„Gífurleg afglöp“ hjá stjórn Eflingar Snorri Másson skrifar 14. apríl 2022 15:54 Guðmundur Baldursson, fyrrverandi stjórnarmaður Eflingar og frambjóðandi til formanns, gagnrýnir ákvörðun Sólveigar harðlega. Stöð 2/Egill Fyrrverandi stjórnarmaður í Eflingu segir það gífurleg afglöp að segja upp öllu starfsfólki skrifstofunnar. Stjórn félagsins sé klofin og nú sé til umræðu að kalla saman félagsfund til að kjósa hana frá. Guðmundur Baldursson kom inn í stjórn Eflingar með Sólveigu Önnu Jónsdóttur árið 2018, en bauð sig svo fram til formanns félagsins gegn Sólveigu í nýafstöðnum kosningum í febrúar. „Maður á varla orð yfir þetta. Ég þekki Sólveigu frá 2018. Mér hefði aldrei nokkurn tímann dottið í hug að hún gerði svona. Væntanlega kemur þá þarna inn nýtt fólk. Gríðarlega dýrmæt þekking sem er farin í burtu, hún tekur mörg ár að koma til baka. Þú lærir þetta ekki í bókum þetta kemur með reynslunni. Þannig að þetta eru gífurleg afglöp hvað þetta fólk hefur staðið fyrir,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Sólveig Anna hefur sagt uppsögnina nauðsynlega til ráðast í nauðsynlegar skipulagsbreytingar á skrifstofu Eflingar. Hún hefur beðið um vinnufrið til þess að koma starfseminni í samt lag og kveðst ekki hafa áhyggjur af því að skrifstofan verði óstarfhæf í millitíðinni. Átta kusu með uppsögnunum í stjórn Eflingar og sjö kusu gegn. Guðmundur segir að nú sé til umræðu að kalla saman fund á meðal félagsmanna. „Ég heyri það svona utan af mér að það sé möguleiki í stöðunni að kallaður verði saman félagsfundur, sem myndi þá ákveða framhaldið á þessu. Þá væri jafnvel hægt að hugsa sér það að þessi félagsfundur myndi kjósa þetta fólk í burtu,“ segir Guðmundur. Ekkert hefur heyrst frá Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR en Vilhjálmur Birgisson lýsti yfir stuðningi við Sólveigu Önnu í gær. „Hann hefði getað sagt þetta svo sem sem formaður Verkalýðsfélags Akraness en nú er hann kominn í nýja stöðu sem formaður Starfsgreinasambandsins og inni í þessu sambandi eru tugir félaga. Það eitt og útaf fyrir sig er mjög svo athyglivert að hann skuli ekki gagnrýna þessi vinnubrögð að þarna sé rekin heil skrifstofa í verkalýðsfélagi. Þetta er einmitt hlutur sem Vilhjálmur Birgisson á að standa vörð um að geti ekki gerst,“ segir Guðmundur. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Guðmundur Baldursson kom inn í stjórn Eflingar með Sólveigu Önnu Jónsdóttur árið 2018, en bauð sig svo fram til formanns félagsins gegn Sólveigu í nýafstöðnum kosningum í febrúar. „Maður á varla orð yfir þetta. Ég þekki Sólveigu frá 2018. Mér hefði aldrei nokkurn tímann dottið í hug að hún gerði svona. Væntanlega kemur þá þarna inn nýtt fólk. Gríðarlega dýrmæt þekking sem er farin í burtu, hún tekur mörg ár að koma til baka. Þú lærir þetta ekki í bókum þetta kemur með reynslunni. Þannig að þetta eru gífurleg afglöp hvað þetta fólk hefur staðið fyrir,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Sólveig Anna hefur sagt uppsögnina nauðsynlega til ráðast í nauðsynlegar skipulagsbreytingar á skrifstofu Eflingar. Hún hefur beðið um vinnufrið til þess að koma starfseminni í samt lag og kveðst ekki hafa áhyggjur af því að skrifstofan verði óstarfhæf í millitíðinni. Átta kusu með uppsögnunum í stjórn Eflingar og sjö kusu gegn. Guðmundur segir að nú sé til umræðu að kalla saman fund á meðal félagsmanna. „Ég heyri það svona utan af mér að það sé möguleiki í stöðunni að kallaður verði saman félagsfundur, sem myndi þá ákveða framhaldið á þessu. Þá væri jafnvel hægt að hugsa sér það að þessi félagsfundur myndi kjósa þetta fólk í burtu,“ segir Guðmundur. Ekkert hefur heyrst frá Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR en Vilhjálmur Birgisson lýsti yfir stuðningi við Sólveigu Önnu í gær. „Hann hefði getað sagt þetta svo sem sem formaður Verkalýðsfélags Akraness en nú er hann kominn í nýja stöðu sem formaður Starfsgreinasambandsins og inni í þessu sambandi eru tugir félaga. Það eitt og útaf fyrir sig er mjög svo athyglivert að hann skuli ekki gagnrýna þessi vinnubrögð að þarna sé rekin heil skrifstofa í verkalýðsfélagi. Þetta er einmitt hlutur sem Vilhjálmur Birgisson á að standa vörð um að geti ekki gerst,“ segir Guðmundur.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira