Matvælaframleiðendur plata neytendur þegar verðbólga eykst Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 9. apríl 2022 14:28 Spænski seðlabankinn segir að ástandið eigi ekki eftir að batna fyrr en árið 2024. Adrian Samson/Getty Images Verðbólgudraugurinn er kominn á stjá á meginlandi Evrópu. Verðbólgan á Spáni mældist 9,8% í síðasta mánuði og hefur ekki verið meiri í tæp 37 ár. Mörg fyrirtæki grípa í æ meira mæli til þess að minnka pakkningar og magn í stað þess að hækka vöruverð. Aukin verðbólga þýðir allajafna að verðlag hækkar og allt venjulegt launafólk finnur hratt fyrir því þegar verðbólgan eykst. Og fer þá meðvitað að leita að ódýrari valkosti. Þetta vita framleiðendur, og því færist í vöxt að fyrirtæki í stað þess að hækka verð, minnka einfaldlega pakkningarnar. Þetta kallast upp á ensku shrinkflation, sem er samsláttur orðanna að skreppa saman og verðbólga. Kartöfluflögurnar frá Doritos eru orðnar frægt dæmi um þessa aðferð framleiðenda. Fyrir skömmu fækkuðu framleiðendur Doritos flögunum í pokunum um fimm stykki, þannig að nú vegur hver poki 262 grömm en vóg áður 276 grömm. Og neytandinn borgar það sama og áður. Þetta gerðu framleiðendur einfaldlega til þess að bregðast við tæplega 8 prósenta verðbólgu í Bandaríkjunum í febrúar, mestu verðbólgu þar í landi síðan í ársbyrjun 1982. Verðbólgan í hæstu hæðum í ESB Sömu sögu er að segja af Evrópu, verðbólgan í ríkjum Evrópusambandsins mældist 7,5% í síðasta mánuði, það var 2,5 prósentustiga hækkun á milli mánaða og hefur aldrei aukist eins mikið. Hér á Spáni slagar verðbólgan í 2ja stafa tölu, 9,8%, og hefur ekki verið hærri síðan í maí 1985. Spænski seðlabankinn er svartsýnn og segir að ástandið eigi ekki eftir að batna á þessu ári, og reyndar að batamerki fari ekki að sjást fyrr en árið 2024. Það er aðallega þrennt sem veldur þessari miklu verðbólgu: Mikil verðhækkun hráefna, aðallega gass og olíu, alger stöðnun í alþjóðaviðskiptum og svartsýni og neikvæðar væntingar jafnt neytenda sem fyrirtækja. Fyrirtæki minnka pakkningar í stað þess að hækka verð Spænsku neytendasamtökin greina frá því að 7% af þeim vörum sem hafa verið skoðaðar að undanförnu hafa minnkað að umfangi og vigt. Dæmi um þetta er fiskur í niðursuðudósum, jógúrt, chorizo-pylsur, kókómalt, pasta og smjör. Þetta eru smávægilegar breytingar, pylsurnar eru til dæmis 10 grömmum léttari en áður, það eru færri blöð á salernispappírsrúllunni og það er 5 grömmum minna í jógúrtdósunum. Kúnninn tekur hins vegar síður eftir þessu, en ef verðið myndi hækka og því heldur hann frekar tryggð við framleiðandann. Og margt smátt gerir jú eitt stórt. Það sýnir eitt þekktasta dæmið úr hagfræðinni í þessum efnum. Árið 1987 ákvað bandaríska flugfélagið American Airlines að fækka ólívum í salati sem farþegum þess var boðið upp á. Um eina einustu ólívu. Þessi eina ólíva sparaði fyrirtækinu 40.000 dali árlega, andvirði rúmlega 5 milljóna íslenskra króna. Og kúnninn varð einskis var. Verðlag Evrópusambandið Spánn Neytendur Tengdar fréttir Alþjóðagreiðslubankinn býst við langvarandi verðbólgu Agustín Carstens, framkvæmdastjóri Alþjóðagreiðslubankans (BIS), sem er í eigu fjölda seðlabanka um allan heim, segir að „nýtt verðbólguskeið“ sé að renna upp. Hann varar við því að stjórnvöld reiði sig um of á peningustefnu eða ríkisfjármál til að koma böndunum á verðlagshækkanir og kallar eftir stefnumörkun sem miðar að því að auka framleiðslugetu hagkerfa. Þetta kom fram í ræðu sem Carstens flutti fyrr í vikunni og Financial Times greindi frá. 6. apríl 2022 14:49 Verðbólga ekki mælst meiri síðan 2010 Ársverðbólga mælist nú 6,7% en hún var 6,2% í febrúar. Hún hefur ekki mælst meiri síðan í maí 2010. 29. mars 2022 09:03 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Aukin verðbólga þýðir allajafna að verðlag hækkar og allt venjulegt launafólk finnur hratt fyrir því þegar verðbólgan eykst. Og fer þá meðvitað að leita að ódýrari valkosti. Þetta vita framleiðendur, og því færist í vöxt að fyrirtæki í stað þess að hækka verð, minnka einfaldlega pakkningarnar. Þetta kallast upp á ensku shrinkflation, sem er samsláttur orðanna að skreppa saman og verðbólga. Kartöfluflögurnar frá Doritos eru orðnar frægt dæmi um þessa aðferð framleiðenda. Fyrir skömmu fækkuðu framleiðendur Doritos flögunum í pokunum um fimm stykki, þannig að nú vegur hver poki 262 grömm en vóg áður 276 grömm. Og neytandinn borgar það sama og áður. Þetta gerðu framleiðendur einfaldlega til þess að bregðast við tæplega 8 prósenta verðbólgu í Bandaríkjunum í febrúar, mestu verðbólgu þar í landi síðan í ársbyrjun 1982. Verðbólgan í hæstu hæðum í ESB Sömu sögu er að segja af Evrópu, verðbólgan í ríkjum Evrópusambandsins mældist 7,5% í síðasta mánuði, það var 2,5 prósentustiga hækkun á milli mánaða og hefur aldrei aukist eins mikið. Hér á Spáni slagar verðbólgan í 2ja stafa tölu, 9,8%, og hefur ekki verið hærri síðan í maí 1985. Spænski seðlabankinn er svartsýnn og segir að ástandið eigi ekki eftir að batna á þessu ári, og reyndar að batamerki fari ekki að sjást fyrr en árið 2024. Það er aðallega þrennt sem veldur þessari miklu verðbólgu: Mikil verðhækkun hráefna, aðallega gass og olíu, alger stöðnun í alþjóðaviðskiptum og svartsýni og neikvæðar væntingar jafnt neytenda sem fyrirtækja. Fyrirtæki minnka pakkningar í stað þess að hækka verð Spænsku neytendasamtökin greina frá því að 7% af þeim vörum sem hafa verið skoðaðar að undanförnu hafa minnkað að umfangi og vigt. Dæmi um þetta er fiskur í niðursuðudósum, jógúrt, chorizo-pylsur, kókómalt, pasta og smjör. Þetta eru smávægilegar breytingar, pylsurnar eru til dæmis 10 grömmum léttari en áður, það eru færri blöð á salernispappírsrúllunni og það er 5 grömmum minna í jógúrtdósunum. Kúnninn tekur hins vegar síður eftir þessu, en ef verðið myndi hækka og því heldur hann frekar tryggð við framleiðandann. Og margt smátt gerir jú eitt stórt. Það sýnir eitt þekktasta dæmið úr hagfræðinni í þessum efnum. Árið 1987 ákvað bandaríska flugfélagið American Airlines að fækka ólívum í salati sem farþegum þess var boðið upp á. Um eina einustu ólívu. Þessi eina ólíva sparaði fyrirtækinu 40.000 dali árlega, andvirði rúmlega 5 milljóna íslenskra króna. Og kúnninn varð einskis var.
Verðlag Evrópusambandið Spánn Neytendur Tengdar fréttir Alþjóðagreiðslubankinn býst við langvarandi verðbólgu Agustín Carstens, framkvæmdastjóri Alþjóðagreiðslubankans (BIS), sem er í eigu fjölda seðlabanka um allan heim, segir að „nýtt verðbólguskeið“ sé að renna upp. Hann varar við því að stjórnvöld reiði sig um of á peningustefnu eða ríkisfjármál til að koma böndunum á verðlagshækkanir og kallar eftir stefnumörkun sem miðar að því að auka framleiðslugetu hagkerfa. Þetta kom fram í ræðu sem Carstens flutti fyrr í vikunni og Financial Times greindi frá. 6. apríl 2022 14:49 Verðbólga ekki mælst meiri síðan 2010 Ársverðbólga mælist nú 6,7% en hún var 6,2% í febrúar. Hún hefur ekki mælst meiri síðan í maí 2010. 29. mars 2022 09:03 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Alþjóðagreiðslubankinn býst við langvarandi verðbólgu Agustín Carstens, framkvæmdastjóri Alþjóðagreiðslubankans (BIS), sem er í eigu fjölda seðlabanka um allan heim, segir að „nýtt verðbólguskeið“ sé að renna upp. Hann varar við því að stjórnvöld reiði sig um of á peningustefnu eða ríkisfjármál til að koma böndunum á verðlagshækkanir og kallar eftir stefnumörkun sem miðar að því að auka framleiðslugetu hagkerfa. Þetta kom fram í ræðu sem Carstens flutti fyrr í vikunni og Financial Times greindi frá. 6. apríl 2022 14:49
Verðbólga ekki mælst meiri síðan 2010 Ársverðbólga mælist nú 6,7% en hún var 6,2% í febrúar. Hún hefur ekki mælst meiri síðan í maí 2010. 29. mars 2022 09:03