Dagur snýr aftur heim: „Er mikill Akureyringur og harður KA-maður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. apríl 2022 11:45 Dagur Gautason flytur aftur til Akureyrar í sumar. vísir/daníel Eftir tvö ár hjá Stjörnunni hefur handboltamaðurinn Dagur Gautason ákveðið að snúa aftur heim til KA. Erlend félög sýndu honum áhuga í vetur og markmið hans er eftir sem áður að komast í atvinnumennsku. Dagur lék sinn síðasta leik fyrir Stjörnuna þegar liðið tapaði fyrir ÍBV, 22-25, í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar í gær. Eyjamenn unnu einvígið, 2-0. Hinn 22 ára Dagur hefur nú ákveðið að ganga aftur í raðir uppeldisfélagsins og klæðist því gulu og bláu á næsta tímabili. „Þetta hefur verið í gangi í smá tíma en það er ekki langt síðan þetta gekk í gegn,“ sagði Dagur í samtali við Vísi í dag. Hann segir að áhuginn hafi verið gagnkvæmur. „Báðir aðilar vildu þetta og eftir stutt spjall komust við að þeirri niðurstöðu að þetta væri málið,“ sagði hornamaðurinn. Erlend félög báru víurnar í hann í vetur en það heillaði ekki nógu mikið. Uppgangurinn og ástríðan heilluðu „Ég fékk tilboð að utan en ekkert nógu gott til að stökkva á. Það var ekki rétta skrefið. Mér fannst þetta vera besti möguleikinn í stöðunni, að fara heim,“ sagði Dagur. KA komst í bikarúrslit og er aðeins einum sigri frá því að komast í undanúrslit Olís-deildarinnar. Dagur segir að gengi þeirra gulu og bláu hafi að sjálfsögðu gert heimkomuna meira heillandi en ella. „Það er mikill uppgangur þarna og ástríða hjá öllum í félaginu. Auðvitað heillar það og maður er mikill Akureyringur og harður KA-maður. Það þurfti ekki að selja manni neinar hugmyndir,“ sagði Dagur. Sér ekki eftir Stjörnuskrefinu Þrátt fyrir að tímabilið hafi endað illa fyrir Stjörnuna sér Dagur alls ekki eftir árunum tveimur í Garðabænum. „Það var leiðinlegt hvernig við duttum út og hvernig tímabilið endaði miðað við hvernig það fór af stað. Það endaði verr en maður sá fyrir sér,“ sagði Dagur. „Þetta var mjög gott skref fyrir mig, koma suður, spila hjá mjög góðum þjálfara [Patreki Jóhannessyni] og með góðum leikmönnum. Ég sé ekki eftir þessu. En eins og mér fannst það rétt á þeim tíma finnst mér rétt að fara aftur núna.“ Akureyringurinn stefnir sem fyrr á að komast að hjá erlendu félagi. „Klárlega, það hefur verið áhugi og ég fékk tilboð fyrr í vetur. Þetta er að nálgast en skrefið þarf að vera rétt. Þetta þarf að vera lið sem hentar manni. Stefnan á næstu einu til tveimur árum er að komast út og ég held að KA sé góður stökkpallur til þess.“ Spáir verðandi samherjunum sigri Verðandi samherjar Dags í KA mæta Haukum klukkan 18:30 í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar. KA-menn unnu dramatískan sigur í fyrsta leik liðanna og með sigri í kvöld tryggja þeir sér sæti í undanúrslitum. „Ég var búinn að spá að þeir ynnu allavega heimaleikinn, sama hvernig leikurinn á Ásvöllum færi, þannig ég held að þeir vinni þennan leik og komist áfram,“ sagði Dagur sem er enn fyrir sunnan og verður því ekki á leiknum í kvöld, nema í anda. Olís-deild karla KA Stjarnan Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
Dagur lék sinn síðasta leik fyrir Stjörnuna þegar liðið tapaði fyrir ÍBV, 22-25, í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar í gær. Eyjamenn unnu einvígið, 2-0. Hinn 22 ára Dagur hefur nú ákveðið að ganga aftur í raðir uppeldisfélagsins og klæðist því gulu og bláu á næsta tímabili. „Þetta hefur verið í gangi í smá tíma en það er ekki langt síðan þetta gekk í gegn,“ sagði Dagur í samtali við Vísi í dag. Hann segir að áhuginn hafi verið gagnkvæmur. „Báðir aðilar vildu þetta og eftir stutt spjall komust við að þeirri niðurstöðu að þetta væri málið,“ sagði hornamaðurinn. Erlend félög báru víurnar í hann í vetur en það heillaði ekki nógu mikið. Uppgangurinn og ástríðan heilluðu „Ég fékk tilboð að utan en ekkert nógu gott til að stökkva á. Það var ekki rétta skrefið. Mér fannst þetta vera besti möguleikinn í stöðunni, að fara heim,“ sagði Dagur. KA komst í bikarúrslit og er aðeins einum sigri frá því að komast í undanúrslit Olís-deildarinnar. Dagur segir að gengi þeirra gulu og bláu hafi að sjálfsögðu gert heimkomuna meira heillandi en ella. „Það er mikill uppgangur þarna og ástríða hjá öllum í félaginu. Auðvitað heillar það og maður er mikill Akureyringur og harður KA-maður. Það þurfti ekki að selja manni neinar hugmyndir,“ sagði Dagur. Sér ekki eftir Stjörnuskrefinu Þrátt fyrir að tímabilið hafi endað illa fyrir Stjörnuna sér Dagur alls ekki eftir árunum tveimur í Garðabænum. „Það var leiðinlegt hvernig við duttum út og hvernig tímabilið endaði miðað við hvernig það fór af stað. Það endaði verr en maður sá fyrir sér,“ sagði Dagur. „Þetta var mjög gott skref fyrir mig, koma suður, spila hjá mjög góðum þjálfara [Patreki Jóhannessyni] og með góðum leikmönnum. Ég sé ekki eftir þessu. En eins og mér fannst það rétt á þeim tíma finnst mér rétt að fara aftur núna.“ Akureyringurinn stefnir sem fyrr á að komast að hjá erlendu félagi. „Klárlega, það hefur verið áhugi og ég fékk tilboð fyrr í vetur. Þetta er að nálgast en skrefið þarf að vera rétt. Þetta þarf að vera lið sem hentar manni. Stefnan á næstu einu til tveimur árum er að komast út og ég held að KA sé góður stökkpallur til þess.“ Spáir verðandi samherjunum sigri Verðandi samherjar Dags í KA mæta Haukum klukkan 18:30 í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar. KA-menn unnu dramatískan sigur í fyrsta leik liðanna og með sigri í kvöld tryggja þeir sér sæti í undanúrslitum. „Ég var búinn að spá að þeir ynnu allavega heimaleikinn, sama hvernig leikurinn á Ásvöllum færi, þannig ég held að þeir vinni þennan leik og komist áfram,“ sagði Dagur sem er enn fyrir sunnan og verður því ekki á leiknum í kvöld, nema í anda.
Olís-deild karla KA Stjarnan Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira