Þögn ríkir hjá FH um málefni Eggerts Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2022 09:32 Eggert Gunnþór Jónsson er með samning við FH sem gildir til loka keppnistímabilsins í október. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Fundað var um stöðu knattspyrnumannsins Eggerts Gunnþórs Jónssonar hjá FH í Kaplakrika í gær vegna gagnrýni á veru hans í liði FH á sama tíma og embætti héraðssaksóknara er með mál hans til skoðunar. Eggert var í byrjunarliði FH gegn Víkingi á mánudagskvöld, í fyrstu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Á meðal þeirra sem gagnrýndu þá staðreynd var Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, sem spurði: „Er eðlilegt að menn sem eru undir lögreglurannsókn vegna grófs kynferðisofbeldis séu í byrjunarliði í @bestadeildin?“ Fleiri hafa gagnrýnt FH-inga, þar á meðal Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands. Nei, það er mjög óeðlilegt. Sama um hvern ræðir, sama um hvers konar ofbeldismál er að ræða, að þá ætti það að vera mjög skýr og eðlileg krafa að viðkomandi spili ekki á meðan lögreglurannsókn er opin og í gangi. https://t.co/ASOsUOhm7A— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) April 18, 2022 Fundahöld FH-inga í gær virðast ekki hafa haft neinar breytingar í för með sér en búast má við að áfram verði fundað um stöðuna. Lögregla tók í haust til rannsóknar mál Eggerts og Arons Einars Gunnarssonar sem voru kærðir fyrir að hafa brotið á konu í Kaupmannahöfn árið 2010. Báðir hafa þeir lýst opinberlega yfir sakleysi sínu. Rannsókn málsins lauk í febrúar og er það nú á borði héraðssaksóknara sem ákveður hvort gefin verði út ákæra eða málið látið niður falla. Þrátt fyrir að málið hafi vofað yfir Kaplakrika í allan vetur, og raunar frá síðasta sumri þegar í ljós kom að Eggert væri sakaður um kynferðisbrot, virðast viðbrögðin við því að hann spilaði á mánudag hafa komið FH-ingum á óvart. FH-ingar hafa þannig varist allra frétta af því hvernig þeir ætli að bregðast við. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, svaraði ekki í síma í gær. Viðar Halldórsson, formaður félagsins, svaraði en sagðist ekki ætla að tjá sig um málið og vísaði á Davíð Þór Viðarsson sem ráðinn var yfirmaður knattspyrnumála hjá FH í desember. Davíð, sem geta má að er sonur Viðars, kvaðst ekki ætla að tjá sig um málið að svo stöddu. Sinnti þjálfun hjá elstu flokkum í vetur Eggert gekk í raðir FH sumarið 2020, þegar þessi 33 ára Eskfirðingur sneri heim til Íslands eftir 15 ára atvinnumannsferil, og er hann með samning við félagið sem gildir til loka þessa árs. Samhliða því að spila fyrir aðallið FH hefur Eggert einnig sinnt afreksþjálfun hjá yngri flokkum félagsins. Samkvæmt upplýsingum Vísis sinnti hann þeirri þjálfun allt að tvisvar í viku hjá 2. og 3. flokki karla í vetur en hefur ekki þjálfað allra síðustu vikur, í aðdraganda upphafs Íslandsmótsins. Næsti leikur FH er gegn Fram á Kaplakrikavelli á mánudagskvöld. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Besta deild karla FH Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Sjá meira
Eggert var í byrjunarliði FH gegn Víkingi á mánudagskvöld, í fyrstu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Á meðal þeirra sem gagnrýndu þá staðreynd var Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, sem spurði: „Er eðlilegt að menn sem eru undir lögreglurannsókn vegna grófs kynferðisofbeldis séu í byrjunarliði í @bestadeildin?“ Fleiri hafa gagnrýnt FH-inga, þar á meðal Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands. Nei, það er mjög óeðlilegt. Sama um hvern ræðir, sama um hvers konar ofbeldismál er að ræða, að þá ætti það að vera mjög skýr og eðlileg krafa að viðkomandi spili ekki á meðan lögreglurannsókn er opin og í gangi. https://t.co/ASOsUOhm7A— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) April 18, 2022 Fundahöld FH-inga í gær virðast ekki hafa haft neinar breytingar í för með sér en búast má við að áfram verði fundað um stöðuna. Lögregla tók í haust til rannsóknar mál Eggerts og Arons Einars Gunnarssonar sem voru kærðir fyrir að hafa brotið á konu í Kaupmannahöfn árið 2010. Báðir hafa þeir lýst opinberlega yfir sakleysi sínu. Rannsókn málsins lauk í febrúar og er það nú á borði héraðssaksóknara sem ákveður hvort gefin verði út ákæra eða málið látið niður falla. Þrátt fyrir að málið hafi vofað yfir Kaplakrika í allan vetur, og raunar frá síðasta sumri þegar í ljós kom að Eggert væri sakaður um kynferðisbrot, virðast viðbrögðin við því að hann spilaði á mánudag hafa komið FH-ingum á óvart. FH-ingar hafa þannig varist allra frétta af því hvernig þeir ætli að bregðast við. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, svaraði ekki í síma í gær. Viðar Halldórsson, formaður félagsins, svaraði en sagðist ekki ætla að tjá sig um málið og vísaði á Davíð Þór Viðarsson sem ráðinn var yfirmaður knattspyrnumála hjá FH í desember. Davíð, sem geta má að er sonur Viðars, kvaðst ekki ætla að tjá sig um málið að svo stöddu. Sinnti þjálfun hjá elstu flokkum í vetur Eggert gekk í raðir FH sumarið 2020, þegar þessi 33 ára Eskfirðingur sneri heim til Íslands eftir 15 ára atvinnumannsferil, og er hann með samning við félagið sem gildir til loka þessa árs. Samhliða því að spila fyrir aðallið FH hefur Eggert einnig sinnt afreksþjálfun hjá yngri flokkum félagsins. Samkvæmt upplýsingum Vísis sinnti hann þeirri þjálfun allt að tvisvar í viku hjá 2. og 3. flokki karla í vetur en hefur ekki þjálfað allra síðustu vikur, í aðdraganda upphafs Íslandsmótsins. Næsti leikur FH er gegn Fram á Kaplakrikavelli á mánudagskvöld.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Besta deild karla FH Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Sjá meira