Fjórða alvarlega skíðaslysið á Tröllaskaga á innan við mánuði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. apríl 2022 13:07 Fjallaskíðamaður í nágrenni Dalvíkur. Getty Slysið sem varð í Svarfaðardal í gær var fjórða alvarlega slysið á Tröllaskaga á innan við mánuði sem tengist skíðamönnum. Björgunarsveitarmaður hvetur skíðamenn til að umgangast svæðið af varkárni. Í slysunum fjórum hafa erlendir skíðamenn verið á skíðum í fjalllendinu á Tröllaskaga. Í öllum tilvikum hefur verið um skíðamenn að ræða sem ganga á fjöll til þess að renna sér niður, en ekki svokallaða þyrluskíðamenn sem eru ferjaðir upp á fjöll með þyrlum. Erlendur ferðamaður lést í slysinu í gær eftir að snjóflóð féll í Skeiðsfjalli í Svarfaðardal. Fjölmennt lið björgunarsveita var kallað út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ferðafélagar mannsins lentu einnig í flóðinu og voru þeir fluttir á sjúkrahús. Tvö í nágrenni Dalvíkur, eitt í Ólafsfirði og eitt í Siglufirði Sem fyrr segir er þetta fjórða slysið á Tröllaskaga þar sem koma hefur þurft erlendum skíðamönnum til bjargar. Þann 16. mars síðastliðinn var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna ferðamanns á fjallaskíðum í nágrenni Ólafsfjarðar. Fjöllin við Ólafsfjörð eru vinsælir áfangastaðir fjallaskíðamanna.Vísir/Atli Hann var fluttur með þyrlunni á Landspítalann. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða bandarískan ferðamann á þrítugsaldri sem var hér á landi í brúðkaupsferð. Varð hann fyrir mjög alvarlegum meiðslum í slysinu. Stendur til að flytja hann til Bandaríkjanna á næstu dögum ef unnt reynist, þar sem hans bíður erfið endurhæfing. Í síðustu viku var þyrla Landhelgisgæslunnar aftur kölluð út á Tröllaskaga vegna skíðamanns sem slasaðist á skíðum í fjallendi, nú í Karlsárdal, norður af Dalvík. Var hann fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru björgunarsveitir einnig kallaðir út í síðustu viku í Siglufirði vegna sambærilegs slyss, þar sem erlendur ferðamaður á skíðum rann töluverða vegalengd í fjallendi. Björgunarsveitir voru kallaðar út auk þess sem að þyrla á vegum ferðaþjónustaðila var kölluð til aðstoðar. Hætturnar til staðar á Tröllaskaga Reimar Viðarsson er meðlimur í björgunarsveit Dalvíkur auk þess sem að hann situr í aðgerðarstjórn almannavarna á Norðurlandi eystra. „Hætturnar eru þarna klárlega á öllum Tröllaskaga,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann kom að aðgerðum í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út í verkefni á Tröllaskaga í þrígang að undanförnu.Vísir/Jóhann „Þetta er ekki snjómikið flóð. Snjórinn sem er fyrir er alveg glerharður og háll. Svo þessi litli snjór sem hefur snjóað núna síðustu tvo til þrjá daga, hann hefur enga bindingu, hann er laus,“ segir hann um aðstæður á vettvangu slyssins í gær. Slysin fjögur hafa öll átt sér stað á innan við mánuði. Fjallaskíðamennska á Tröllaskaga nýtur vaxandi vinsælda.Getty „Þetta er óvenju mikið en það eru aðstæðurnar. Veturinn hefur verið frekar snjóléttur og það hlánaði þarna duglega þannig að undirlagið er alveg glerhart og menn eru einfaldlega bara að detta,“ segir Reimar um slysin sem hafa átt það til að gerast ofarlega í fjöllunum. „Það hefur verið að gerast frekar ofarlega, menn eru bara rétt að leggja af stað,“ segir Reimar. „Þetta eru alvarleg slys á fólki í þessum tilfellum“. Ekki óþjálfað fólk Í öllum tilfellum er um að ræða erlenda ferðamenn sem eru á eigin vegum í hlíðum fjallana í Tröllaskaga, sem eru orðin vinsæll áfangastaður fjallaskíðamanna. „Það þarf að hafa það í huga á þessum árstíma eru þetta útlendingar sem eru að skíða, segir Reimar.“ Yfirleitt er um reynda ferðalanga um að ræða en Íslendingar eru lítið á ferðinni á þessum slóðum á þessum tíma árs, þó reiknað sé með einhverjum fjölda Íslendinga á svæðið yfir páskana. Fjallaskíðamennska hefur færst í aukana á Íslandi undanfarin ár.Vísir/Vilhelm „Það er ekki hægt að segja að þetta sé óþjálfað fólk. Staðan er bara þannig að ástandið á Tröllaskaganum er þannig að það er hættulegt að skíða þar,“ segir Reimar. Hvetur hann alla þá sem hafa í hyggju að stunda fjallaskíði á Tröllaskaga að undirbúa ferðina vel. Mikilvægt sé að meta aðstæður hverju sinni. „Þetta er fallegt svæði og það er fallegt að skíða þarna. Við hvetjum fólk til að fara varlega, gera ferðaáætlanir og skilja eftir upplýsingar um hvaða dag það ætlar að fara og hvernig það sé búið.“ Þá hvetur hann einnig ferðaþjónustufyrirtæki sem eru að þjónusta erlenda fjallaskíðamenn til að leiðbeina þeim eins og kostur er. „Svo hvetjum við ferðaþjónustuaðila sem eru að þjónusta ferðamennina sem geta kannski ekki lesið sér til á íslensku inni á Veðurstofunni og svo framvegis um að upplýsa sína gesti um stöðuna, hvernig snjóalög eru og svo framvegis,“ segir Reimar. Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Ferðamennska á Íslandi Skíðaíþróttir Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Tengdar fréttir Komu erlendum ferðamanni á fjallaskíðum til bjargar Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum í dag vegna erlends ferðamanns á fjallaskíðum í nágrenni Ólafsfjarðar. Tilkynnt hafði verið um skíðamanninn um hádegisbil en sá hafði farið upp frá Vermundarstöðum skammt frá Ólafsfirði og ekki skilað sér niður á áætluðum tíma. 16. mars 2022 16:27 Þyrlan sótti skíðamann í Karlsárdal Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag til að flytja skíðamann sem slasaðist í fjöllunum inn af Karlsá, norðan Dalvíkur. 30. mars 2022 17:25 Lést í snjóflóðinu í gær Karlmaður lést í snjóflóðinu sem féll í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur í gærkvöldi. Þrír lentu í flóðinu en um er að ræða bandaríska ferðamenn sem allir fæddust árið 1988. Allir hlutu þeir alvarlega áverka í slysinu og var einn þeirra látinn þegar að var komið. 8. apríl 2022 09:58 Allir þrír sem lentu í snjóflóðinu af erlendu bergi brotnir Þrír menn lentu í snjóflóði í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur um klukkan sjö í kvöld. Þeir eru allir af erlendu bergi brotnir. Tveir þeirra eru slasaðir, annar var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri og hinir tveir með sjúkrabílum á sjúkrahúsið. 7. apríl 2022 20:13 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Í slysunum fjórum hafa erlendir skíðamenn verið á skíðum í fjalllendinu á Tröllaskaga. Í öllum tilvikum hefur verið um skíðamenn að ræða sem ganga á fjöll til þess að renna sér niður, en ekki svokallaða þyrluskíðamenn sem eru ferjaðir upp á fjöll með þyrlum. Erlendur ferðamaður lést í slysinu í gær eftir að snjóflóð féll í Skeiðsfjalli í Svarfaðardal. Fjölmennt lið björgunarsveita var kallað út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ferðafélagar mannsins lentu einnig í flóðinu og voru þeir fluttir á sjúkrahús. Tvö í nágrenni Dalvíkur, eitt í Ólafsfirði og eitt í Siglufirði Sem fyrr segir er þetta fjórða slysið á Tröllaskaga þar sem koma hefur þurft erlendum skíðamönnum til bjargar. Þann 16. mars síðastliðinn var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna ferðamanns á fjallaskíðum í nágrenni Ólafsfjarðar. Fjöllin við Ólafsfjörð eru vinsælir áfangastaðir fjallaskíðamanna.Vísir/Atli Hann var fluttur með þyrlunni á Landspítalann. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða bandarískan ferðamann á þrítugsaldri sem var hér á landi í brúðkaupsferð. Varð hann fyrir mjög alvarlegum meiðslum í slysinu. Stendur til að flytja hann til Bandaríkjanna á næstu dögum ef unnt reynist, þar sem hans bíður erfið endurhæfing. Í síðustu viku var þyrla Landhelgisgæslunnar aftur kölluð út á Tröllaskaga vegna skíðamanns sem slasaðist á skíðum í fjallendi, nú í Karlsárdal, norður af Dalvík. Var hann fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru björgunarsveitir einnig kallaðir út í síðustu viku í Siglufirði vegna sambærilegs slyss, þar sem erlendur ferðamaður á skíðum rann töluverða vegalengd í fjallendi. Björgunarsveitir voru kallaðar út auk þess sem að þyrla á vegum ferðaþjónustaðila var kölluð til aðstoðar. Hætturnar til staðar á Tröllaskaga Reimar Viðarsson er meðlimur í björgunarsveit Dalvíkur auk þess sem að hann situr í aðgerðarstjórn almannavarna á Norðurlandi eystra. „Hætturnar eru þarna klárlega á öllum Tröllaskaga,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann kom að aðgerðum í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út í verkefni á Tröllaskaga í þrígang að undanförnu.Vísir/Jóhann „Þetta er ekki snjómikið flóð. Snjórinn sem er fyrir er alveg glerharður og háll. Svo þessi litli snjór sem hefur snjóað núna síðustu tvo til þrjá daga, hann hefur enga bindingu, hann er laus,“ segir hann um aðstæður á vettvangu slyssins í gær. Slysin fjögur hafa öll átt sér stað á innan við mánuði. Fjallaskíðamennska á Tröllaskaga nýtur vaxandi vinsælda.Getty „Þetta er óvenju mikið en það eru aðstæðurnar. Veturinn hefur verið frekar snjóléttur og það hlánaði þarna duglega þannig að undirlagið er alveg glerhart og menn eru einfaldlega bara að detta,“ segir Reimar um slysin sem hafa átt það til að gerast ofarlega í fjöllunum. „Það hefur verið að gerast frekar ofarlega, menn eru bara rétt að leggja af stað,“ segir Reimar. „Þetta eru alvarleg slys á fólki í þessum tilfellum“. Ekki óþjálfað fólk Í öllum tilfellum er um að ræða erlenda ferðamenn sem eru á eigin vegum í hlíðum fjallana í Tröllaskaga, sem eru orðin vinsæll áfangastaður fjallaskíðamanna. „Það þarf að hafa það í huga á þessum árstíma eru þetta útlendingar sem eru að skíða, segir Reimar.“ Yfirleitt er um reynda ferðalanga um að ræða en Íslendingar eru lítið á ferðinni á þessum slóðum á þessum tíma árs, þó reiknað sé með einhverjum fjölda Íslendinga á svæðið yfir páskana. Fjallaskíðamennska hefur færst í aukana á Íslandi undanfarin ár.Vísir/Vilhelm „Það er ekki hægt að segja að þetta sé óþjálfað fólk. Staðan er bara þannig að ástandið á Tröllaskaganum er þannig að það er hættulegt að skíða þar,“ segir Reimar. Hvetur hann alla þá sem hafa í hyggju að stunda fjallaskíði á Tröllaskaga að undirbúa ferðina vel. Mikilvægt sé að meta aðstæður hverju sinni. „Þetta er fallegt svæði og það er fallegt að skíða þarna. Við hvetjum fólk til að fara varlega, gera ferðaáætlanir og skilja eftir upplýsingar um hvaða dag það ætlar að fara og hvernig það sé búið.“ Þá hvetur hann einnig ferðaþjónustufyrirtæki sem eru að þjónusta erlenda fjallaskíðamenn til að leiðbeina þeim eins og kostur er. „Svo hvetjum við ferðaþjónustuaðila sem eru að þjónusta ferðamennina sem geta kannski ekki lesið sér til á íslensku inni á Veðurstofunni og svo framvegis um að upplýsa sína gesti um stöðuna, hvernig snjóalög eru og svo framvegis,“ segir Reimar.
Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Ferðamennska á Íslandi Skíðaíþróttir Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Tengdar fréttir Komu erlendum ferðamanni á fjallaskíðum til bjargar Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum í dag vegna erlends ferðamanns á fjallaskíðum í nágrenni Ólafsfjarðar. Tilkynnt hafði verið um skíðamanninn um hádegisbil en sá hafði farið upp frá Vermundarstöðum skammt frá Ólafsfirði og ekki skilað sér niður á áætluðum tíma. 16. mars 2022 16:27 Þyrlan sótti skíðamann í Karlsárdal Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag til að flytja skíðamann sem slasaðist í fjöllunum inn af Karlsá, norðan Dalvíkur. 30. mars 2022 17:25 Lést í snjóflóðinu í gær Karlmaður lést í snjóflóðinu sem féll í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur í gærkvöldi. Þrír lentu í flóðinu en um er að ræða bandaríska ferðamenn sem allir fæddust árið 1988. Allir hlutu þeir alvarlega áverka í slysinu og var einn þeirra látinn þegar að var komið. 8. apríl 2022 09:58 Allir þrír sem lentu í snjóflóðinu af erlendu bergi brotnir Þrír menn lentu í snjóflóði í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur um klukkan sjö í kvöld. Þeir eru allir af erlendu bergi brotnir. Tveir þeirra eru slasaðir, annar var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri og hinir tveir með sjúkrabílum á sjúkrahúsið. 7. apríl 2022 20:13 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Komu erlendum ferðamanni á fjallaskíðum til bjargar Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum í dag vegna erlends ferðamanns á fjallaskíðum í nágrenni Ólafsfjarðar. Tilkynnt hafði verið um skíðamanninn um hádegisbil en sá hafði farið upp frá Vermundarstöðum skammt frá Ólafsfirði og ekki skilað sér niður á áætluðum tíma. 16. mars 2022 16:27
Þyrlan sótti skíðamann í Karlsárdal Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag til að flytja skíðamann sem slasaðist í fjöllunum inn af Karlsá, norðan Dalvíkur. 30. mars 2022 17:25
Lést í snjóflóðinu í gær Karlmaður lést í snjóflóðinu sem féll í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur í gærkvöldi. Þrír lentu í flóðinu en um er að ræða bandaríska ferðamenn sem allir fæddust árið 1988. Allir hlutu þeir alvarlega áverka í slysinu og var einn þeirra látinn þegar að var komið. 8. apríl 2022 09:58
Allir þrír sem lentu í snjóflóðinu af erlendu bergi brotnir Þrír menn lentu í snjóflóði í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur um klukkan sjö í kvöld. Þeir eru allir af erlendu bergi brotnir. Tveir þeirra eru slasaðir, annar var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri og hinir tveir með sjúkrabílum á sjúkrahúsið. 7. apríl 2022 20:13