Dagur snýr aftur heim: „Er mikill Akureyringur og harður KA-maður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. apríl 2022 11:45 Dagur Gautason flytur aftur til Akureyrar í sumar. vísir/daníel Eftir tvö ár hjá Stjörnunni hefur handboltamaðurinn Dagur Gautason ákveðið að snúa aftur heim til KA. Erlend félög sýndu honum áhuga í vetur og markmið hans er eftir sem áður að komast í atvinnumennsku. Dagur lék sinn síðasta leik fyrir Stjörnuna þegar liðið tapaði fyrir ÍBV, 22-25, í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar í gær. Eyjamenn unnu einvígið, 2-0. Hinn 22 ára Dagur hefur nú ákveðið að ganga aftur í raðir uppeldisfélagsins og klæðist því gulu og bláu á næsta tímabili. „Þetta hefur verið í gangi í smá tíma en það er ekki langt síðan þetta gekk í gegn,“ sagði Dagur í samtali við Vísi í dag. Hann segir að áhuginn hafi verið gagnkvæmur. „Báðir aðilar vildu þetta og eftir stutt spjall komust við að þeirri niðurstöðu að þetta væri málið,“ sagði hornamaðurinn. Erlend félög báru víurnar í hann í vetur en það heillaði ekki nógu mikið. Uppgangurinn og ástríðan heilluðu „Ég fékk tilboð að utan en ekkert nógu gott til að stökkva á. Það var ekki rétta skrefið. Mér fannst þetta vera besti möguleikinn í stöðunni, að fara heim,“ sagði Dagur. KA komst í bikarúrslit og er aðeins einum sigri frá því að komast í undanúrslit Olís-deildarinnar. Dagur segir að gengi þeirra gulu og bláu hafi að sjálfsögðu gert heimkomuna meira heillandi en ella. „Það er mikill uppgangur þarna og ástríða hjá öllum í félaginu. Auðvitað heillar það og maður er mikill Akureyringur og harður KA-maður. Það þurfti ekki að selja manni neinar hugmyndir,“ sagði Dagur. Sér ekki eftir Stjörnuskrefinu Þrátt fyrir að tímabilið hafi endað illa fyrir Stjörnuna sér Dagur alls ekki eftir árunum tveimur í Garðabænum. „Það var leiðinlegt hvernig við duttum út og hvernig tímabilið endaði miðað við hvernig það fór af stað. Það endaði verr en maður sá fyrir sér,“ sagði Dagur. „Þetta var mjög gott skref fyrir mig, koma suður, spila hjá mjög góðum þjálfara [Patreki Jóhannessyni] og með góðum leikmönnum. Ég sé ekki eftir þessu. En eins og mér fannst það rétt á þeim tíma finnst mér rétt að fara aftur núna.“ Akureyringurinn stefnir sem fyrr á að komast að hjá erlendu félagi. „Klárlega, það hefur verið áhugi og ég fékk tilboð fyrr í vetur. Þetta er að nálgast en skrefið þarf að vera rétt. Þetta þarf að vera lið sem hentar manni. Stefnan á næstu einu til tveimur árum er að komast út og ég held að KA sé góður stökkpallur til þess.“ Spáir verðandi samherjunum sigri Verðandi samherjar Dags í KA mæta Haukum klukkan 18:30 í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar. KA-menn unnu dramatískan sigur í fyrsta leik liðanna og með sigri í kvöld tryggja þeir sér sæti í undanúrslitum. „Ég var búinn að spá að þeir ynnu allavega heimaleikinn, sama hvernig leikurinn á Ásvöllum færi, þannig ég held að þeir vinni þennan leik og komist áfram,“ sagði Dagur sem er enn fyrir sunnan og verður því ekki á leiknum í kvöld, nema í anda. Olís-deild karla KA Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Sjá meira
Dagur lék sinn síðasta leik fyrir Stjörnuna þegar liðið tapaði fyrir ÍBV, 22-25, í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar í gær. Eyjamenn unnu einvígið, 2-0. Hinn 22 ára Dagur hefur nú ákveðið að ganga aftur í raðir uppeldisfélagsins og klæðist því gulu og bláu á næsta tímabili. „Þetta hefur verið í gangi í smá tíma en það er ekki langt síðan þetta gekk í gegn,“ sagði Dagur í samtali við Vísi í dag. Hann segir að áhuginn hafi verið gagnkvæmur. „Báðir aðilar vildu þetta og eftir stutt spjall komust við að þeirri niðurstöðu að þetta væri málið,“ sagði hornamaðurinn. Erlend félög báru víurnar í hann í vetur en það heillaði ekki nógu mikið. Uppgangurinn og ástríðan heilluðu „Ég fékk tilboð að utan en ekkert nógu gott til að stökkva á. Það var ekki rétta skrefið. Mér fannst þetta vera besti möguleikinn í stöðunni, að fara heim,“ sagði Dagur. KA komst í bikarúrslit og er aðeins einum sigri frá því að komast í undanúrslit Olís-deildarinnar. Dagur segir að gengi þeirra gulu og bláu hafi að sjálfsögðu gert heimkomuna meira heillandi en ella. „Það er mikill uppgangur þarna og ástríða hjá öllum í félaginu. Auðvitað heillar það og maður er mikill Akureyringur og harður KA-maður. Það þurfti ekki að selja manni neinar hugmyndir,“ sagði Dagur. Sér ekki eftir Stjörnuskrefinu Þrátt fyrir að tímabilið hafi endað illa fyrir Stjörnuna sér Dagur alls ekki eftir árunum tveimur í Garðabænum. „Það var leiðinlegt hvernig við duttum út og hvernig tímabilið endaði miðað við hvernig það fór af stað. Það endaði verr en maður sá fyrir sér,“ sagði Dagur. „Þetta var mjög gott skref fyrir mig, koma suður, spila hjá mjög góðum þjálfara [Patreki Jóhannessyni] og með góðum leikmönnum. Ég sé ekki eftir þessu. En eins og mér fannst það rétt á þeim tíma finnst mér rétt að fara aftur núna.“ Akureyringurinn stefnir sem fyrr á að komast að hjá erlendu félagi. „Klárlega, það hefur verið áhugi og ég fékk tilboð fyrr í vetur. Þetta er að nálgast en skrefið þarf að vera rétt. Þetta þarf að vera lið sem hentar manni. Stefnan á næstu einu til tveimur árum er að komast út og ég held að KA sé góður stökkpallur til þess.“ Spáir verðandi samherjunum sigri Verðandi samherjar Dags í KA mæta Haukum klukkan 18:30 í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar. KA-menn unnu dramatískan sigur í fyrsta leik liðanna og með sigri í kvöld tryggja þeir sér sæti í undanúrslitum. „Ég var búinn að spá að þeir ynnu allavega heimaleikinn, sama hvernig leikurinn á Ásvöllum færi, þannig ég held að þeir vinni þennan leik og komist áfram,“ sagði Dagur sem er enn fyrir sunnan og verður því ekki á leiknum í kvöld, nema í anda.
Olís-deild karla KA Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Sjá meira