Sjáðu stórbrotna auglýsingu Hannesar: Áflog í uppsiglingu og Óskar á hvítum hesti Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2022 12:02 Stjörnumaðurinn Óskar Örn Hauksson er á meðal þeirra sem leika í auglýsingunni. Skjáskot Á kynningarfundi Bestu deildarinnar í dag var frumsýnd ný auglýsing úr smiðju Hannesar Þórs Halldórssonar, leikjahæsta landsliðsmarkvarðar Íslands frá upphafi. Þjálfarar og leikmenn deildarinnar eru þar í aðalhlutverkum. Hannes skrifaði handritið að auglýsingunni og leikstýrði mörgum af helstu stjörnum Bestu deildanna í ár sem þar með þurftu að spreyta sig á sviði leiklistarinnar, í dimmum bílakjallara þar sem allt virtist ætla að sjóða upp úr. Sjón er sögu ríkari: Klippa: Auglýsing Hannesar um Bestu deildina Auk leikmanna og þjálfara koma fyrir í auglýsingunni fleiri aðilar sem á einhvern hátt tengjast íslenskum fótbolta. Hannes viðurkennir að það hafi verið krefjandi að leikstýra óreyndum hópi fólks og fá fólk langt út fyrir sinn þægindaramma: „Þetta er mjög flókið verkefni en spennandi á sama tíma. Þú ert með gríðarlega mikið magn af óreyndum leikurum sem gerir þetta extra krefjandi. Þá er líka mjög erfitt að ná öllum leikmönnum, þjálfurum og öðrum þátttakendum saman yfir eina helgi, þannig að þetta var heljarinnar púsluspil,“ segir Hannes. „Það þurfti alveg að sannfæra nokkuð marga um þetta ætti eftir að verða mjög flott enda allt öðruvísi að lesa hluti í handriti en að sjá þá raungerast á skjánum. Sem dæmi var alveg smá kómískt þegar ég hringdi í Óskar Örn Hauksson og spurði hvort að hann væri ekki til í að vera ber að ofan málaður í framan á hvítum hesti,“ segir Hannes. Gefur tóninn fyrir sumarið „Við höfðum samband við Hannes í haust um að leggja okkur lið við gerð á auglýsingu fyrir Bestu deildina,“ segir Björn Þór Ingason, markaðsstjóri ÍTF. „Hannes tók vel í þá bón og fljótlega kom upp þessi hugmynd sem okkur leist strax mjög vel á. Okkur fannst mjög mikilvægt að fylgja eftir nýja vörumerkinu með flottri auglýsingu sem myndi setja tóninn fyrir sumarið,“ segir Björn og bætir við: „Markmiðið var líka að létta aðeins stemmninguna í kringum fótboltann og þó svo að auglýsingin sé í mjög harðgerðu umhverfi er hún á léttu nótunum. Við unnum út frá því frá upphafi að forðast það að búa til þessa týpísku fótboltaauglýsingu og mér finnst Hannesi hafa tekist einstaklega vel til við það.“ Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Bein útsending: Besta deildin og spáin kynnt Kynningarfundur ÍTF vegna Bestu deildar karla í fótbolta var í beinni útsendingu á Vísi nú í hádeginu. 12. apríl 2022 11:30 Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Hannes skrifaði handritið að auglýsingunni og leikstýrði mörgum af helstu stjörnum Bestu deildanna í ár sem þar með þurftu að spreyta sig á sviði leiklistarinnar, í dimmum bílakjallara þar sem allt virtist ætla að sjóða upp úr. Sjón er sögu ríkari: Klippa: Auglýsing Hannesar um Bestu deildina Auk leikmanna og þjálfara koma fyrir í auglýsingunni fleiri aðilar sem á einhvern hátt tengjast íslenskum fótbolta. Hannes viðurkennir að það hafi verið krefjandi að leikstýra óreyndum hópi fólks og fá fólk langt út fyrir sinn þægindaramma: „Þetta er mjög flókið verkefni en spennandi á sama tíma. Þú ert með gríðarlega mikið magn af óreyndum leikurum sem gerir þetta extra krefjandi. Þá er líka mjög erfitt að ná öllum leikmönnum, þjálfurum og öðrum þátttakendum saman yfir eina helgi, þannig að þetta var heljarinnar púsluspil,“ segir Hannes. „Það þurfti alveg að sannfæra nokkuð marga um þetta ætti eftir að verða mjög flott enda allt öðruvísi að lesa hluti í handriti en að sjá þá raungerast á skjánum. Sem dæmi var alveg smá kómískt þegar ég hringdi í Óskar Örn Hauksson og spurði hvort að hann væri ekki til í að vera ber að ofan málaður í framan á hvítum hesti,“ segir Hannes. Gefur tóninn fyrir sumarið „Við höfðum samband við Hannes í haust um að leggja okkur lið við gerð á auglýsingu fyrir Bestu deildina,“ segir Björn Þór Ingason, markaðsstjóri ÍTF. „Hannes tók vel í þá bón og fljótlega kom upp þessi hugmynd sem okkur leist strax mjög vel á. Okkur fannst mjög mikilvægt að fylgja eftir nýja vörumerkinu með flottri auglýsingu sem myndi setja tóninn fyrir sumarið,“ segir Björn og bætir við: „Markmiðið var líka að létta aðeins stemmninguna í kringum fótboltann og þó svo að auglýsingin sé í mjög harðgerðu umhverfi er hún á léttu nótunum. Við unnum út frá því frá upphafi að forðast það að búa til þessa týpísku fótboltaauglýsingu og mér finnst Hannesi hafa tekist einstaklega vel til við það.“
Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Bein útsending: Besta deildin og spáin kynnt Kynningarfundur ÍTF vegna Bestu deildar karla í fótbolta var í beinni útsendingu á Vísi nú í hádeginu. 12. apríl 2022 11:30 Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Bein útsending: Besta deildin og spáin kynnt Kynningarfundur ÍTF vegna Bestu deildar karla í fótbolta var í beinni útsendingu á Vísi nú í hádeginu. 12. apríl 2022 11:30
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti