„Það er skelfilegt að sjá þetta“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2022 10:45 Rútan yfirgefna sem Pétur telur að hafi verið notuð fyrir matarsölu þegar þúsundir streymdu á svæðið til að skoða eldgosið. Pétur Hans Pétursson Útivistarunnanda blöskraði aðkoman á bílastæði í Leirdal sunnan við Fagradalsfjall þegar hann hugðist ganga Langahrygg ásamt eiginkonu sinni. Erlendum ferðamönnum á svæðinu var ekki skemmt enda áttu þeir ekki von á slíku ástandi í landi með náttúruna sem flaggskip. Þrettán mánuðir rúmir eru liðnir síðan eldgos hófst í Geldingadal. Hundruð þúsund skoðuðu eldgosið meðan það stóð yfir og enn streymir fólk að til að ganga á hrauninu. Ganga á Langahrygg nýtur mikilla vinsælda þessa stundina. Það er einmitt bílastæðið austast á veginum frá Grindavík þar sem styst er að komast á Langahrygg. Þangað mætti Pétur Hans Pétursson með eiginkonu sinni á sunnudaginn. „Mér fannst þetta alveg ömurlegt,“ segir Pétur sem kann best við sig á tveimur jafnfljótum í náttúrunni. Hann hefur heimsótt eldgosasvæðið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þar var allt lengi vel til sóma. En ekki lengur. Ferðalangur virðir fyrir sér yfirgefna sendibílinn.Pétur Hans Pétursson „Þarna var gamall sendibíll sem er hálfsokkinn því hann hefur verið þarna svo lengi. Í honum er ferðaklósett í viðbjóði. Þarna er líka rúta sem hefur verið notuð sem matarvagn. Einhver hefur rifið hana í sig. Þetta er bara svo sóðalegt,“ segir Pétur. Plasttunnur hafi verið á hliðinni, allt í skít og drullu að sögn Péturs. Það kostar þúsund krónur að leggja bíl sínum á bílastæðinu og rukka landeigendur bílaeigendur með smáforritinu PARKA. Pétur segir sjálfsagt að greiða fyrir bílastæði en þá þurfi að vera einhver lágmarksþjónusta. Salerni og að svæðinu sé haldið sómasamlegu. Þýskir ferðamenn sem gáfu sig á tal við Pétur veltu fyrir sér hvar gera ætti þarfir sínar. Notaður klósettpappír í hlíðunum var vísbending um svarið. „Ég sagði þeim því miður að það væri bara móinn.“ Sendibíllinn með ferðaklósettinu.Pétur Hans Pétursson Pétur segir bílastæðið það vinsælasta í augnablikinu. Þrjátíu til fjörutíu bílar hafi verið á svæðinu auk lítillar rútu. „Fólk keyrir í fjörutíu mínútur að svæðinu og gengur svo í einn til tvo tíma. Það verður að vera salernisaðstaða.“ Umgengnin og umhirðan er það sem fer mest fyrir brjóstið á Pétri. „Við hjónin vorum rasandi. Við erum ferðafólk og þessi leiðindaumgengni er rosalega döpur. Við viljum sýna hreint land,“ segir Pétur og hugsar til erlendu ferðamannanna og útflutningsverðmætis ferðaþjónustu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er bílastæðið í Leirdal í rekstri landeigenda Ísólfsskála. Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Bílastæði Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Þrettán mánuðir rúmir eru liðnir síðan eldgos hófst í Geldingadal. Hundruð þúsund skoðuðu eldgosið meðan það stóð yfir og enn streymir fólk að til að ganga á hrauninu. Ganga á Langahrygg nýtur mikilla vinsælda þessa stundina. Það er einmitt bílastæðið austast á veginum frá Grindavík þar sem styst er að komast á Langahrygg. Þangað mætti Pétur Hans Pétursson með eiginkonu sinni á sunnudaginn. „Mér fannst þetta alveg ömurlegt,“ segir Pétur sem kann best við sig á tveimur jafnfljótum í náttúrunni. Hann hefur heimsótt eldgosasvæðið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þar var allt lengi vel til sóma. En ekki lengur. Ferðalangur virðir fyrir sér yfirgefna sendibílinn.Pétur Hans Pétursson „Þarna var gamall sendibíll sem er hálfsokkinn því hann hefur verið þarna svo lengi. Í honum er ferðaklósett í viðbjóði. Þarna er líka rúta sem hefur verið notuð sem matarvagn. Einhver hefur rifið hana í sig. Þetta er bara svo sóðalegt,“ segir Pétur. Plasttunnur hafi verið á hliðinni, allt í skít og drullu að sögn Péturs. Það kostar þúsund krónur að leggja bíl sínum á bílastæðinu og rukka landeigendur bílaeigendur með smáforritinu PARKA. Pétur segir sjálfsagt að greiða fyrir bílastæði en þá þurfi að vera einhver lágmarksþjónusta. Salerni og að svæðinu sé haldið sómasamlegu. Þýskir ferðamenn sem gáfu sig á tal við Pétur veltu fyrir sér hvar gera ætti þarfir sínar. Notaður klósettpappír í hlíðunum var vísbending um svarið. „Ég sagði þeim því miður að það væri bara móinn.“ Sendibíllinn með ferðaklósettinu.Pétur Hans Pétursson Pétur segir bílastæðið það vinsælasta í augnablikinu. Þrjátíu til fjörutíu bílar hafi verið á svæðinu auk lítillar rútu. „Fólk keyrir í fjörutíu mínútur að svæðinu og gengur svo í einn til tvo tíma. Það verður að vera salernisaðstaða.“ Umgengnin og umhirðan er það sem fer mest fyrir brjóstið á Pétri. „Við hjónin vorum rasandi. Við erum ferðafólk og þessi leiðindaumgengni er rosalega döpur. Við viljum sýna hreint land,“ segir Pétur og hugsar til erlendu ferðamannanna og útflutningsverðmætis ferðaþjónustu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er bílastæðið í Leirdal í rekstri landeigenda Ísólfsskála.
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Bílastæði Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira