Leifur sinnti dagskrárgerð á báðum rásum Ríkisútvarpsins um margra ára skeið og var einn af reyndustu útvarpsmönnum landsins. Stjórnaði hann meðal annars morgunútvarpi Rásar 2.
Þá var Leifur einnig tónlistarmaður en hann var meðlimur í hljómsveitunum Þokkabót og Hrekkjusvín en síðarnefnda hljómsveitin var samstarfsverkefni Þokkabótar og Spilverks þjóðanna. Plata þeirra Lög unga fólksins naut töluverðra vinsælda á sínum tíma.
Leifur lék einnig í kvikmyndum og kom fram í sjónvarpsþáttunum Kötlu sem frumsýndir voru síðasta sumar.