Bankasýslan krossfest Sigmar Guðmundsson skrifar 19. apríl 2022 13:30 Það er svolítið merkilegt að fylgjast með því hvernig ríkisstjórnin hefur varið páskahelginni. Stjórnarforystan hafði tíma til að velta hlutum fyrir sér þar sem síminn var á silent þegar fjölmiðlar hringdu ítrekað. Vikulegur þriðjudagsfundur ríkisstjórnarinnar flæktist heldur ekki fyrir því hann var einfaldlega ekki boðaður, rétt eins og ekkert sérstakt sé á seyði í samfélaginu. En eftir alla þessa páskaíhugun spratt upp einhver hugmyndabastarður sem fer í sögubækurnar sem sérkennilegasta smjörklípa stjórnmálasögunnar. Einni ríkisstofnun var útrýmt til að komast undan pólitískri ábyrgð. Á stjórnarheimilinu héldu menn það í fúlustu alvöru að um páskahelgina væri hægt að lauga fætur ráðherra á skírdegi, murka lífið úr krossfestri bankasýslu á föstudeginum langa, og að afleiðingin yrði sú að ríkisstjórnin myndi rísa upp frá dauðum á páskadag til þess eins að auglýsa útför bankasýslunnar í fréttatilkynningu á þriðjudag. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Allir glaðir? Nei, aldeilis ekki. Hvað sem mönnum finnst um Bankasýsluna þá þarf það að vera alveg á hreinu að hún starfar ekki í tómarúmi. Hún tók það ekki upp hjá sjálfri sér að selja banka. Hún ein ber ekki ábyrgð á því hvernig til tókst. Fram hefur komið að ráðherranefnd um efnahagsmál, skipuð forsætisráðherra, fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra, var ekki einhuga um það hvernig átti að standa að sölunni. Viðskiptaráðherra sá það fyrir að fyrirkomulagið sem hún studdu sjálf í ríkisstjórn, myndi enda með skelfingu, og hefur kallað eftir pólitískri ábyrgð. Sú ábyrgð liggur að mestu hjá fjármálaráðherra, en auðvitað líka hjá ráðherranefndinni sem viðskiptaráðherra situr sjálfur í. Ef bankasýslan klúðraði, þá var það vegna þeirrar forskriftar sem fékkst frá ríkisstjórninni. Undan því verður ekki vikist. Sú staðreynd að hvorki fjármálaráðherra, forsætisráðherra, viðskiptaráðherra, né formaður Framsóknarflokksins, svöruðu ekki ítrekuðum beiðnum fjölmiðla um helgina segir heilmikla sögu um stöðuna á stjórnarheimilinu. Vandræðagangurinn er alger. Vantraustið á milli flokkanna algert. Enda er lærdómurinn af þessari bankasölu eftirfarandi: Framsóknarflokkurinn sá það fyrir, að eigin sögn, að salan yrði klúður en ákvað að upplýsa almenning ekki um það fyrr en eftir útboðið. Flokkurinn hefði sem sagt getað afstýrt slysinu en ákvað að gera það ekki. VG, vinstri sinnaðasti flokkurinn á þingi, er núna með það á afrekalistanum að hafa selt 50 milljarða þjóðareign með afslætti til stórkapítalista. Til að bregðast við gagnrýni úr eigin flokki er ríkisstofnun lögð niður, áður en rannsókn á þætti hennar í sölunni lýkur. Sjálfstæðisflokkurinn getur nú gumað sig af því að vera eini hægri flokkurinn í heiminum sem hefur afrekað það í miðju einkavæðingarferli að tryggja í sessi eignarhald ríkisins í banka. Þetta klúður verður nefnilega til þess að þessari ríkisstjórn verður ekki treyst fyrir frekari bankasölu í bráð. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Salan á Íslandsbanka Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Sjá meira
Það er svolítið merkilegt að fylgjast með því hvernig ríkisstjórnin hefur varið páskahelginni. Stjórnarforystan hafði tíma til að velta hlutum fyrir sér þar sem síminn var á silent þegar fjölmiðlar hringdu ítrekað. Vikulegur þriðjudagsfundur ríkisstjórnarinnar flæktist heldur ekki fyrir því hann var einfaldlega ekki boðaður, rétt eins og ekkert sérstakt sé á seyði í samfélaginu. En eftir alla þessa páskaíhugun spratt upp einhver hugmyndabastarður sem fer í sögubækurnar sem sérkennilegasta smjörklípa stjórnmálasögunnar. Einni ríkisstofnun var útrýmt til að komast undan pólitískri ábyrgð. Á stjórnarheimilinu héldu menn það í fúlustu alvöru að um páskahelgina væri hægt að lauga fætur ráðherra á skírdegi, murka lífið úr krossfestri bankasýslu á föstudeginum langa, og að afleiðingin yrði sú að ríkisstjórnin myndi rísa upp frá dauðum á páskadag til þess eins að auglýsa útför bankasýslunnar í fréttatilkynningu á þriðjudag. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Allir glaðir? Nei, aldeilis ekki. Hvað sem mönnum finnst um Bankasýsluna þá þarf það að vera alveg á hreinu að hún starfar ekki í tómarúmi. Hún tók það ekki upp hjá sjálfri sér að selja banka. Hún ein ber ekki ábyrgð á því hvernig til tókst. Fram hefur komið að ráðherranefnd um efnahagsmál, skipuð forsætisráðherra, fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra, var ekki einhuga um það hvernig átti að standa að sölunni. Viðskiptaráðherra sá það fyrir að fyrirkomulagið sem hún studdu sjálf í ríkisstjórn, myndi enda með skelfingu, og hefur kallað eftir pólitískri ábyrgð. Sú ábyrgð liggur að mestu hjá fjármálaráðherra, en auðvitað líka hjá ráðherranefndinni sem viðskiptaráðherra situr sjálfur í. Ef bankasýslan klúðraði, þá var það vegna þeirrar forskriftar sem fékkst frá ríkisstjórninni. Undan því verður ekki vikist. Sú staðreynd að hvorki fjármálaráðherra, forsætisráðherra, viðskiptaráðherra, né formaður Framsóknarflokksins, svöruðu ekki ítrekuðum beiðnum fjölmiðla um helgina segir heilmikla sögu um stöðuna á stjórnarheimilinu. Vandræðagangurinn er alger. Vantraustið á milli flokkanna algert. Enda er lærdómurinn af þessari bankasölu eftirfarandi: Framsóknarflokkurinn sá það fyrir, að eigin sögn, að salan yrði klúður en ákvað að upplýsa almenning ekki um það fyrr en eftir útboðið. Flokkurinn hefði sem sagt getað afstýrt slysinu en ákvað að gera það ekki. VG, vinstri sinnaðasti flokkurinn á þingi, er núna með það á afrekalistanum að hafa selt 50 milljarða þjóðareign með afslætti til stórkapítalista. Til að bregðast við gagnrýni úr eigin flokki er ríkisstofnun lögð niður, áður en rannsókn á þætti hennar í sölunni lýkur. Sjálfstæðisflokkurinn getur nú gumað sig af því að vera eini hægri flokkurinn í heiminum sem hefur afrekað það í miðju einkavæðingarferli að tryggja í sessi eignarhald ríkisins í banka. Þetta klúður verður nefnilega til þess að þessari ríkisstjórn verður ekki treyst fyrir frekari bankasölu í bráð. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun