Borgarlínan og Sjálfstæðisflokkurinn Ómar Már Jónsson skrifar 15. apríl 2022 14:02 Miðvikudaginn 13. apríl sl. var oddvitum til borgarstjórnar boðið á fund hjá Samtökunum um bíllausan lífsstíl. Ég er stuðningsmaður þeirra samtaka vegna þess að borgin á að beita sér fyrir samgöngum fyrir alla, líka þá sem vilja lifa lífinu án bíla. Á fundinum flysjaði Gísli Marteinn börkinn utan af oddvitunum í samgöngumálum þannig að ekkert stóð eftir nema, já eða nei, með eða á móti. Athyglisvert var að heyra Hildi Björnsdóttir, oddvita Sjálfstæðisflokksins svara því til, þegar afdráttarlaus svars var krafist af Gísla Marteini um hvort oddvitarnir væru með, eða á móti borgarlínu. Hildur svaraði orðrétt: „Við styðjum borgarlínu, en viljum ekki útvatnaða útgáfu.” X-D ætlar sér þannig að styðja við stefnu borgarstjóra um að halda áfram á þeirri vegferð að þröngva þungri borgarlínu inn í borgina. Afstaða Hildar er athyglisverð vegna þess að á heimasíðu X-D má sjá samþykkt í samgöngumálum frá 26. febrúar sl. þar sem segir: ,,Sjálfstæðisflokkurinn er fylgjandi verulega bætum almenningssamgöngum, en leggur áherslu á að borgarlína þrengi ekki að notkun annarra bifreiða.” Þeir sem hafa kynnt sér út á hvað borgarlínan gengur vita að það er eitt af megin markmiðum hennar að fækka akreinum m.a. á Suðurlandsbraut, Miklubraut og Háaleitisbraut. Borgarlínan gengur hreinlega út á að þrengja að einka- og deilibílum, þ.e. taka meira pláss fyrir almenningsvagna á kostnað annarra bifreiða. Stefna Miðflokksins er skýr þegar kemur að samgöngum fyrir alla. Enga borgarlínu. Borgarlína mun ekki leysa núverandi umferðarvanda í borginni. Borgarlína eykur ekki flæði umferðarinnar. Borgarlína mun ekki minnka þann tafakostnað sem umferðin býr við í dag og talið er að kosti samfélagið yfir 50 milljarða á ári. Leiðin til að breyta borginni er ekki fólgin í meiriháttar skipulagsbreytingum sem tekur a.m.k. 15 ár að framkvæma. Breytingarnar eiga að gerast með eðlilegum hætti þannig að þær mæti nútíma- og framtíðar þörfum borgarinnar og geti þróast áfram. Þeim breytingum er hægt að ná fram án þess að beita þvingunum til að laga einn samgöngumáta á kostnað annars. Það gerum við með mun betri ljósastýringum, setja upp göngubrýr yfir stofnæðar, eða með undirgöngum og fækkum þannig ljósabúnaði fyrir gangandi vegfarendur. Koma þarf fyrir mislægum gatnamótum á umferðamestu gatnamótununum og tryggja þannig óhindrað flæði umferðar án tafa. Með þeim hætti bætum við flæði umferðarinnar, aukum öryggi og lágmörkum tafatíma með framkæmdakostnaði sem er brot af því sem þung borgarlína kostar. Miðflokkurinn vill beita sér fyrir því að stuðla að frelsi einstaklinga, þannig að allir geti valið sér þann samgöngumáta sem hentar hverjum og einum. Útilokum ekki eða takmörkum neinn samgöngumáta. Höfundur er oddviti Miðflokksins til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ómar Már Jónsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Miðvikudaginn 13. apríl sl. var oddvitum til borgarstjórnar boðið á fund hjá Samtökunum um bíllausan lífsstíl. Ég er stuðningsmaður þeirra samtaka vegna þess að borgin á að beita sér fyrir samgöngum fyrir alla, líka þá sem vilja lifa lífinu án bíla. Á fundinum flysjaði Gísli Marteinn börkinn utan af oddvitunum í samgöngumálum þannig að ekkert stóð eftir nema, já eða nei, með eða á móti. Athyglisvert var að heyra Hildi Björnsdóttir, oddvita Sjálfstæðisflokksins svara því til, þegar afdráttarlaus svars var krafist af Gísla Marteini um hvort oddvitarnir væru með, eða á móti borgarlínu. Hildur svaraði orðrétt: „Við styðjum borgarlínu, en viljum ekki útvatnaða útgáfu.” X-D ætlar sér þannig að styðja við stefnu borgarstjóra um að halda áfram á þeirri vegferð að þröngva þungri borgarlínu inn í borgina. Afstaða Hildar er athyglisverð vegna þess að á heimasíðu X-D má sjá samþykkt í samgöngumálum frá 26. febrúar sl. þar sem segir: ,,Sjálfstæðisflokkurinn er fylgjandi verulega bætum almenningssamgöngum, en leggur áherslu á að borgarlína þrengi ekki að notkun annarra bifreiða.” Þeir sem hafa kynnt sér út á hvað borgarlínan gengur vita að það er eitt af megin markmiðum hennar að fækka akreinum m.a. á Suðurlandsbraut, Miklubraut og Háaleitisbraut. Borgarlínan gengur hreinlega út á að þrengja að einka- og deilibílum, þ.e. taka meira pláss fyrir almenningsvagna á kostnað annarra bifreiða. Stefna Miðflokksins er skýr þegar kemur að samgöngum fyrir alla. Enga borgarlínu. Borgarlína mun ekki leysa núverandi umferðarvanda í borginni. Borgarlína eykur ekki flæði umferðarinnar. Borgarlína mun ekki minnka þann tafakostnað sem umferðin býr við í dag og talið er að kosti samfélagið yfir 50 milljarða á ári. Leiðin til að breyta borginni er ekki fólgin í meiriháttar skipulagsbreytingum sem tekur a.m.k. 15 ár að framkvæma. Breytingarnar eiga að gerast með eðlilegum hætti þannig að þær mæti nútíma- og framtíðar þörfum borgarinnar og geti þróast áfram. Þeim breytingum er hægt að ná fram án þess að beita þvingunum til að laga einn samgöngumáta á kostnað annars. Það gerum við með mun betri ljósastýringum, setja upp göngubrýr yfir stofnæðar, eða með undirgöngum og fækkum þannig ljósabúnaði fyrir gangandi vegfarendur. Koma þarf fyrir mislægum gatnamótum á umferðamestu gatnamótununum og tryggja þannig óhindrað flæði umferðar án tafa. Með þeim hætti bætum við flæði umferðarinnar, aukum öryggi og lágmörkum tafatíma með framkæmdakostnaði sem er brot af því sem þung borgarlína kostar. Miðflokkurinn vill beita sér fyrir því að stuðla að frelsi einstaklinga, þannig að allir geti valið sér þann samgöngumáta sem hentar hverjum og einum. Útilokum ekki eða takmörkum neinn samgöngumáta. Höfundur er oddviti Miðflokksins til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar