Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. apríl 2022 13:18 Rishi Sunak fjármálaráðherra og Boris Johnson forsætisráðherra eru meðal þeirra sem verða sektaðir. Getty/Dan Kitwood Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. „Forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann fengu í dag tilkynningu um að Lundúnalögreglan ætli að gefa út sektir gegn þeim. Við höfum ekki frekari upplýsingar en munum uppfæra ykkur þegar við höfum þær,“ sagði talsmaðurinn að því er kemur fram í frétt Guardian. Boris Johnson and Rishi Sunak have broken the law and repeatedly lied to the British public. They must both resign.The Conservatives are totally unfit to govern. Britain deserves better.— Keir Starmer (@Keir_Starmer) April 12, 2022 Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins, segir bæði Johnson og Sunak hafa brotið lög og að þeir hafi ítrekað logið að almenningi. „Þeir verða báðir að segja af sér,“ segir Starmer. Þá hefur Ed Davey, formaður frjálslyndra Demókrata, farið fram á það að þingið komi aftur saman úr páskafríi svo hægt sé að leggja fram vantrauststillögu gegn Johnson. This is a government in crisis neglecting a country in crisis. Parliament must be recalled for a vote of No Confidence in the Prime Minister.— Ed Davey MP (@EdwardJDavey) April 12, 2022 Tólf viðburðir til rannsóknar Alls hefur lögregla gefið út ríflega 50 sektir vegna partýstands í Downingstræti í miðjum kórónuveirufaraldri þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Lögreglan hefur gefið það út að þeir muni ekki greina frá nöfnum þeirra sem verða sektaðir en ríkisstjórnin hafði lofað að greina frá því ef Johnson og Sunak væru þar á meðal. Til rannsóknar eru tólf viðburðir á árunum 2020 og 2021 en Johnson er sagður hafa verið viðstaddur sex þeirra. Meðal rannsóknargagna eru 300 ljósmyndir og 500 blaðsíður af gögnum. Að sögn talsmanns Downingstrætis hafa ráðherrarnir tveir ekki fengið upplýsingar um fyrir hvaða viðburði er verið að sekta þá fyrir að þessu sinni. Í bráðabirgðaskýrslu sem birt var í lok janúar sagði að það væri ljóst að einhver þessarar samkvæma hefðu aldrei átt að vera haldin og útlit væri fyrir að forsvarsmenn ráðuneytisins hafi lítið verið að huga að því sem breska þjóðin var að ganga í gegnum. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Major sakar Johnson um óheiðarleika og aðför að lýðræðinu Boris Johnson braut sóttvarnalög, virðist ekki halda að reglurnar eigi við sig og hefur skapað vantraust á stjórnmálunum sem ógnar lýðræðislegri framtíð Bretlands. 10. febrúar 2022 12:16 Boris Johnson „ekki algjör trúður“ að mati nýs ráðgjafa hans Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er „ekki algjör trúður,“ ef marka má orð nýs samskiptastjóra hans sem tók við stöðunni á dögunum. 7. febrúar 2022 15:54 Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra. 4. febrúar 2022 08:54 Sætir harðri gagnrýni samflokksmanna en er hólpinn um sinn „Niðurstaðan var afdráttarlaus en ekki persónuleg, gagnrýnin hnitmiðuðu en almenn,“ segir Laura Kuenssberg, pólitískur ritstjóri BBC um svokallaða Gray-skýrslu, sem birt var í gær. 1. febrúar 2022 11:17 Segir „erfitt að réttlæta“ samkvæmin og að leiðtogar hafi brugðist Sue Gray, sem hefur haldið utan um rannsókn á tíðum samkvæmum að Downingstræti tíu, þar sem heimili og skrifstofa Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er til húsa, segir erfitt að réttlæta samkvæmin. Það sé sérstaklega erfitt í ljósi þeirra sóttvarnarreglna og samkomutakmarkana sem voru þá í gildi. 31. janúar 2022 14:58 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
„Forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann fengu í dag tilkynningu um að Lundúnalögreglan ætli að gefa út sektir gegn þeim. Við höfum ekki frekari upplýsingar en munum uppfæra ykkur þegar við höfum þær,“ sagði talsmaðurinn að því er kemur fram í frétt Guardian. Boris Johnson and Rishi Sunak have broken the law and repeatedly lied to the British public. They must both resign.The Conservatives are totally unfit to govern. Britain deserves better.— Keir Starmer (@Keir_Starmer) April 12, 2022 Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins, segir bæði Johnson og Sunak hafa brotið lög og að þeir hafi ítrekað logið að almenningi. „Þeir verða báðir að segja af sér,“ segir Starmer. Þá hefur Ed Davey, formaður frjálslyndra Demókrata, farið fram á það að þingið komi aftur saman úr páskafríi svo hægt sé að leggja fram vantrauststillögu gegn Johnson. This is a government in crisis neglecting a country in crisis. Parliament must be recalled for a vote of No Confidence in the Prime Minister.— Ed Davey MP (@EdwardJDavey) April 12, 2022 Tólf viðburðir til rannsóknar Alls hefur lögregla gefið út ríflega 50 sektir vegna partýstands í Downingstræti í miðjum kórónuveirufaraldri þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Lögreglan hefur gefið það út að þeir muni ekki greina frá nöfnum þeirra sem verða sektaðir en ríkisstjórnin hafði lofað að greina frá því ef Johnson og Sunak væru þar á meðal. Til rannsóknar eru tólf viðburðir á árunum 2020 og 2021 en Johnson er sagður hafa verið viðstaddur sex þeirra. Meðal rannsóknargagna eru 300 ljósmyndir og 500 blaðsíður af gögnum. Að sögn talsmanns Downingstrætis hafa ráðherrarnir tveir ekki fengið upplýsingar um fyrir hvaða viðburði er verið að sekta þá fyrir að þessu sinni. Í bráðabirgðaskýrslu sem birt var í lok janúar sagði að það væri ljóst að einhver þessarar samkvæma hefðu aldrei átt að vera haldin og útlit væri fyrir að forsvarsmenn ráðuneytisins hafi lítið verið að huga að því sem breska þjóðin var að ganga í gegnum.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Major sakar Johnson um óheiðarleika og aðför að lýðræðinu Boris Johnson braut sóttvarnalög, virðist ekki halda að reglurnar eigi við sig og hefur skapað vantraust á stjórnmálunum sem ógnar lýðræðislegri framtíð Bretlands. 10. febrúar 2022 12:16 Boris Johnson „ekki algjör trúður“ að mati nýs ráðgjafa hans Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er „ekki algjör trúður,“ ef marka má orð nýs samskiptastjóra hans sem tók við stöðunni á dögunum. 7. febrúar 2022 15:54 Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra. 4. febrúar 2022 08:54 Sætir harðri gagnrýni samflokksmanna en er hólpinn um sinn „Niðurstaðan var afdráttarlaus en ekki persónuleg, gagnrýnin hnitmiðuðu en almenn,“ segir Laura Kuenssberg, pólitískur ritstjóri BBC um svokallaða Gray-skýrslu, sem birt var í gær. 1. febrúar 2022 11:17 Segir „erfitt að réttlæta“ samkvæmin og að leiðtogar hafi brugðist Sue Gray, sem hefur haldið utan um rannsókn á tíðum samkvæmum að Downingstræti tíu, þar sem heimili og skrifstofa Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er til húsa, segir erfitt að réttlæta samkvæmin. Það sé sérstaklega erfitt í ljósi þeirra sóttvarnarreglna og samkomutakmarkana sem voru þá í gildi. 31. janúar 2022 14:58 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Major sakar Johnson um óheiðarleika og aðför að lýðræðinu Boris Johnson braut sóttvarnalög, virðist ekki halda að reglurnar eigi við sig og hefur skapað vantraust á stjórnmálunum sem ógnar lýðræðislegri framtíð Bretlands. 10. febrúar 2022 12:16
Boris Johnson „ekki algjör trúður“ að mati nýs ráðgjafa hans Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er „ekki algjör trúður,“ ef marka má orð nýs samskiptastjóra hans sem tók við stöðunni á dögunum. 7. febrúar 2022 15:54
Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra. 4. febrúar 2022 08:54
Sætir harðri gagnrýni samflokksmanna en er hólpinn um sinn „Niðurstaðan var afdráttarlaus en ekki persónuleg, gagnrýnin hnitmiðuðu en almenn,“ segir Laura Kuenssberg, pólitískur ritstjóri BBC um svokallaða Gray-skýrslu, sem birt var í gær. 1. febrúar 2022 11:17
Segir „erfitt að réttlæta“ samkvæmin og að leiðtogar hafi brugðist Sue Gray, sem hefur haldið utan um rannsókn á tíðum samkvæmum að Downingstræti tíu, þar sem heimili og skrifstofa Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er til húsa, segir erfitt að réttlæta samkvæmin. Það sé sérstaklega erfitt í ljósi þeirra sóttvarnarreglna og samkomutakmarkana sem voru þá í gildi. 31. janúar 2022 14:58