Aðstoðarmaður Mourinhos kærður vegna kverkataks í göngunum Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2022 14:30 Bodo Glimt vs AS Roma epa09876681 Roma's coach Jose Mourinho (L), Roma's Nicola Zalewski (C) and Bodo Glimt's coach Kjetil Knutsen (R) during the UEFA Conference League quarter final, first leg soccer match between Bodo Glimt and AS Roma at Aspmyra stadium in Bodo, norway, 07 April 2022. EPA-EFE/Mats Torbergsen NORWAY OUT Forráðamenn norska knattspyrnufélagsins Bodö/Glimt hafa nú ákveðið að kæra Nuno Santos, markmannsþjálfara Roma, vegna árásar á Kjetil Knutsen, þjálfara norska liðsins, eftir 2-1 tap Roma í Noregi í gærkvöld. Atvikið náðist á myndband. Liðin áttust við í 8-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í gær og mætast aftur í Róm í næstu viku. Þau áttust einnig við í riðlakeppni keppninnar, þar sem Bodö/Glimt vann ótrúlegan 6-1 sigur áður en liðin gerðu svo 2-2 jafntefli í Róm. Spennan á milli liðanna virðist hafa aukist með hverjum leiknum og upp úr sauð þegar liðin höfðu gengið af velli í Noregi í gærkvöld. Knutsen segir Santos, einn af aðstoðarmönnum José Mourinho þjálfara Roma, hafa tekið sig kverkataki. Samkvæmt norskum fjölmiðlum er til myndband af atvikinu sem óskað hefur verið eftir að UEFA geri opinbert. Knutsen sagði við fjölmiðla eftir leik í gærkvöld að Santos hefði raunar ítrekað hagað sér illa á meðan á leiknum stóð, og að yfir þessu hefði hann kvartað við fjórða dómara leiksins. „Þetta náði hápunkti með líkamlegri árás á mig í leikmannagöngunum,“ sagði Knutsen við VG í dag. „Vanalega er ég þannig gerður að vilja víkja mér undan. Að þessu sinni varð ég fyrir líkamlegri árás. Hann greip um hálsinn á mér og skellti mér utan í vegginn. Það var bara eðlilegt að ég reyndi að verja mig,“ sagði Knutsen en útskýrði ekki nánar hvernig hann hefði varið sig. Lorenzo Pellegrini, fyrirliði Roma, sagði aftur á móti eftir leik að það hefði verið Knutsen sem réðist á Santos. Lögreglan í Bodö segir ljóst að hún muni þurfa aðstoð vegna málsins, varðandi yfirheyrslur og sönnunargögn, þar sem að Santos sé portúgalskur ríkisborgari sem sé búsettur á Ítalíu. Norski boltinn Sambandsdeild Evrópu Ítalski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Sjá meira
Liðin áttust við í 8-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í gær og mætast aftur í Róm í næstu viku. Þau áttust einnig við í riðlakeppni keppninnar, þar sem Bodö/Glimt vann ótrúlegan 6-1 sigur áður en liðin gerðu svo 2-2 jafntefli í Róm. Spennan á milli liðanna virðist hafa aukist með hverjum leiknum og upp úr sauð þegar liðin höfðu gengið af velli í Noregi í gærkvöld. Knutsen segir Santos, einn af aðstoðarmönnum José Mourinho þjálfara Roma, hafa tekið sig kverkataki. Samkvæmt norskum fjölmiðlum er til myndband af atvikinu sem óskað hefur verið eftir að UEFA geri opinbert. Knutsen sagði við fjölmiðla eftir leik í gærkvöld að Santos hefði raunar ítrekað hagað sér illa á meðan á leiknum stóð, og að yfir þessu hefði hann kvartað við fjórða dómara leiksins. „Þetta náði hápunkti með líkamlegri árás á mig í leikmannagöngunum,“ sagði Knutsen við VG í dag. „Vanalega er ég þannig gerður að vilja víkja mér undan. Að þessu sinni varð ég fyrir líkamlegri árás. Hann greip um hálsinn á mér og skellti mér utan í vegginn. Það var bara eðlilegt að ég reyndi að verja mig,“ sagði Knutsen en útskýrði ekki nánar hvernig hann hefði varið sig. Lorenzo Pellegrini, fyrirliði Roma, sagði aftur á móti eftir leik að það hefði verið Knutsen sem réðist á Santos. Lögreglan í Bodö segir ljóst að hún muni þurfa aðstoð vegna málsins, varðandi yfirheyrslur og sönnunargögn, þar sem að Santos sé portúgalskur ríkisborgari sem sé búsettur á Ítalíu.
Norski boltinn Sambandsdeild Evrópu Ítalski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Sjá meira