Foreldrar hafðir að fíflum Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar 27. apríl 2022 07:00 Í nýlegri frétt sagði móðir frá því þegar barni hennar var loks eftir langa bið boðið leikskólapláss í nýjum leikskóla í Reykjavík sem reyndist svo bókstaflega ekki vera til nema fundargerðum borgarinnar. Þetta er ekki einsdæmi því ég þekki í það minnsta tvær mæður sem hafa fengið svona boð. Önnur þeirra var dregin á asnaeyrunum í tæpt ár þar til hún gafst upp því óbyggði leikskólinn var alltaf að fara opna, hin fékk þó raunsærri tímasetningu en dvölin á að hefjast eftir 18 mánuði, eða tvær heilar meðgöngur. Maður verður því að spyrja sig hverslags mannvonska liggur að baki svona vinnubrögðum. Það er vel þekkt vandamál að yfirleitt seinkar öllum framkvæmdum á vegum borgarinnar, í þokkabót glíma leikskólarnir flestir við mikinn mannekluvanda. Jafnvel þeir leikskólar sem gátu bætt við sig deildum hafa átt í erfiðleikum með mönnun þeirra. Fyrir vikið hafa foreldrar lent í því að tapa lofuðum leikskólaplássum kannski einni til tveimur vikum fyrir fyrsta skóladaginn. Þessi vinnubrögð hjálpa foreldrunum því nákvæmlega ekki neitt en koma þó vissulega upp um viðhorf meirihlutans í borgarstjórn. Jú, því eftir tæpan áratug á valdastóli er núverandi meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar greinilega það mikið í mun að breiða yfir vandann, að starfsfólk er látið senda örvæntingarfullum foreldrum borgarinnar tilkynningu um leikskólapláss óháð því hvenær dvölin á að hefjast eða hvort umræddur leikskóli sé jafnvel til. Markmiðið með þessu er auðvitað að skreyta sig með því að hafa boðið öllum leikskólapláss og afbaka þannig opinberar tölur. Selja sömu óbyggðu leikskólana nokkrum sinnum yfir kjörtímabilið Í upphafi kjörtímabilsins 2018 var 15 nafngreindum átaksframkvæmdum lofað í nafni stýrihópsins Brúum bilið. Þar af sé ég ekki betur en að einungis fjórar séu kláraðar; einn sameinaður leikskóli að nafni Miðborg sem rataði í fréttir fyrir rottugang, rakaskemmdir og myglu og þrjár færanlegar byggingar. Eftir standa mörg kunnugleg leikskólanöfn í nýjustu fréttatilkynningu borgarinnar en með smá gúgli má sjá að um tvisvar á ári yfir síðastliðin 4 ár hefur borgin boðað byggingu sömu leikskólanna, viðbygginganna og færanlegu leikskólastofanna með tilheyrandi leikskólaplássum, þó oft sé einhverju nýju hent með. Þannig er alltaf verið að tilkynna sömu áformin í þessum tilkynningum sem borgin setur á heimasíðuna sína og sendir á fjölmiðla, bara undir nýrri fyrirsögn. Bæði í fréttum og á samfélagsmiðlum hafa borgarfulltrúar meirihlutans lýst því yfir að þeirra flokkar stundi sko heiðarleg stjórnmál og það sé bara tækifærismennska hjá Sjálfstæðisflokknum að lofa öllum börnum leikskólaplássi að loknu fæðingarorlofi þar sem þessir sömu flokkar lofuðu þessu fyrir 4 árum. Samfylkingin reyndar mun lengur. Því það á nefnilega að rætast úr þessum loforðum á næsta kjörtímabili, líkt og sagt var árið 2018 og árið 2014. Þá verð ég að spyrja, eru það heiðarleg stjórnmál að villa um fyrir foreldrum með því að endurvinna fréttatilkynningar? Eru það heiðarleg stjórnmál að útdeila leikskólaplássum sem eru ekki til nema á pappír til örvæntingarfullra foreldra? Nei, það er óheiðarlegt og vægast sagt hrein tækifærismennska, þar sem foreldrar eru gerðir að leiksoppum í pólitísku leikriti meirihlutans í borgarstjórn. Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Leikskólar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri frétt sagði móðir frá því þegar barni hennar var loks eftir langa bið boðið leikskólapláss í nýjum leikskóla í Reykjavík sem reyndist svo bókstaflega ekki vera til nema fundargerðum borgarinnar. Þetta er ekki einsdæmi því ég þekki í það minnsta tvær mæður sem hafa fengið svona boð. Önnur þeirra var dregin á asnaeyrunum í tæpt ár þar til hún gafst upp því óbyggði leikskólinn var alltaf að fara opna, hin fékk þó raunsærri tímasetningu en dvölin á að hefjast eftir 18 mánuði, eða tvær heilar meðgöngur. Maður verður því að spyrja sig hverslags mannvonska liggur að baki svona vinnubrögðum. Það er vel þekkt vandamál að yfirleitt seinkar öllum framkvæmdum á vegum borgarinnar, í þokkabót glíma leikskólarnir flestir við mikinn mannekluvanda. Jafnvel þeir leikskólar sem gátu bætt við sig deildum hafa átt í erfiðleikum með mönnun þeirra. Fyrir vikið hafa foreldrar lent í því að tapa lofuðum leikskólaplássum kannski einni til tveimur vikum fyrir fyrsta skóladaginn. Þessi vinnubrögð hjálpa foreldrunum því nákvæmlega ekki neitt en koma þó vissulega upp um viðhorf meirihlutans í borgarstjórn. Jú, því eftir tæpan áratug á valdastóli er núverandi meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar greinilega það mikið í mun að breiða yfir vandann, að starfsfólk er látið senda örvæntingarfullum foreldrum borgarinnar tilkynningu um leikskólapláss óháð því hvenær dvölin á að hefjast eða hvort umræddur leikskóli sé jafnvel til. Markmiðið með þessu er auðvitað að skreyta sig með því að hafa boðið öllum leikskólapláss og afbaka þannig opinberar tölur. Selja sömu óbyggðu leikskólana nokkrum sinnum yfir kjörtímabilið Í upphafi kjörtímabilsins 2018 var 15 nafngreindum átaksframkvæmdum lofað í nafni stýrihópsins Brúum bilið. Þar af sé ég ekki betur en að einungis fjórar séu kláraðar; einn sameinaður leikskóli að nafni Miðborg sem rataði í fréttir fyrir rottugang, rakaskemmdir og myglu og þrjár færanlegar byggingar. Eftir standa mörg kunnugleg leikskólanöfn í nýjustu fréttatilkynningu borgarinnar en með smá gúgli má sjá að um tvisvar á ári yfir síðastliðin 4 ár hefur borgin boðað byggingu sömu leikskólanna, viðbygginganna og færanlegu leikskólastofanna með tilheyrandi leikskólaplássum, þó oft sé einhverju nýju hent með. Þannig er alltaf verið að tilkynna sömu áformin í þessum tilkynningum sem borgin setur á heimasíðuna sína og sendir á fjölmiðla, bara undir nýrri fyrirsögn. Bæði í fréttum og á samfélagsmiðlum hafa borgarfulltrúar meirihlutans lýst því yfir að þeirra flokkar stundi sko heiðarleg stjórnmál og það sé bara tækifærismennska hjá Sjálfstæðisflokknum að lofa öllum börnum leikskólaplássi að loknu fæðingarorlofi þar sem þessir sömu flokkar lofuðu þessu fyrir 4 árum. Samfylkingin reyndar mun lengur. Því það á nefnilega að rætast úr þessum loforðum á næsta kjörtímabili, líkt og sagt var árið 2018 og árið 2014. Þá verð ég að spyrja, eru það heiðarleg stjórnmál að villa um fyrir foreldrum með því að endurvinna fréttatilkynningar? Eru það heiðarleg stjórnmál að útdeila leikskólaplássum sem eru ekki til nema á pappír til örvæntingarfullra foreldra? Nei, það er óheiðarlegt og vægast sagt hrein tækifærismennska, þar sem foreldrar eru gerðir að leiksoppum í pólitísku leikriti meirihlutans í borgarstjórn. Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun