„Hefur ekki hugmynd um hversu erfitt þetta hefur verið“ Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2022 12:00 Tiger Woods er aftur mættur á Masters og lék vel á fyrsta hring þrátt fyrir að eiga erfitt með gang. Getty/Andrew Redington Tiger Woods segir að það sé erfitt fyrir sig að ganga um Augusta-golfvöllinn vegna bílslyssins alvarlega sem hann lenti í fyrir. Hann lék þó vel á fyrsta hring Masters-mótsins í gær. Tiger er í flottum málum á einu höggi undir pari og var í 10. sæti eftir fyrsta hring. Im Sung-jae frá Suður-Kóreu var efstur áður en kylfingar hófu leik í dag, á -5 höggum. „Ég get alveg sveiflað golfkylfu en að ganga er ekki auðvelt. Það er erfitt. Eins og ég hef sagt varðandi þá miklu vinnu sem liggur að baki, varðandi fótinn minn, þá verður þetta erfitt það sem eftir er ævinnar. Þannig er það bara en ég ræð við þetta,“ sagði Tiger við fjölmiðla í gær en eftir bílslysið óttuðust læknar að taka þyrfti annan fótinn af kylfingnum. Klippa: Tiger Woods eftir fyrsta hring á Masters „Ég er mjög heppinn að hafa fengið þetta tækifæri til að spila golf, og ekki bara það heldur spila á Masters og fá svona móttökur. Stemningin var rafmögnuð. Ég hef ekki spilað í svona andrúmslofti síðan ég vann hérna árið 2019 því árið 2020 var COVID og svo spilaði ég ekkert á síðasta ári. Það var stórkostleg tilfinning að hafa alla stuðningsmennina og orkuna frá þeim aftur hérna,“ sagði Tiger sem unnið hefur Masters-risamótið fimm sinnum. Það er fullt af frábærum kylfingum á Masters en enginn nýtur nálægt því sömu vinsælda og Tiger Woods.Getty/Jamie Squire „Ég gerði eitthvað gott í dag“ Tiger sagði ekki auðvelt að lýsa því með orðum hvað hann hefði í raun afrekað með því að snúa aftur á risamót í golfi ári eftir bílslysið: „Fólk hefur ekki hugmynd um hversu erfitt þetta hefur verið. Liðið mitt veit það. Það hefur unnið með mér á hverjum einasta degi,“ sagði Tiger sem lá á sjúkrahúsi í þrjá mánuði eftir slysið. „Við höfum ekki tekið einn frídag eftir þessa þrjá mánuði í rúminu. Vissulega eru sumir dagar auðveldari en aðrir. Suma daga þurfum við að hafa mikið fyrir þessu og aðra ekki. En við gerum alltaf eitthvað. Þetta er skuldbinding til að snúa aftur, og snúa aftur með þeim hætti að mér finnist ég enn geta þetta. Ég gerði eitthvað gott í dag,“ sagði Tiger. Bein útsending frá öðrum degi Masters hefst klukkan 19 á Stöð 2 Golf. Tiger verður þá byrjaður að spila en hann er í ráshóp sem byrjar klukkan 17:40 að íslenskum tíma. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Masters-mótið Bílslys Tigers Woods Golf Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Sjá meira
Tiger er í flottum málum á einu höggi undir pari og var í 10. sæti eftir fyrsta hring. Im Sung-jae frá Suður-Kóreu var efstur áður en kylfingar hófu leik í dag, á -5 höggum. „Ég get alveg sveiflað golfkylfu en að ganga er ekki auðvelt. Það er erfitt. Eins og ég hef sagt varðandi þá miklu vinnu sem liggur að baki, varðandi fótinn minn, þá verður þetta erfitt það sem eftir er ævinnar. Þannig er það bara en ég ræð við þetta,“ sagði Tiger við fjölmiðla í gær en eftir bílslysið óttuðust læknar að taka þyrfti annan fótinn af kylfingnum. Klippa: Tiger Woods eftir fyrsta hring á Masters „Ég er mjög heppinn að hafa fengið þetta tækifæri til að spila golf, og ekki bara það heldur spila á Masters og fá svona móttökur. Stemningin var rafmögnuð. Ég hef ekki spilað í svona andrúmslofti síðan ég vann hérna árið 2019 því árið 2020 var COVID og svo spilaði ég ekkert á síðasta ári. Það var stórkostleg tilfinning að hafa alla stuðningsmennina og orkuna frá þeim aftur hérna,“ sagði Tiger sem unnið hefur Masters-risamótið fimm sinnum. Það er fullt af frábærum kylfingum á Masters en enginn nýtur nálægt því sömu vinsælda og Tiger Woods.Getty/Jamie Squire „Ég gerði eitthvað gott í dag“ Tiger sagði ekki auðvelt að lýsa því með orðum hvað hann hefði í raun afrekað með því að snúa aftur á risamót í golfi ári eftir bílslysið: „Fólk hefur ekki hugmynd um hversu erfitt þetta hefur verið. Liðið mitt veit það. Það hefur unnið með mér á hverjum einasta degi,“ sagði Tiger sem lá á sjúkrahúsi í þrjá mánuði eftir slysið. „Við höfum ekki tekið einn frídag eftir þessa þrjá mánuði í rúminu. Vissulega eru sumir dagar auðveldari en aðrir. Suma daga þurfum við að hafa mikið fyrir þessu og aðra ekki. En við gerum alltaf eitthvað. Þetta er skuldbinding til að snúa aftur, og snúa aftur með þeim hætti að mér finnist ég enn geta þetta. Ég gerði eitthvað gott í dag,“ sagði Tiger. Bein útsending frá öðrum degi Masters hefst klukkan 19 á Stöð 2 Golf. Tiger verður þá byrjaður að spila en hann er í ráshóp sem byrjar klukkan 17:40 að íslenskum tíma. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Masters-mótið Bílslys Tigers Woods Golf Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Sjá meira