Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag þar sem haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra að Ísland myndi styðja slíka umsókn.
Miklar umræður hafa farið fram í Finnlandi á síðustu vikum um aðildarumsókn að bandalaginu, eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu.
Finnar hafa hingað til staðið fyrir utan bandalagið, ekki síst vegna nálægðarinnar við Rússland en ríkin tvö deila um 1,340 kílómetra löngum landamærum.
Árás Rússa á Úkraínu hefur hins ýtt Finnum út í að íhuga það alvarlega að sækja um aðild að bandalaginu.
Sanna Marin, forsætisráðherra Finna, hefur sagt að Finnar þurfi að taka ákvörðum um aðildarumsókn á næstu vikum. Reikna má með að möguleg umsókn verði rædd á finnska þinginu á næstu dögum.