Rincon lenti í bílslysi síðastliðinn mánudag þegar bifreið hans skall á rútu. Hann hlaut mikla höfuðáverka og lést af þeim völdum í morgun.
Rincon var miðjumaður sem lék stærstan hluta ferilsins í heimalandi sínu. Hann reyndi einnig fyrir sér í Evrópu og lék eitt tímabil á láni hjá Napoli og fór þaðan til Real Madrid árið 1995 þar sem hann lék til ársins 1997.
Þá lék hann einnig 84 leiki fyrir kólumbíska landsliðið og skoraði í þeim 17 mörk. Með kólumbíska landsliðinu lék hann á þremur Heimsmeistaramótum, árin 1990, 1994 og 1998. Hann er sá kólumbíski leikmaður sem hefur leikið flesta leiki á HM ásamt Carlos Valerrama, en báðir léku þeir tíu leiki á þessu stærsta fótboltamóti heims.
We join together with many in the world of football to remember Freddy Rincon.
— FIFA.com (@FIFAcom) April 14, 2022
Our sincere condolences go to his loved ones, former teammates and fans from the clubs he played for, and of the @FCFSeleccionCol national team who he represented at three World Cups.
Rest in Peace. pic.twitter.com/tJGTAKdnNm