Chiellini leggur landsliðsskóna á hilluna í sumar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. apríl 2022 23:31 Giorgio Chiellini ætlar að enda landsliðsferilinn á sama stað og hann varð Evrópumeistari með liðinu. Michael Regan - UEFA/UEFA via Getty Images Giorgio Chiellini, fyrirliði ítalska landsliðsins í knattspyrnu, ætlar sér að hætta að spila með landsliðinu eftir leik liðsins gegn því argentínska sem fram fer á Wembley í júní. Þessi 37 ára gamli varnarmaður á að baki 116 leiki fyrir ítalska landsliðið sem gerir hann að fimmta leikjahæsta leikmanni liðsins ásamt Andrea Pirlo. Aðeins Daniele de Rossi, Paolo Maldini, Fabio Cannavaro og Gianluigi Buffon hafa leikið fleiri leiki fyrir ítalska landsliðið en Chiellini. Ítalir munu leika gegn Argentínumönnum á Wembley þann 1. júní næstkomandi í leik sem kallaður er „Finalissima“ en þetta verður í þriðja skipti í sögunni sem leikur af þessu tagi fer fram þar sem Evrópumeistararnir mæta Suður-Ameríkumeisturunum í sérstökum leik. Chiellini ætlar sér að taka þátt í þessum leik og segja svo skilið við ítalska landsliðið, en Ítölum mistókst að vinna sér inn sæti á HM í Katar sem fram fer í nóvember og desember. „Ég ætla að kveðja landsliðið á Wembley þar sem ég upplifði hápunkt ferlinsins þegar við urðum Evrópumeistarar,“ sagði Chiellini í samtali við DAZN eftir leik Juventus og Sassuolo. „Ég vil geta kvatt „Azzurri“ með góðri minningu.“ Eins og áður segir er Chiellini orðinn 37 ára gamll og því farið að styttast í annan endann á ferli hans. Hann hefur þó ekki enn ákveðið hvort hann muni taka eitt tímabil í viðbót með Juventus. „Ástarævintýri mitt með Juventus er ekki á enda. Það mun aldrei enda,“ sagði Chiellini. „Auðvitað þarf ég að taka stöðuna núna og út tímabilið. Ég þarf að tala við fjölskyldu mína um hvað sé best að gera.“ „Við skulum ná þessu fjórða sæti fyrst og vinna Coppa Italia [ítölsku bikarkeppnina], og svo sest ég niður með fjölskyldunum mínum tveim - heima og Juventus - og finn út úr því hvað er best fyrir alla.“ „Ég gerði það sama seinasta sumar. Ég tók mér tíma og skrifaði ekki undir nýjan samning fyrr en eftir Evrópumótið. Þegar þú ert kominn á minn aldur þá geturðu ekki verið að horfa of langt inn í framtíðina. En það er eðlilegt og allt í góðu,“ sagði hinn geðþekki Giorgio Ciellini að lokum. Fótbolti Ítalía Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Sjá meira
Þessi 37 ára gamli varnarmaður á að baki 116 leiki fyrir ítalska landsliðið sem gerir hann að fimmta leikjahæsta leikmanni liðsins ásamt Andrea Pirlo. Aðeins Daniele de Rossi, Paolo Maldini, Fabio Cannavaro og Gianluigi Buffon hafa leikið fleiri leiki fyrir ítalska landsliðið en Chiellini. Ítalir munu leika gegn Argentínumönnum á Wembley þann 1. júní næstkomandi í leik sem kallaður er „Finalissima“ en þetta verður í þriðja skipti í sögunni sem leikur af þessu tagi fer fram þar sem Evrópumeistararnir mæta Suður-Ameríkumeisturunum í sérstökum leik. Chiellini ætlar sér að taka þátt í þessum leik og segja svo skilið við ítalska landsliðið, en Ítölum mistókst að vinna sér inn sæti á HM í Katar sem fram fer í nóvember og desember. „Ég ætla að kveðja landsliðið á Wembley þar sem ég upplifði hápunkt ferlinsins þegar við urðum Evrópumeistarar,“ sagði Chiellini í samtali við DAZN eftir leik Juventus og Sassuolo. „Ég vil geta kvatt „Azzurri“ með góðri minningu.“ Eins og áður segir er Chiellini orðinn 37 ára gamll og því farið að styttast í annan endann á ferli hans. Hann hefur þó ekki enn ákveðið hvort hann muni taka eitt tímabil í viðbót með Juventus. „Ástarævintýri mitt með Juventus er ekki á enda. Það mun aldrei enda,“ sagði Chiellini. „Auðvitað þarf ég að taka stöðuna núna og út tímabilið. Ég þarf að tala við fjölskyldu mína um hvað sé best að gera.“ „Við skulum ná þessu fjórða sæti fyrst og vinna Coppa Italia [ítölsku bikarkeppnina], og svo sest ég niður með fjölskyldunum mínum tveim - heima og Juventus - og finn út úr því hvað er best fyrir alla.“ „Ég gerði það sama seinasta sumar. Ég tók mér tíma og skrifaði ekki undir nýjan samning fyrr en eftir Evrópumótið. Þegar þú ert kominn á minn aldur þá geturðu ekki verið að horfa of langt inn í framtíðina. En það er eðlilegt og allt í góðu,“ sagði hinn geðþekki Giorgio Ciellini að lokum.
Fótbolti Ítalía Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Sjá meira