Hvert verk lofar sig sjálft Ingibjörg Isaksen skrifar 10. apríl 2022 07:31 Þær langþráðu og ánægjulegu fréttir hafa nú borist frá Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra að búið sé að undirrita langtímasamninga um rekstur hjúkrunarheimila milli Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sjúkratrygginga Íslands. Samningarnir eru til þriggja ára og er heildarupphæð þeirra tæpir 130 milljarðar. Aukið fjármagn og betri þjónusta Á samningstímanum á að vinna að verkefnum sem miða að því að bæta rekstrarumhverfi heimilanna til framtíðar og auka gæði í þjónustu. Samkvæmt nýjum samningum á að auka fjármagn til hjúkrunarheimila og bæta þjónustu við íbúa. Efla á þjónustu við þá einstaklinga sem þurfa hvað mesta umönnun með auknum framlögum í útlagasjóð og þá er áframhaldandi aukafjárveiting til lítilla hjúkrunarheimila tryggð. Í samningunum er einnig kveðið á um að styrkja úrræði fyrir yngri einstaklinga sem þurfa á þjónustu hjúkrunarheimila að halda og þá sem glíma við geð- og fíknisjúkdóma. Hér er um að ræða mikilvæga samninga sem stíga skref í að þróa áfram þá mikilvægu þjónustu sem eldra fólk á skilið að fá. Markmiði á ávallt að vera að veita góða þjónustu og tryggja öryggi íbúa. Þessir samningar sýna að sú er stefnan. Horft til framtíðar Þá er það einnig gleðiefni að samningsaðilar hafi samþykkt að setjast að borðinu með heilbrigðisráðuneytinu til að ræða þróun starfsemi hjúkrunarheimila með vinnuhópnum um endurskoðun á mats- og greiðslukerfi til hjúkrunarheimila. Með vinnuhópnum er verið að horfa til lengri tíma varðandi þá þjónustu sem veitt er á hjúkrunarheimilum og hvernig sú þjónusta muni þróast til framtíðar. Sérstaklega mikilvægt er að skoða tengingu greiðslna við gæðavísa til að skoða hvernig bæta megi breyttum kröfum um gæði og þjónustu. Þá ætlar heilbrigðisráðuneytið beita sér fyrir því að skoða fyrirkomulag húsnæðismála hjúkrunarheimila, hér er um að ræða mjög spennandi og mikilvægt verkefni og áhugavert verður að fylgjast með þeirri vinnu. Langþráður stöðugleiki Þessir samningar marka mikilvæg tímamót, en nú eru loksins í gildi samningar til lengri tíma við rekstraraðila allra þeirra 45 hjúkrunarheimila sem starfa víðs vegar um landið samkvæmt samningum við Sjúkratryggingar Íslands. Þá er það þýðingarmikið að samningarnir eru gerðir í góðri sátt. Með saminginunum hafa náðst veigamikil markmið um stöðugleika og fyrirsjáanleika varðandi þá þjónustu sem veitt er á hjúkrunarheimilunum, því ber að fagna. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Heilbrigðismál Ingibjörg Ólöf Isaksen Hjúkrunarheimili Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Sjá meira
Þær langþráðu og ánægjulegu fréttir hafa nú borist frá Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra að búið sé að undirrita langtímasamninga um rekstur hjúkrunarheimila milli Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sjúkratrygginga Íslands. Samningarnir eru til þriggja ára og er heildarupphæð þeirra tæpir 130 milljarðar. Aukið fjármagn og betri þjónusta Á samningstímanum á að vinna að verkefnum sem miða að því að bæta rekstrarumhverfi heimilanna til framtíðar og auka gæði í þjónustu. Samkvæmt nýjum samningum á að auka fjármagn til hjúkrunarheimila og bæta þjónustu við íbúa. Efla á þjónustu við þá einstaklinga sem þurfa hvað mesta umönnun með auknum framlögum í útlagasjóð og þá er áframhaldandi aukafjárveiting til lítilla hjúkrunarheimila tryggð. Í samningunum er einnig kveðið á um að styrkja úrræði fyrir yngri einstaklinga sem þurfa á þjónustu hjúkrunarheimila að halda og þá sem glíma við geð- og fíknisjúkdóma. Hér er um að ræða mikilvæga samninga sem stíga skref í að þróa áfram þá mikilvægu þjónustu sem eldra fólk á skilið að fá. Markmiði á ávallt að vera að veita góða þjónustu og tryggja öryggi íbúa. Þessir samningar sýna að sú er stefnan. Horft til framtíðar Þá er það einnig gleðiefni að samningsaðilar hafi samþykkt að setjast að borðinu með heilbrigðisráðuneytinu til að ræða þróun starfsemi hjúkrunarheimila með vinnuhópnum um endurskoðun á mats- og greiðslukerfi til hjúkrunarheimila. Með vinnuhópnum er verið að horfa til lengri tíma varðandi þá þjónustu sem veitt er á hjúkrunarheimilum og hvernig sú þjónusta muni þróast til framtíðar. Sérstaklega mikilvægt er að skoða tengingu greiðslna við gæðavísa til að skoða hvernig bæta megi breyttum kröfum um gæði og þjónustu. Þá ætlar heilbrigðisráðuneytið beita sér fyrir því að skoða fyrirkomulag húsnæðismála hjúkrunarheimila, hér er um að ræða mjög spennandi og mikilvægt verkefni og áhugavert verður að fylgjast með þeirri vinnu. Langþráður stöðugleiki Þessir samningar marka mikilvæg tímamót, en nú eru loksins í gildi samningar til lengri tíma við rekstraraðila allra þeirra 45 hjúkrunarheimila sem starfa víðs vegar um landið samkvæmt samningum við Sjúkratryggingar Íslands. Þá er það þýðingarmikið að samningarnir eru gerðir í góðri sátt. Með saminginunum hafa náðst veigamikil markmið um stöðugleika og fyrirsjáanleika varðandi þá þjónustu sem veitt er á hjúkrunarheimilunum, því ber að fagna. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar