„Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. apríl 2022 13:36 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, býst við að framganga innviðaráðherra muni hafa afleiðingar. Vísir/Einar Ummælin sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lét falla í garð Vigdísar Häsler framkvæmdastjóra Bandasamtakanna hafa vakið hörð viðbrögð bæði hjá þingheimi og á samfélagsmiðlum. Vigdís sagði í færslu á Facebook í gær að ummælin hafi verið særandi en Sigurður Ingi hefur á sama vettvangi kallað þau „óviðurkvæmileg“ og beðist afsökunar á þeim en að öðru leyti ekki viljað ræða við fjölmiðla. Á vettvangi Alþingis hafa nokkrir þingmenn sagt að framferði Sigurðar Inga brjóti mögulega í bága við siðreglur sem gilda um ráðherra, einkum þá sem kveður á um að ráðherra beri að gæta þess að rýra ekki virðingu embættis síns með ámælisverðri framkomu. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er nefndarmaður í forsætisnefnd en mál er varða siðareglur heyra undir þá nefnd en til þess að mál verði tekin upp á vegum hennar þarf formleg kvörtun að berast en hver sem er getur lagt hana fram. „Sem forsætisnefnd þá skoðar hvort tilefni sé til að kanna nánar; hvort það sé fótur fyrir þeirri ábendingu. Þetta getur farið í nokkrar áttir. Það getur verið að málinu sé strax vísað frá og það metið sem tilefnislaust. Það getur verið metið svo að leita eigi ráðgjafar hjá ráðgefandi siðanefnd og forsætisnefnd getur ákveðið í rauninni sjálf hvort þetta varði brot á siðareglum eða jafnvel meint brot á lagareglum.“ Meint brot á lögum sem Björn Leví vísar til myndi þá mögulega varða við Lög um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna sem samþykkt voru af núverandi ríkisstjórn 11. júní 2018. Björn Leví segist aðspurður ekki telja að meint brot á siðareglum sé langsótt þótt ummælin hafi ekki verið látin falla á vettvangi þingsins. „Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið. Og ef það kemur formleg kvörtun vegna siðareglnanna þá einfaldlega ber forsætisnefnd að fara yfir það.“ Björn Leví kveðst aðspurður eiga von á því að málið muni hafa afleiðingar fyrir Sigurð Inga. „Það er sérstaklega tekið fram í lögum um jafna meðferð óháð kynþætti að það sé óheimilt að afsala sér þeim réttindum sem kveður á um í lögunum.“ Hann segir að hugsun löggjafans á bakvið það sé til þess að það sé ekki á herðum þess sem verður fyrir broti þurfi ekki að reka málið sjálfur. „Þarna er það sett í hendur stjórnvalda að framfylgja lögunum, það er að segja kærunefnd jafnréttismála ef það berst ábending sem hver sem er á að geta gert.“ Alþingi Píratar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Ekki komið til umræðu að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa orðið mjög döpur vegna þeirra særandi ummæla sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra viðhafði um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, á Búnaðarþingi. Ekki hafi komið til umræðu innan Vinstri grænna að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu hyggist Sigurður Ingi sitja áfram í ráðherrastól. 5. apríl 2022 12:23 Brynja telur Sigurð Inga ekki vera rasista: „Við erum mannleg og við skítum stundum upp á bak“ Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, segir það hafa verið ömurlegt og sárt að heyra af ummælum sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lét falla á Búnaðarþingi um helgina. Sigurður Ingi hringdi í Brynju vegna málsins í gær og segir Brynja að hann sé fullur iðrunar. Þá segir hún stigsmunur á að segja eitthvað rasískt og að vera rasisti. 5. apríl 2022 11:38 Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja. 5. apríl 2022 10:41 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Sjá meira
Vigdís sagði í færslu á Facebook í gær að ummælin hafi verið særandi en Sigurður Ingi hefur á sama vettvangi kallað þau „óviðurkvæmileg“ og beðist afsökunar á þeim en að öðru leyti ekki viljað ræða við fjölmiðla. Á vettvangi Alþingis hafa nokkrir þingmenn sagt að framferði Sigurðar Inga brjóti mögulega í bága við siðreglur sem gilda um ráðherra, einkum þá sem kveður á um að ráðherra beri að gæta þess að rýra ekki virðingu embættis síns með ámælisverðri framkomu. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er nefndarmaður í forsætisnefnd en mál er varða siðareglur heyra undir þá nefnd en til þess að mál verði tekin upp á vegum hennar þarf formleg kvörtun að berast en hver sem er getur lagt hana fram. „Sem forsætisnefnd þá skoðar hvort tilefni sé til að kanna nánar; hvort það sé fótur fyrir þeirri ábendingu. Þetta getur farið í nokkrar áttir. Það getur verið að málinu sé strax vísað frá og það metið sem tilefnislaust. Það getur verið metið svo að leita eigi ráðgjafar hjá ráðgefandi siðanefnd og forsætisnefnd getur ákveðið í rauninni sjálf hvort þetta varði brot á siðareglum eða jafnvel meint brot á lagareglum.“ Meint brot á lögum sem Björn Leví vísar til myndi þá mögulega varða við Lög um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna sem samþykkt voru af núverandi ríkisstjórn 11. júní 2018. Björn Leví segist aðspurður ekki telja að meint brot á siðareglum sé langsótt þótt ummælin hafi ekki verið látin falla á vettvangi þingsins. „Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið. Og ef það kemur formleg kvörtun vegna siðareglnanna þá einfaldlega ber forsætisnefnd að fara yfir það.“ Björn Leví kveðst aðspurður eiga von á því að málið muni hafa afleiðingar fyrir Sigurð Inga. „Það er sérstaklega tekið fram í lögum um jafna meðferð óháð kynþætti að það sé óheimilt að afsala sér þeim réttindum sem kveður á um í lögunum.“ Hann segir að hugsun löggjafans á bakvið það sé til þess að það sé ekki á herðum þess sem verður fyrir broti þurfi ekki að reka málið sjálfur. „Þarna er það sett í hendur stjórnvalda að framfylgja lögunum, það er að segja kærunefnd jafnréttismála ef það berst ábending sem hver sem er á að geta gert.“
Alþingi Píratar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Ekki komið til umræðu að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa orðið mjög döpur vegna þeirra særandi ummæla sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra viðhafði um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, á Búnaðarþingi. Ekki hafi komið til umræðu innan Vinstri grænna að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu hyggist Sigurður Ingi sitja áfram í ráðherrastól. 5. apríl 2022 12:23 Brynja telur Sigurð Inga ekki vera rasista: „Við erum mannleg og við skítum stundum upp á bak“ Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, segir það hafa verið ömurlegt og sárt að heyra af ummælum sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lét falla á Búnaðarþingi um helgina. Sigurður Ingi hringdi í Brynju vegna málsins í gær og segir Brynja að hann sé fullur iðrunar. Þá segir hún stigsmunur á að segja eitthvað rasískt og að vera rasisti. 5. apríl 2022 11:38 Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja. 5. apríl 2022 10:41 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Sjá meira
Ekki komið til umræðu að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa orðið mjög döpur vegna þeirra særandi ummæla sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra viðhafði um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, á Búnaðarþingi. Ekki hafi komið til umræðu innan Vinstri grænna að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu hyggist Sigurður Ingi sitja áfram í ráðherrastól. 5. apríl 2022 12:23
Brynja telur Sigurð Inga ekki vera rasista: „Við erum mannleg og við skítum stundum upp á bak“ Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, segir það hafa verið ömurlegt og sárt að heyra af ummælum sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lét falla á Búnaðarþingi um helgina. Sigurður Ingi hringdi í Brynju vegna málsins í gær og segir Brynja að hann sé fullur iðrunar. Þá segir hún stigsmunur á að segja eitthvað rasískt og að vera rasisti. 5. apríl 2022 11:38
Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja. 5. apríl 2022 10:41
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent