Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Kristján Már Unnarsson skrifar 19. apríl 2022 22:55 Pavel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, er formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Egill Aðalsteinsson Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði tilkynnti Innviðaráðuneytið í bréfi til borgarstjóra í síðasta mánuði að hverskyns aðgerðir af hálfu borgarinnar, sem skerði rekstraröryggi vallarins, séu í andstöðu við tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag vegna Hvassahrauns. Borgin hefur núna svarað ráðuneytinu þar sem hún fullyrðir að hvorki flugöryggi né rekstraröryggi vallarins eigi að vera stefnt í hættu. Ótvírætt sé að uppbygging nýja Skerjafjarðar gangi ekki í berhögg við samkomulagið. Svarbréf_Reykjavíkurborgar_dagsPDF3.1MBSækja skjal Pavel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, vitnar í sérfræðinga geimferðastofnunar Hollands. „Þeirra niðurstaða var sú að áhættan vegna vindbreytinga sé ásættanleg, eða viðráðanleg, og eigi ekki að koma í veg fyrir uppbyggingu hins nýja Skerjafjarðar,“ segir Pavel. Séð yfir svæðið í Skerjafirði sem borgin áformar að leggja undir íbúðabyggð. Niðurstaða Isavia, og einnig öryggisnefndar atvinnuflugmanna, sem einnig vitna til Hollendinganna, er að sviptivindar vegna nýrra bygginga á svæðinu við ákveðnar aðstæður kalli á mildunarráðstafanir, sem óhjákvæmilega skerði notkunarmöguleika vallarins. „Þær er að mínu mati flugtæknilegs eðlis. Þær felast þá í því að ákveða í hvaða vindátt er lent eða með aukinni þjálfun flugmanna. En við teljum ekki að það sé með neinu móti hægt að lesa út úr þessum skýrslum að við eigum að hætta við eða bíða enn frekar með þessa uppbyggingu, sem við erum mjög spennt fyrir,“ segir Pavel. Stefnan um nýtt íbúðahverfi á svæðinu hafi verið mörkuð í skipulagi. „Þar sem munu í heild búa kannski um þrjú-fjögurþúsund manns. Þar verður nýr grunnskóli, frábært aðgengi fyrir gangandi og hjólandi. Þannig að við segjum bara: Áfram gakk með þetta verkefni.“ Fyrirhugað íbúðahverfi Nýja-Skerjafjarðar.Reykjavíkurborg -Þið viljið ekki bíða þangað til niðurstaða kemur um Hvassahraun? „Ég tel enga ástæðu til þess. Það vantar íbúðir í Reykjavík í dag. Við höfum enga ástæða til að bíða eftir því. Enda gerir samkomulagið við ríkið um Hvassahraun ekki ráð fyrir því að það sé beðið eftir niðurstöðunni með Hvassahraun þangað til ráðist er í þessa uppbyggingu. Þvert á móti,“ svarar Pavel Bartoszek. Flugmálayfirvöld hyggjast svara borginni og þegar það svar liggur fyrir, sennilega í kringum næstu mánaðamót, ætti að skýrast hvort þau afhendi borginni landið eða hyggist halda því áfram innan flugvallargirðingar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Fréttir af flugi Skipulag Samgöngur Reykjavík Tengdar fréttir Innviðaráðuneytið í hart við borgina vegna Skerjafjarðar Innviðaráðuneytið hefur vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði tilkynnt borgarstjóra að hverskyns aðgerðir af hálfu borgarinnar sem skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar séu í andstöðu við tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag samgönguráðherra og borgarstjóra vegna Hvassahrauns. 4. apríl 2022 22:44 Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20 Segir nýtt íbúðahverfi skerða rekstraröryggi flugvallarins Óvíst er hvort Isavia muni afhenda Reykjavíkurborg svæði í Skerjafirði í vor til byggingar nýs íbúðahverfis án frekari rannsókna. Framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia segir húsbyggingar þar hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 3. janúar 2022 21:53 Borgin tekur tvær sneiðar til viðbótar af flugvellinum Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvær sneiðar verði skornar af Reykjavíkurflugvelli á næstu þremur árum og að vellinum verði svo endanlega lokað eftir áratug, árið 2032. 30. desember 2021 22:22 Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði tilkynnti Innviðaráðuneytið í bréfi til borgarstjóra í síðasta mánuði að hverskyns aðgerðir af hálfu borgarinnar, sem skerði rekstraröryggi vallarins, séu í andstöðu við tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag vegna Hvassahrauns. Borgin hefur núna svarað ráðuneytinu þar sem hún fullyrðir að hvorki flugöryggi né rekstraröryggi vallarins eigi að vera stefnt í hættu. Ótvírætt sé að uppbygging nýja Skerjafjarðar gangi ekki í berhögg við samkomulagið. Svarbréf_Reykjavíkurborgar_dagsPDF3.1MBSækja skjal Pavel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, vitnar í sérfræðinga geimferðastofnunar Hollands. „Þeirra niðurstaða var sú að áhættan vegna vindbreytinga sé ásættanleg, eða viðráðanleg, og eigi ekki að koma í veg fyrir uppbyggingu hins nýja Skerjafjarðar,“ segir Pavel. Séð yfir svæðið í Skerjafirði sem borgin áformar að leggja undir íbúðabyggð. Niðurstaða Isavia, og einnig öryggisnefndar atvinnuflugmanna, sem einnig vitna til Hollendinganna, er að sviptivindar vegna nýrra bygginga á svæðinu við ákveðnar aðstæður kalli á mildunarráðstafanir, sem óhjákvæmilega skerði notkunarmöguleika vallarins. „Þær er að mínu mati flugtæknilegs eðlis. Þær felast þá í því að ákveða í hvaða vindátt er lent eða með aukinni þjálfun flugmanna. En við teljum ekki að það sé með neinu móti hægt að lesa út úr þessum skýrslum að við eigum að hætta við eða bíða enn frekar með þessa uppbyggingu, sem við erum mjög spennt fyrir,“ segir Pavel. Stefnan um nýtt íbúðahverfi á svæðinu hafi verið mörkuð í skipulagi. „Þar sem munu í heild búa kannski um þrjú-fjögurþúsund manns. Þar verður nýr grunnskóli, frábært aðgengi fyrir gangandi og hjólandi. Þannig að við segjum bara: Áfram gakk með þetta verkefni.“ Fyrirhugað íbúðahverfi Nýja-Skerjafjarðar.Reykjavíkurborg -Þið viljið ekki bíða þangað til niðurstaða kemur um Hvassahraun? „Ég tel enga ástæðu til þess. Það vantar íbúðir í Reykjavík í dag. Við höfum enga ástæða til að bíða eftir því. Enda gerir samkomulagið við ríkið um Hvassahraun ekki ráð fyrir því að það sé beðið eftir niðurstöðunni með Hvassahraun þangað til ráðist er í þessa uppbyggingu. Þvert á móti,“ svarar Pavel Bartoszek. Flugmálayfirvöld hyggjast svara borginni og þegar það svar liggur fyrir, sennilega í kringum næstu mánaðamót, ætti að skýrast hvort þau afhendi borginni landið eða hyggist halda því áfram innan flugvallargirðingar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Fréttir af flugi Skipulag Samgöngur Reykjavík Tengdar fréttir Innviðaráðuneytið í hart við borgina vegna Skerjafjarðar Innviðaráðuneytið hefur vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði tilkynnt borgarstjóra að hverskyns aðgerðir af hálfu borgarinnar sem skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar séu í andstöðu við tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag samgönguráðherra og borgarstjóra vegna Hvassahrauns. 4. apríl 2022 22:44 Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20 Segir nýtt íbúðahverfi skerða rekstraröryggi flugvallarins Óvíst er hvort Isavia muni afhenda Reykjavíkurborg svæði í Skerjafirði í vor til byggingar nýs íbúðahverfis án frekari rannsókna. Framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia segir húsbyggingar þar hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 3. janúar 2022 21:53 Borgin tekur tvær sneiðar til viðbótar af flugvellinum Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvær sneiðar verði skornar af Reykjavíkurflugvelli á næstu þremur árum og að vellinum verði svo endanlega lokað eftir áratug, árið 2032. 30. desember 2021 22:22 Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Innviðaráðuneytið í hart við borgina vegna Skerjafjarðar Innviðaráðuneytið hefur vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði tilkynnt borgarstjóra að hverskyns aðgerðir af hálfu borgarinnar sem skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar séu í andstöðu við tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag samgönguráðherra og borgarstjóra vegna Hvassahrauns. 4. apríl 2022 22:44
Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20
Segir nýtt íbúðahverfi skerða rekstraröryggi flugvallarins Óvíst er hvort Isavia muni afhenda Reykjavíkurborg svæði í Skerjafirði í vor til byggingar nýs íbúðahverfis án frekari rannsókna. Framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia segir húsbyggingar þar hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 3. janúar 2022 21:53
Borgin tekur tvær sneiðar til viðbótar af flugvellinum Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvær sneiðar verði skornar af Reykjavíkurflugvelli á næstu þremur árum og að vellinum verði svo endanlega lokað eftir áratug, árið 2032. 30. desember 2021 22:22
Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00
Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45