Skíðlogar enn í flokkunarstöðinni: „Það er hellings eldur enn þá í þessu“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. apríl 2022 23:12 Það skíðlogar enn í hreinsistöðinni. Aðsend Mikill eldur logar enn í flokkunarstöð í Reykjanesbæ en eldurinn kviknaði skömmu fyrir hádegi í dag. Varðstjóri gerir ráð fyrir því að slökkvistarf geti staðið fram til morguns. Bruninn varð í flokkunarstöð Íslenska Gámafélagsins við Helguvík. Mikinn reyk lagði yfir svæðið og lögregla varaði við því að reykurinn væri afar eitraður. Íbúar í Garði voru beðnir um að vera skjólmegin við reykinn og loka gluggum. Víkurfréttir birtu myndband af eldsvoðanum á Facebook síðu sinni þar sem eldhafið í kvöld sést greinilega. Slökkviliðið viðraði áhyggjur af því að eldurinn kæmist í stóran timburhaug sem stóð við húsið og það virðist einmitt hafa gerst, sem torveldar slökkvistarf töluvert. „Það er spýtnahrúga, sem þeir eru eitthvað að endurnýta, og þetta er bara risafjall af spýtum sem logar í og eldurinn fór í í dag. Það er bara verið að krabba og bleyta og bleyta og bleyta. Þannig að við erum alveg með töluverðan mannskap og tankbíl líka frá Grindavík,“ segir Herbert Eyjólfsson varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja. Hann segir að húsið sé löngu orðið handónýtt og nú snúist slökkvistarfið að því að slökkva í timburhaugnum. Til þess noti slökkviliðið vinnuvélar, losa viðinn og brakið í sundur til að hægt sé að koma vatni að. „Það logar alveg rosalega í þessu. Þannig að það er bara hellings eldur enn þá í þessu. Við verðum örugglega alveg til morguns og inn í daginn líka,“ segir Herbert. Aðspurður hefur hann ekki áhyggjur af því að eldur fari yfir í nærliggjandi hús en eldur hefur eitthvað borist í gróður við flokkunarstöðina. Það hafi þó verið slökkt jafnóðum. Mikinn reyk lagði yfir svæðið í dag og í kvöld.Lögreglan á Suðurnesjum Reykjanesbær Slökkvilið Tengdar fréttir Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Sjá meira
Bruninn varð í flokkunarstöð Íslenska Gámafélagsins við Helguvík. Mikinn reyk lagði yfir svæðið og lögregla varaði við því að reykurinn væri afar eitraður. Íbúar í Garði voru beðnir um að vera skjólmegin við reykinn og loka gluggum. Víkurfréttir birtu myndband af eldsvoðanum á Facebook síðu sinni þar sem eldhafið í kvöld sést greinilega. Slökkviliðið viðraði áhyggjur af því að eldurinn kæmist í stóran timburhaug sem stóð við húsið og það virðist einmitt hafa gerst, sem torveldar slökkvistarf töluvert. „Það er spýtnahrúga, sem þeir eru eitthvað að endurnýta, og þetta er bara risafjall af spýtum sem logar í og eldurinn fór í í dag. Það er bara verið að krabba og bleyta og bleyta og bleyta. Þannig að við erum alveg með töluverðan mannskap og tankbíl líka frá Grindavík,“ segir Herbert Eyjólfsson varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja. Hann segir að húsið sé löngu orðið handónýtt og nú snúist slökkvistarfið að því að slökkva í timburhaugnum. Til þess noti slökkviliðið vinnuvélar, losa viðinn og brakið í sundur til að hægt sé að koma vatni að. „Það logar alveg rosalega í þessu. Þannig að það er bara hellings eldur enn þá í þessu. Við verðum örugglega alveg til morguns og inn í daginn líka,“ segir Herbert. Aðspurður hefur hann ekki áhyggjur af því að eldur fari yfir í nærliggjandi hús en eldur hefur eitthvað borist í gróður við flokkunarstöðina. Það hafi þó verið slökkt jafnóðum. Mikinn reyk lagði yfir svæðið í dag og í kvöld.Lögreglan á Suðurnesjum
Reykjanesbær Slökkvilið Tengdar fréttir Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Sjá meira
Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28