Virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2022 15:31 Frá leitinni að TFF-ABB á Þingvallavatni í febrúar. Vísir/vilhelm Draga á flak flugvélarinnar TFF-ABB upp úr Þingvallavatni í fyrramálið. Vinnubúðir verða settar upp við vatnið í dag en á sjötta tug koma að verkefninu. Flugvélin hefur legið á botni vatnsins í rúma tvo mánuði en virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar. Flugvélin brotlenti í Þingvallavatni 3. febrúar. Fjórir karlmenn fórust í slysinu en þeim var öllum náð upp úr vatninu eftir umfangsmiklar aðgerðir. Til stóð að draga flugvélina einnig á land en hætt var við það 11. febrúar vegna íss á vatninu sem torveldaði allar aðgerðir. Rúnar Steingrímsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi segir aðstæður allt aðrar nú; góðu veðri sé spáð á morgun þegar láta á til skarar skríða. „Prammarnir, allavega annar, verður líklega settur út í dag, og svo hefst þetta allt í fyrramálið. Og fólk og restin af búnaði kemur á föstudagsmorgun,“ segir Rúnar. Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir Tiltækir verða fimm kafarar til að kafa eftir flugvélinni sem liggur á fimmtíu metra dýpi. „Og er þarna einhverja átján hundruð metra frá þeim stað þar sem við setjum út búnaðinn. Á sama stað og við vorum síðast. Við bara vonum að þetta gangi vel og allt heppnist. Þetta er búið að vera lengi í skipulagningu. Við fórum í síðustu viku og mynduðum vélina aftur og hún var í sama ástandi og skilið var við hana þegar við hættum síðast. Þannig að það virðist vera allt í góðu þannig séð,“ segir Rúnar. Ef allt gengur að óskum er ráðgert að flugvélin verði komin á land annað kvöld. „Það er köfun að vélinni á þessu dýpi, síðan verður hún hífð upp undir pramma og farið með nær landi á einhverja fimm sex metra og þar verður aftur kafað og allur rafeindabúnaður tæmdur úr vélinni.“ Flugslys við Þingvallavatn Lögreglumál Samgönguslys Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir RÚV hættir með tíufréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Flugvélin brotlenti í Þingvallavatni 3. febrúar. Fjórir karlmenn fórust í slysinu en þeim var öllum náð upp úr vatninu eftir umfangsmiklar aðgerðir. Til stóð að draga flugvélina einnig á land en hætt var við það 11. febrúar vegna íss á vatninu sem torveldaði allar aðgerðir. Rúnar Steingrímsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi segir aðstæður allt aðrar nú; góðu veðri sé spáð á morgun þegar láta á til skarar skríða. „Prammarnir, allavega annar, verður líklega settur út í dag, og svo hefst þetta allt í fyrramálið. Og fólk og restin af búnaði kemur á föstudagsmorgun,“ segir Rúnar. Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir Tiltækir verða fimm kafarar til að kafa eftir flugvélinni sem liggur á fimmtíu metra dýpi. „Og er þarna einhverja átján hundruð metra frá þeim stað þar sem við setjum út búnaðinn. Á sama stað og við vorum síðast. Við bara vonum að þetta gangi vel og allt heppnist. Þetta er búið að vera lengi í skipulagningu. Við fórum í síðustu viku og mynduðum vélina aftur og hún var í sama ástandi og skilið var við hana þegar við hættum síðast. Þannig að það virðist vera allt í góðu þannig séð,“ segir Rúnar. Ef allt gengur að óskum er ráðgert að flugvélin verði komin á land annað kvöld. „Það er köfun að vélinni á þessu dýpi, síðan verður hún hífð upp undir pramma og farið með nær landi á einhverja fimm sex metra og þar verður aftur kafað og allur rafeindabúnaður tæmdur úr vélinni.“
Flugslys við Þingvallavatn Lögreglumál Samgönguslys Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir RÚV hættir með tíufréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira