Meirihlutinn í Reykjavík fallinn og Framsókn í stórsókn Heimir Már Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 5. apríl 2022 19:31 Meirihluti Samfylkingarinnar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar er fallinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Vísir/Vilhelm Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna, jafnvel þótt Sjálfstæðisflokkurinn tapi tveimur borgarfulltrúum frá síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn er í stórsókn og fengi þrjá borgarfulltrúa. Könnun Maskínu var gerð dagana 22. til 29. mars og felur í sér miklar breytingar á fylgi flokkanna frá síðustu könnun og frá kosningunum 2018. Framsóknarflokkurinn er á miklu flugi og fengi 14 prósent atkvæða nú en Viðreisn tapar 2,5 prósentustigum frá kosningum og fengi 5,7 prósent. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn bæti sig frá síðustu könnun er hann töluvert frá síðustu kosningaúrslitum og fengi 25,5 prósent nú. Flokkur fólksins mælist með 3,8 prósent en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig og mælist nú með 8,4 prósent. Miðflokkurinn er vart mælanlegur með 0,6 prósent og Píratar eru enn yfir kjörfylgi með 11,4 prósent. Samfylkingin sækir á frá síðustu könnun og mælist nú með sama fylgi og íkosningunum 2018 og Vinstri græn eru einnig á svipuðum slóðum og kosningunum 2018 með 4,4 prósent. Ef þetta yrðu úrslitin í maí vantaði núverandi meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar einn borgarfulltrúa til að geta endurnýjað meirihluta sinn. Þeir fengju samanlagt 11 borgarfulltrúa af 23 og núverandi minnihluta flokkar tólf fulltrúa. Framsóknarflokkurinn fengi þrjá fulltrúa, var með engan, Viðreisn missti annan af tveimur sínum, Sjálfstæðisflokkurinn fengi sex en var með átta í síðustu kosningum. Flokkur fólksins héldi sínum eina fulltrúa, Miðflokkurinn missti sinn eina en Pírata myndu bæta við sig einum og fengju þrjá. Samfylkingin myndi hins vegar missa einn þrátt fyrir sama prósentufylgi og síðast og Vinstri græn héldu sínum eina. „Vitum ekki enn hvað Framsóknarflokkurinn stendur fyrir“ En er núverandi meirihluti, sem samkvæmt þessari könnun er búinn að missa hann, farinn að leita að nýjum flokki í meirihluta? „Nei, það er algerlega ótímabært en það er ljóst að þetta verður jafnt og það kemur svo sem ekki á óvart. Þó Samfylkingin megi kannski ekki una við þessa könnun þá er auðvitað töluvert mikið í húfi í kosningum. Hvort borgin haldi áfram að þróast í græna, spennandi átt eða hvort því verði snúið til baka,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Framsóknarflokkurinn sækir nú í sig veðrið í borginni en óttast borgarstjóri að hann verði horn í síðu Samfylkingar og er staðan önnur eftir nýleg ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns flokksins? „Það er kannski ótímabært að segja. Ég held að Framsóknarflokkurinn þurfi að gera hreint fyrir sínum dyrum í málinu, það er alveg ljóst,“ segir Dagur. Hann segir sömuleiðis þurfa að koma í ljós hvort flokkurinn komi inn með sprengingu í kosningum í vor. „Við svo sem vitum ekki ennþá hvað Framsóknarflokkurinn stendur almennilega fyrir, við heyrum bara að Sjálfstæðisflokkurinn reiknar með þeim í samstarfi við sig.“ Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðanakannanir Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Píratar Samfylkingin Vinstri græn Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tapa miklu fylgi í Reykjavík Töluverðar breytingar eru á fylgi flokka fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Samfylkingin tapar töluverðu fylgi en Framsóknarflokkurinn er í mikilli sókn ásamt Pírötum. Meirihlutaflokkarnir gætu endurnýjað samstarf sitt. 18. mars 2022 19:30 Framsókn heldur fast í fylgi sitt úr kosningunum Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr með mest fylgi allra flokka á Alþingi samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi flokksins er 21,9 prósent í dag en flokkurinn fékk 24,4 prósent fylgi í Alþingiskosningunum í september. 21. febrúar 2022 14:06 Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu Meirihlutaflokkarnir myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef kosið yrði til borgarstjórnar nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá síðustu kosningum, Píratar sækja í sig veðrið og Framsóknarflokkurinn næði inn manni. 11. febrúar 2022 19:20 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Fleiri fréttir Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Sjá meira
Könnun Maskínu var gerð dagana 22. til 29. mars og felur í sér miklar breytingar á fylgi flokkanna frá síðustu könnun og frá kosningunum 2018. Framsóknarflokkurinn er á miklu flugi og fengi 14 prósent atkvæða nú en Viðreisn tapar 2,5 prósentustigum frá kosningum og fengi 5,7 prósent. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn bæti sig frá síðustu könnun er hann töluvert frá síðustu kosningaúrslitum og fengi 25,5 prósent nú. Flokkur fólksins mælist með 3,8 prósent en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig og mælist nú með 8,4 prósent. Miðflokkurinn er vart mælanlegur með 0,6 prósent og Píratar eru enn yfir kjörfylgi með 11,4 prósent. Samfylkingin sækir á frá síðustu könnun og mælist nú með sama fylgi og íkosningunum 2018 og Vinstri græn eru einnig á svipuðum slóðum og kosningunum 2018 með 4,4 prósent. Ef þetta yrðu úrslitin í maí vantaði núverandi meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar einn borgarfulltrúa til að geta endurnýjað meirihluta sinn. Þeir fengju samanlagt 11 borgarfulltrúa af 23 og núverandi minnihluta flokkar tólf fulltrúa. Framsóknarflokkurinn fengi þrjá fulltrúa, var með engan, Viðreisn missti annan af tveimur sínum, Sjálfstæðisflokkurinn fengi sex en var með átta í síðustu kosningum. Flokkur fólksins héldi sínum eina fulltrúa, Miðflokkurinn missti sinn eina en Pírata myndu bæta við sig einum og fengju þrjá. Samfylkingin myndi hins vegar missa einn þrátt fyrir sama prósentufylgi og síðast og Vinstri græn héldu sínum eina. „Vitum ekki enn hvað Framsóknarflokkurinn stendur fyrir“ En er núverandi meirihluti, sem samkvæmt þessari könnun er búinn að missa hann, farinn að leita að nýjum flokki í meirihluta? „Nei, það er algerlega ótímabært en það er ljóst að þetta verður jafnt og það kemur svo sem ekki á óvart. Þó Samfylkingin megi kannski ekki una við þessa könnun þá er auðvitað töluvert mikið í húfi í kosningum. Hvort borgin haldi áfram að þróast í græna, spennandi átt eða hvort því verði snúið til baka,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Framsóknarflokkurinn sækir nú í sig veðrið í borginni en óttast borgarstjóri að hann verði horn í síðu Samfylkingar og er staðan önnur eftir nýleg ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns flokksins? „Það er kannski ótímabært að segja. Ég held að Framsóknarflokkurinn þurfi að gera hreint fyrir sínum dyrum í málinu, það er alveg ljóst,“ segir Dagur. Hann segir sömuleiðis þurfa að koma í ljós hvort flokkurinn komi inn með sprengingu í kosningum í vor. „Við svo sem vitum ekki ennþá hvað Framsóknarflokkurinn stendur almennilega fyrir, við heyrum bara að Sjálfstæðisflokkurinn reiknar með þeim í samstarfi við sig.“
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðanakannanir Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Píratar Samfylkingin Vinstri græn Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tapa miklu fylgi í Reykjavík Töluverðar breytingar eru á fylgi flokka fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Samfylkingin tapar töluverðu fylgi en Framsóknarflokkurinn er í mikilli sókn ásamt Pírötum. Meirihlutaflokkarnir gætu endurnýjað samstarf sitt. 18. mars 2022 19:30 Framsókn heldur fast í fylgi sitt úr kosningunum Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr með mest fylgi allra flokka á Alþingi samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi flokksins er 21,9 prósent í dag en flokkurinn fékk 24,4 prósent fylgi í Alþingiskosningunum í september. 21. febrúar 2022 14:06 Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu Meirihlutaflokkarnir myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef kosið yrði til borgarstjórnar nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá síðustu kosningum, Píratar sækja í sig veðrið og Framsóknarflokkurinn næði inn manni. 11. febrúar 2022 19:20 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Fleiri fréttir Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tapa miklu fylgi í Reykjavík Töluverðar breytingar eru á fylgi flokka fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Samfylkingin tapar töluverðu fylgi en Framsóknarflokkurinn er í mikilli sókn ásamt Pírötum. Meirihlutaflokkarnir gætu endurnýjað samstarf sitt. 18. mars 2022 19:30
Framsókn heldur fast í fylgi sitt úr kosningunum Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr með mest fylgi allra flokka á Alþingi samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi flokksins er 21,9 prósent í dag en flokkurinn fékk 24,4 prósent fylgi í Alþingiskosningunum í september. 21. febrúar 2022 14:06
Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu Meirihlutaflokkarnir myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef kosið yrði til borgarstjórnar nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá síðustu kosningum, Píratar sækja í sig veðrið og Framsóknarflokkurinn næði inn manni. 11. febrúar 2022 19:20