Kolefnishlutlaus Kópavogur Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 25. apríl 2022 10:30 Loftslagsbreytingar af manna völdum eru raunverulegar, og hlýnun jarðar er eitt stærsta vandamál nútímans og framtíðarinnar. Þjóðir heims hafa flestar sammælst um að bregðast við og þar megum við ekki láta okkar eftir liggja. Kolefnishlutleysi er gríðarmikilvægt Það er margt sem við getum gert til að tryggja að samfélögin okkar verði kolefnishlutlaus. Þar mega sveitarfélögin ekki sitja hjá. Sem grunneiningar í uppbyggingu samfélagsins gegna þau lykilhlutverki til að markmið eins og þessi náist. Neyslan fer öll fram í sveitarfélögunum og þar er stór hluti ákvarðana teknar. Með því að stilla af innkaup á vöru og þjónustu þannig að alltaf séu valdir umhverfisvænustu kostirnir, annað hvort kolefnishlutlausir eða kolefnisjafnað á móti kaupunum, hjálpum við til við að gera umhverfið betra. Kópavogur er stór og kolefnishlutleysi hér skiptir máli Rúmlega 10% íbúa landsins býr í Kópavogi. Með einfaldri nálgun má ætla, að utan stóriðju, verði 10. hvert tonn af koltvísýringi í andrúmslofti, sem Íslendingar eru ábyrgir fyrir, til í Kópavogi. Hér er því til mikils að vinna. Við getum ekki breytt heiminum ein en við getum tekið góðar ákvarðanir sjálf sem á endanum hafa áhrif. Með ákvörðun stórs sveitarfélags um að öll innkaup á voru og þjónustu verði kolefnishlutlaus fyrir lok kjörtímabilsins verður ekki aðeins sett pressa á okkur, heldur munu aðrir fylgja í kjölfarið. Hér skiptir til dæmis miklu máli að við mat á framkvæmdum og í skipulagi sé gætt að þessum þáttum sérstaklega. Framkvæmdaaðilar munu þá þurfa að sýna fram á að þeirra verkáætlanir, tækjanotkun og efnisnotkun sé kolefnishlutlaus, og hvernig þeir ætla að tryggja að svo sé. Bærinn sjálfur mun þurfa að sýna að þau faratæki sem hann notar eða kaupir, þær skrifstofuvörur, matvæli og fleira og fleira sé kolefnishlutlaust, eða að minnsta kosti kolefnisjafna á móti þeirri losun sem þetta skapar. Bærinn getur svo ýtt undir að bæjarbúar og fyrirtæki í bænum geri hið sama, t.d. með því að hjálpa til við uppsetningu rafhleðslustöðva, með fleiri grenndargámum, hjóla og göngustígum og skipulagi þjónustu í nærumhverfi. Kópavogur fyrirmynd Kópavogur á að vera fyrirmynd annarra sveitarfélaga þegar kemur að umhverfismálum. Vinstri græn vilja setja metnaðarfull en raunhæf markmið í þeim efnum. Göngum lengra og gerum Kópavog að betra samfélagi fyrir okkur öll. Höfundur er læknir og oddviti Vinstri grænna í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Vinstri græn Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Loftslagsbreytingar af manna völdum eru raunverulegar, og hlýnun jarðar er eitt stærsta vandamál nútímans og framtíðarinnar. Þjóðir heims hafa flestar sammælst um að bregðast við og þar megum við ekki láta okkar eftir liggja. Kolefnishlutleysi er gríðarmikilvægt Það er margt sem við getum gert til að tryggja að samfélögin okkar verði kolefnishlutlaus. Þar mega sveitarfélögin ekki sitja hjá. Sem grunneiningar í uppbyggingu samfélagsins gegna þau lykilhlutverki til að markmið eins og þessi náist. Neyslan fer öll fram í sveitarfélögunum og þar er stór hluti ákvarðana teknar. Með því að stilla af innkaup á vöru og þjónustu þannig að alltaf séu valdir umhverfisvænustu kostirnir, annað hvort kolefnishlutlausir eða kolefnisjafnað á móti kaupunum, hjálpum við til við að gera umhverfið betra. Kópavogur er stór og kolefnishlutleysi hér skiptir máli Rúmlega 10% íbúa landsins býr í Kópavogi. Með einfaldri nálgun má ætla, að utan stóriðju, verði 10. hvert tonn af koltvísýringi í andrúmslofti, sem Íslendingar eru ábyrgir fyrir, til í Kópavogi. Hér er því til mikils að vinna. Við getum ekki breytt heiminum ein en við getum tekið góðar ákvarðanir sjálf sem á endanum hafa áhrif. Með ákvörðun stórs sveitarfélags um að öll innkaup á voru og þjónustu verði kolefnishlutlaus fyrir lok kjörtímabilsins verður ekki aðeins sett pressa á okkur, heldur munu aðrir fylgja í kjölfarið. Hér skiptir til dæmis miklu máli að við mat á framkvæmdum og í skipulagi sé gætt að þessum þáttum sérstaklega. Framkvæmdaaðilar munu þá þurfa að sýna fram á að þeirra verkáætlanir, tækjanotkun og efnisnotkun sé kolefnishlutlaus, og hvernig þeir ætla að tryggja að svo sé. Bærinn sjálfur mun þurfa að sýna að þau faratæki sem hann notar eða kaupir, þær skrifstofuvörur, matvæli og fleira og fleira sé kolefnishlutlaust, eða að minnsta kosti kolefnisjafna á móti þeirri losun sem þetta skapar. Bærinn getur svo ýtt undir að bæjarbúar og fyrirtæki í bænum geri hið sama, t.d. með því að hjálpa til við uppsetningu rafhleðslustöðva, með fleiri grenndargámum, hjóla og göngustígum og skipulagi þjónustu í nærumhverfi. Kópavogur fyrirmynd Kópavogur á að vera fyrirmynd annarra sveitarfélaga þegar kemur að umhverfismálum. Vinstri græn vilja setja metnaðarfull en raunhæf markmið í þeim efnum. Göngum lengra og gerum Kópavog að betra samfélagi fyrir okkur öll. Höfundur er læknir og oddviti Vinstri grænna í Kópavogi.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun