Sigurður Ingi og Hot Fuzz Þórarinn Hjartarson skrifar 5. apríl 2022 13:30 Bíómyndin Hot Fuzz frá árinu 2007 fjallar um smábæ í Bretlandi sem er gífurlega upptekinn af því að vinna verðlaun sem nefnast „Smábær ársins“. Lögreglumaðurinn PC Nicholas Angel, aðalpersóna myndarinnar, kemst að því að dularfull andlát séu afar tíð í þessum smábæ. Við eftirgrennslan kemst hann að því að hópur bæjarbúa, sem nefnast NWA (Neighbourhood Watch Alliance), séu í raun svo spenntir fyrir ofangreindum verðlaunum að þeir drepa alla þá sem ógna möguleikum þeirra til þess að fá verðlaunin. Það er fagnaðarefni ef Sigurður Ingi er sá rasisti sem við þurfum að hafa áhyggjur af. Ég tel að Sigurður Ingi hygli ekki hvítum Íslendingum á kostnað þeldökkra. Hann er vissulega karl síns tíma. Nýleg ummæli hans eru ekki til eftirbreytni og hann veit það. Viðbrögðin, hins vegar, sýna á hversu slæmum stað flokkarnir í stjórnarandstöðu eru. Það er fórnarkostnaður fólginn í því að beina athygli kjósenda að tilteknu málefni. Stjórnarandstaðan sá sér leik á borði og keppist við að beina athygli að því hvað þau séu góð og hvað Sigurður er ómögulegur. Athyglin fór frá því að krefjast þess að fá að vita af hverju ákveðnir aðilar fengu símtal um tilboðsverð á eignum ríkisins, frá því að hinir ríku hafi fengið skattaafslátt af séreignarsparnaði til fasteignakaupa í áraraðir og frá því að Íslendingar munu þurfa að takast á við gríðarlegar verðhækkanir á næstu mánuðum vegna innrásinnar í Úkraínu. Það er sjálfskaparvíti stjórnarandstöðunnar að hlusta á móðguðustu manneskjuna á Twitter. Afleiðingarnar eru þær að ríkisstjórnarflokkarnir búa við óhugnarlega auðvelt aðgengi að atkvæðum kjósenda og komast upp með pólitíska leti sem á sér fá dæmi utan Íslands. Sigurður Ingi skeit upp á bak með þessum ummælum. Hann baðst afsökunar. Hann er miðaldra maður og hefur líklega sagt eitthvað töluvert verra en þetta á sinni lífsleið. Okkar siðferðisþröskuldur hefur tekið hröðum breytingum undanfarna áratugi. Þessar breytingar hafa að mestu verið til hins betra. En hvenær förum við frá markmiðum réttlátra samfélagsbreytinga í það að haga okkur líkt og íbúar í smábæjarins í kvikmyndinni Hot Fuzz? Krafan um að Sigurður Ingi segi af sér kemur frá fólki sem hefur aldrei, og mun líklega aldrei, kjósa Framsókn. Það er rétt að stjórnmálamenning hér á landi sé daprari en víða annarstaðar. Það er mögulega rétt að Sigurður Ingi hefði þurft að segja af sér ef hann væri ráðherra annarstaðar á Norðurlöndunum. En væri það betra? Það er hægt að færa rök fyrir því. Ég tel hins vegar að krafa flestra kjósenda á Íslandi sé að ráðherrar séu starfi sínu vaxnir frekar en að þeir hafi aldrei og munu aldrei gera mistök. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Bíómyndin Hot Fuzz frá árinu 2007 fjallar um smábæ í Bretlandi sem er gífurlega upptekinn af því að vinna verðlaun sem nefnast „Smábær ársins“. Lögreglumaðurinn PC Nicholas Angel, aðalpersóna myndarinnar, kemst að því að dularfull andlát séu afar tíð í þessum smábæ. Við eftirgrennslan kemst hann að því að hópur bæjarbúa, sem nefnast NWA (Neighbourhood Watch Alliance), séu í raun svo spenntir fyrir ofangreindum verðlaunum að þeir drepa alla þá sem ógna möguleikum þeirra til þess að fá verðlaunin. Það er fagnaðarefni ef Sigurður Ingi er sá rasisti sem við þurfum að hafa áhyggjur af. Ég tel að Sigurður Ingi hygli ekki hvítum Íslendingum á kostnað þeldökkra. Hann er vissulega karl síns tíma. Nýleg ummæli hans eru ekki til eftirbreytni og hann veit það. Viðbrögðin, hins vegar, sýna á hversu slæmum stað flokkarnir í stjórnarandstöðu eru. Það er fórnarkostnaður fólginn í því að beina athygli kjósenda að tilteknu málefni. Stjórnarandstaðan sá sér leik á borði og keppist við að beina athygli að því hvað þau séu góð og hvað Sigurður er ómögulegur. Athyglin fór frá því að krefjast þess að fá að vita af hverju ákveðnir aðilar fengu símtal um tilboðsverð á eignum ríkisins, frá því að hinir ríku hafi fengið skattaafslátt af séreignarsparnaði til fasteignakaupa í áraraðir og frá því að Íslendingar munu þurfa að takast á við gríðarlegar verðhækkanir á næstu mánuðum vegna innrásinnar í Úkraínu. Það er sjálfskaparvíti stjórnarandstöðunnar að hlusta á móðguðustu manneskjuna á Twitter. Afleiðingarnar eru þær að ríkisstjórnarflokkarnir búa við óhugnarlega auðvelt aðgengi að atkvæðum kjósenda og komast upp með pólitíska leti sem á sér fá dæmi utan Íslands. Sigurður Ingi skeit upp á bak með þessum ummælum. Hann baðst afsökunar. Hann er miðaldra maður og hefur líklega sagt eitthvað töluvert verra en þetta á sinni lífsleið. Okkar siðferðisþröskuldur hefur tekið hröðum breytingum undanfarna áratugi. Þessar breytingar hafa að mestu verið til hins betra. En hvenær förum við frá markmiðum réttlátra samfélagsbreytinga í það að haga okkur líkt og íbúar í smábæjarins í kvikmyndinni Hot Fuzz? Krafan um að Sigurður Ingi segi af sér kemur frá fólki sem hefur aldrei, og mun líklega aldrei, kjósa Framsókn. Það er rétt að stjórnmálamenning hér á landi sé daprari en víða annarstaðar. Það er mögulega rétt að Sigurður Ingi hefði þurft að segja af sér ef hann væri ráðherra annarstaðar á Norðurlöndunum. En væri það betra? Það er hægt að færa rök fyrir því. Ég tel hins vegar að krafa flestra kjósenda á Íslandi sé að ráðherrar séu starfi sínu vaxnir frekar en að þeir hafi aldrei og munu aldrei gera mistök. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar