Haraldur hefði orðið fimmtugur í gær en hann lést í flugslysi í Þingvallavatni í febrúar, ásamt þremur öðrum sem voru um borð. Haraldur var formaður AOPA á Íslandi.
Minningarathöfnin var haldin við Þingvallavatn, þar sem björgunarsveitir höfðu stjórnstöð í leitaraðgerðum eftir flugslysið. Kertum og blómum var fleytt á vatnið til minningar um Harald.
Þá var einnig flogið svokallað oddaflug yfir vatnið, eins og má í meðfylgjandi myndskeiði sem Sigurður Þór Helgason frá DJI Reykjavík tók í gær.