlaugsdóttur. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar tilvitnanir frá yfirferð þeirra sem og það er hægt að sjá alla yfirferðina í heilu lagi. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Einvígi Fjölnis og Njarðvíkur Fjölnir (1. sæti) á móti Njarðvík (4. sæti) „Þegar Aliyah Mazyck lendir á móti Aliyuh Collier þá er hún á móti leikmanni sem er aðeins hærri en hún og getur hlaupið virkilega vel með henni. Hún getur samt alltaf fundið einhverjar glufur. Þetta verður virkilega skemmtileg rimma á milli þeirra tveggja,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Ef ég á að vera hreinskilin þá hef ég enga brjálaða trú á Njarðvíkurliðinu en ég er samt rosalega spennt fyrir þessu. Ég væri mikið til í það að þær komi með þvílíkum krafti,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir. „Ég held að Njarðvíkurliðið passi best á móti Fjölni því þær eru með þessa stóru leikmenn undir körfunni á móti Dagný,“ sagði Bryndís. „Ég held að Njarðvík sé búinn að vinna þrjá af fjórum innbyrðis leikjum þeirra í vetur. Halldór þarf aðeins að kíkja á það hvort hann geti sett upp eitthvað nýtt til að stríða Njarðvíkurstelpum,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. „Njarðvík er samt í einhverri niðursveiflu og ég er smá smeyk fyrir þeirra hönd,“ sagði Ingibjörg. „Í einum leikjanna á móti Njarðvík er Dagný Lísa (Davíðsdóttir) með -2 í framlag. Dagný Lísa er ekkert að verða verri í körfubolta en þetta er smá spurning um sjálfstraust og hún þarf að fara upp með hausinn og áfram gakk. Hún er frábær í körfubolta og á ekki að láta Aliyuh Collier eða Lavinu (De Silva) draga úr sér,“ sagði Pálína. „Ef það er einhver draumamótherji fyrir Njarðvíkurstúlkur þá eru það algjörlega Fjölniskonur því þær virðast hafa eitthvað grettistak á þeim,“ sagði Pálína. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Einvígi Vals og Hauka Valur (2. sæti) á móti Haukum (3. sæti) „Þetta verður rosalega erfitt fyrir Haukana ef Helena er ekki heil,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. „Það stóra er að Helena er ekki heil. Það mun alltaf koma nýr stór leikmaður inn hjá Val sem getur hlaupið með henni allan tímann. Það verður mjög erfitt fyrir hana,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Ásta Júlía (Grímsdóttir) er á siglingu hjá Val núna og það skiptir svo miklu máli. Það verður stanslaust áreiti á Helenu frá öllum þessu stóru leikmönnum,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir. „Það er eins og Helena sé að toppa sig með því að spila 25 mínútur og það er ekki nóg fyrir Haukaliðið,“ sagði Bryndís. „Valskonur eru þéttar undir körfunni. Þó að þær fari ekki í það að tvídekka Helenu þá eru þær alltaf með hendurnar úti, alltaf tilbúnar í hjálparvörn og það verður erfitt fyrir Helenu að vera ein undir körfunni þótt hún fái ekki tvídekkingu“ sagði Bryndís. „Við höfum oft talað um Hallveigu (Jónsdóttur) hjá Val og mér finnst hún eiga helling inni. Hún þarf ekki endilega að vera on en hún þarf samt að taka þátt, bæði andlega og líkamlega í leiknum. Þá finnst mér allir vegir færir fyrir þetta Valslið,“ sagði Pálína. Báðir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Leikur Fjölnis og Njarðvík byrjar klukkan 18.15 en leikur Vals og Hauka klukkan 20.15. Eftir leikinn verður síðan Subway Körfuboltakvöld þar sem báðir leikir kvöldsins verða gerðir upp. Það verður því kvennakarfa á dagskrá frá klukkan 18.05 til 22.40.
Subway-deild kvenna Haukar Valur Fjölnir UMF Njarðvík Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum