Tvisvar til þrisvar sinnum fleiri strákar en stelpur horft á klám Atli Ísleifsson skrifar 4. apríl 2022 07:51 Í framhaldsskóla hafa um átta af tíu strákum horft á klám samanborið við rúman helming stelpna, að því er fram kemur í skýrslunni. Getty Tæplega þrír af hverjum tíu nemendum í 8. bekk grunnskóla hafa horft á klám á netinu. Í 10. bekk hefur meirihluti nemenda horft á klám og í framhaldsskóla er hlutfallið sjö af hverjum tíu nemendum. Frá þessu segir í nýrri skýrslu Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar um börn og netmiðla þar sem fjallað er um áhorf á klám á netinu. Þar segir að á bilinu tvisvar til þrisvar sinnum fleiri strákar en stelpur í grunnskóla hafi horft á klám á netinu. Munur milli stráka og stelpna sé mestur í 9. bekk þar sem tæplega þrefalt fleiri strákar en stelpur hafi horft á klám. Í framhaldsskóla hafi átta af tíu strákum horft á klám samanborið við rúman helming stelpna. Leita að efninu sjálf Í skýrslunni segir að þátttakendur á aldrinum þrettán til átján ára, sem höfðu horft á klám á netinu, hafi verið spurðir nánar út í ástæður þess og aðdraganda síðast þegar það gerðist að þeir hafi horft á klám. „Í langflestum tilfellum var það niðurstaða þeirrar eigin leitar. Í 8.-10. bekk grunnskóla sögðu 10% nemenda að vinur eða vinkona hefði sýnt þeim klámefnið síðast þegar þau horfðu á slíkt. Lægra hlutfall þátttakenda í framhaldsskóla (4%) hafði horft á klám vegna þess að vinur eða vinkona hafði sýnt þeim það. Samtals er því lágt hlutfall ungmenna sem verða fyrir því að horfa á klám án þess að hafa leitað eftir því sjálf. Flestum líkaði klámáhorfið Fjórum af hverjum tíu ungmennum á aldrinum 13-18 ára líkaði það síðast þegar þau horfðu klám. Um fjórðungi nemenda í 8.-10. bekk og fimmtungi í framhaldsskóla var alveg sama. Um einum af hverjum tíu nemendum á báðum skólastigum þótti klámið spennandi. Fáir voru þeirrar skoðunar að þeim hafi þótt klámið ógeðslegt, eða aðeins 4% í 8.-10. bekk og 2% í framhaldsskóla. Strákum líkar klámáhorfið betur en stelpum Af þeim sem höfðu horft á klám voru strákar ánægðari með áhorfið en stelpurnar. Um helmingur stráka í 9. bekk og eldri taldi að sér hefði líkað áhorfið. Um helmingi færri stelpum líkaði að hafa horft á klámefnið. Í bæði grunn- og framhaldsskóla voru hlutfallslega fleiri stelpur en strákar sem fannst klámáhorfið hafa verið óþægilegt og/eða ógeðslegt, um 9% stelpna samanborið við 2-3% stráka í 8.-10. bekk grunnskóla. Engum strák í framhaldsskóla þótti klámið hafa verið ógeðslegt. Flestir sjá klámauglýsingar á Google Allir 13-18 ára þátttakendur voru spurðir hvort og hvar þeir hefðu séð klámauglýsingar á netinu. Tæpur helmingur allra þátttakenda í 8.-10. bekk grunnskóla hefur séð klám auglýst á netinu. Hlutfallið er nokkuð hærra meðal framhaldsskólanema en um sjö af hverjum tíu þeirra höfðu séð klám auglýst á netinu. Í 8.-10. bekk segjast fjórir af hverjum tíu ekki muna hvar auglýsingarnar birtust en þrír af hverjum tíu segjast hafa séð slíkar auglýsingar á Google. Tveir af hverjum fimm sáu þær á Instagram. Í framhaldsskóla hafa þrír af tíu séð klámauglýsingar á Google og sama hlutfall segist ekki muna hvar þær hafi birst. Um fjórðungur hefur séð auglýsingarnar á Instagram,“ segir í tilkynningu um rannsóknina frá fjölmiðlanefnd. Skýrslan er fjórði hluti af sjö og byggir á niðurstöðum könnunarinnar „Börn og netmiðlar“ sem Menntavísindastofnun framkvæmdi fyrir Fjölmiðlanefnd í 23 grunnskólum og 23 framhaldsskólum meðal grunn- og framhaldsskólanema á aldrinum níu til átján ára. Börn og uppeldi Klám Samfélagsmiðlar Grunnskólar Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira
Frá þessu segir í nýrri skýrslu Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar um börn og netmiðla þar sem fjallað er um áhorf á klám á netinu. Þar segir að á bilinu tvisvar til þrisvar sinnum fleiri strákar en stelpur í grunnskóla hafi horft á klám á netinu. Munur milli stráka og stelpna sé mestur í 9. bekk þar sem tæplega þrefalt fleiri strákar en stelpur hafi horft á klám. Í framhaldsskóla hafi átta af tíu strákum horft á klám samanborið við rúman helming stelpna. Leita að efninu sjálf Í skýrslunni segir að þátttakendur á aldrinum þrettán til átján ára, sem höfðu horft á klám á netinu, hafi verið spurðir nánar út í ástæður þess og aðdraganda síðast þegar það gerðist að þeir hafi horft á klám. „Í langflestum tilfellum var það niðurstaða þeirrar eigin leitar. Í 8.-10. bekk grunnskóla sögðu 10% nemenda að vinur eða vinkona hefði sýnt þeim klámefnið síðast þegar þau horfðu á slíkt. Lægra hlutfall þátttakenda í framhaldsskóla (4%) hafði horft á klám vegna þess að vinur eða vinkona hafði sýnt þeim það. Samtals er því lágt hlutfall ungmenna sem verða fyrir því að horfa á klám án þess að hafa leitað eftir því sjálf. Flestum líkaði klámáhorfið Fjórum af hverjum tíu ungmennum á aldrinum 13-18 ára líkaði það síðast þegar þau horfðu klám. Um fjórðungi nemenda í 8.-10. bekk og fimmtungi í framhaldsskóla var alveg sama. Um einum af hverjum tíu nemendum á báðum skólastigum þótti klámið spennandi. Fáir voru þeirrar skoðunar að þeim hafi þótt klámið ógeðslegt, eða aðeins 4% í 8.-10. bekk og 2% í framhaldsskóla. Strákum líkar klámáhorfið betur en stelpum Af þeim sem höfðu horft á klám voru strákar ánægðari með áhorfið en stelpurnar. Um helmingur stráka í 9. bekk og eldri taldi að sér hefði líkað áhorfið. Um helmingi færri stelpum líkaði að hafa horft á klámefnið. Í bæði grunn- og framhaldsskóla voru hlutfallslega fleiri stelpur en strákar sem fannst klámáhorfið hafa verið óþægilegt og/eða ógeðslegt, um 9% stelpna samanborið við 2-3% stráka í 8.-10. bekk grunnskóla. Engum strák í framhaldsskóla þótti klámið hafa verið ógeðslegt. Flestir sjá klámauglýsingar á Google Allir 13-18 ára þátttakendur voru spurðir hvort og hvar þeir hefðu séð klámauglýsingar á netinu. Tæpur helmingur allra þátttakenda í 8.-10. bekk grunnskóla hefur séð klám auglýst á netinu. Hlutfallið er nokkuð hærra meðal framhaldsskólanema en um sjö af hverjum tíu þeirra höfðu séð klám auglýst á netinu. Í 8.-10. bekk segjast fjórir af hverjum tíu ekki muna hvar auglýsingarnar birtust en þrír af hverjum tíu segjast hafa séð slíkar auglýsingar á Google. Tveir af hverjum fimm sáu þær á Instagram. Í framhaldsskóla hafa þrír af tíu séð klámauglýsingar á Google og sama hlutfall segist ekki muna hvar þær hafi birst. Um fjórðungur hefur séð auglýsingarnar á Instagram,“ segir í tilkynningu um rannsóknina frá fjölmiðlanefnd. Skýrslan er fjórði hluti af sjö og byggir á niðurstöðum könnunarinnar „Börn og netmiðlar“ sem Menntavísindastofnun framkvæmdi fyrir Fjölmiðlanefnd í 23 grunnskólum og 23 framhaldsskólum meðal grunn- og framhaldsskólanema á aldrinum níu til átján ára.
Börn og uppeldi Klám Samfélagsmiðlar Grunnskólar Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira