Andri: Áttum ekki glansleik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. apríl 2022 20:20 Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs. Vísir/Hulda Margrét KA/Þór sigraði Hauka 30-27 í fyrsta leik liðanna í 6-liða úrslitum Olís deildar kvenna norðan heiða í kvöld. Leikurinn var spennandi allt til loka. Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA, var sáttur með að komast 1-0 yfir í einvíginu en segir þó hafa vantað upp á spilamennskuna. „Þetta var bara hörkuleikur og við undir þegar lítið var eftir en við kláruðum þetta í restina og ég verð að segja eins er að við áttum ekki glansleik en við unnum og það er það sem skiptir máli.” KA/Þór byrjaði vel og komust 5-1 yfir en fengu svo áhlaup seinna í hálfleiknum þar sem Haukar breyta stöðunni úr því að vera 10-8 undir í 8-13 yfir. Hvað gerist á þessum kafla? „Til að byrja með byrjum við á að klúðra fullt af færum, við vorum að fá fín færi, en svo vorum við bara eftir það hikandi í okkar aðgerðum og misstum aðeins taktinn í sókninni. Varnarlega vorum við ekki nógu góðar og Sunna hafði lítið til að vinna úr og þetta voru alltof auðveld mörk sem við vorum að fá á okkur og við vorum bara á hælunum til að segja eins og er og vorum pínu heppnar að vera bara einu marki undir í hálfleik þannig að við vorum bara ekki góðar.” Haukar voru oft að fá opin færi þar sem varnarvinnan var að klikka hjá KA/Þór sem er sjaldsjéð. Hvers vegna var vörnin svona götótt? „Við vorum bara einhvernveginn ekki í takt, við vorum bara með alltof fá fríköst og alltof léleg vinnsla en það tók smá tíma og við fengum rispur inn á milli þar sem við náðum þessu í gang en ég verð bara að segja eins og er að mér fannst þetta ekki góður leikur af okkar hálfu en ég er mjög feginn að sigra.” „Vonandi er þetta bara leikurinn sem við þurftum til að koma okkur aftur í gírinn, eins og ég segi enginn glansleikur en við eigum helling inni.” Hvað þarf liðið að vinna í fyrir næstu viðureign sem fram fer á Ásvöllum á sunnudag? „Fyrst og fremst varnarleikurinn, við þurfum að gera miklu betur og hjálpa okkar markmönnum þannig að við fáum skotin sem við viljum fá og það er það sem við ætlum að horfa fyrst og fremst í.” Rakel Sara Elvarsdóttir fór meidd af velli þar sem hún snéri sig á ökkla. Andri vonar það besta.„Við erum að skoða það, hún snéri sig illa en við setjum hana í bómul núna og hún verður bara klár á sunnudaginn. Hildur Lilja stóð sig frábærlega í hægra horninu og gaman að sjá hennar innkomu.” Hildur Lilja Jónsdóttir kom inn á í stað Rakelar og skoraði 5 mörk úr 7 skotum rétt eins og Rakel hafði gert í leiknum. „Við erum bara með hörkulið, við erum með mikla breidd, meiri breidd en margir halda þannig það kemur bara maður í manns stað og þannig vinnum við þetta í KA/Þór”, sagði Andri eldhress að lokum. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Haukar 30-27 | Meistararnir byrja á sigri Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu góðan þriggja marka sigur gegn Haukum í fyrsta leik úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í kvöld, 30-27. 28. apríl 2022 19:27 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA, var sáttur með að komast 1-0 yfir í einvíginu en segir þó hafa vantað upp á spilamennskuna. „Þetta var bara hörkuleikur og við undir þegar lítið var eftir en við kláruðum þetta í restina og ég verð að segja eins er að við áttum ekki glansleik en við unnum og það er það sem skiptir máli.” KA/Þór byrjaði vel og komust 5-1 yfir en fengu svo áhlaup seinna í hálfleiknum þar sem Haukar breyta stöðunni úr því að vera 10-8 undir í 8-13 yfir. Hvað gerist á þessum kafla? „Til að byrja með byrjum við á að klúðra fullt af færum, við vorum að fá fín færi, en svo vorum við bara eftir það hikandi í okkar aðgerðum og misstum aðeins taktinn í sókninni. Varnarlega vorum við ekki nógu góðar og Sunna hafði lítið til að vinna úr og þetta voru alltof auðveld mörk sem við vorum að fá á okkur og við vorum bara á hælunum til að segja eins og er og vorum pínu heppnar að vera bara einu marki undir í hálfleik þannig að við vorum bara ekki góðar.” Haukar voru oft að fá opin færi þar sem varnarvinnan var að klikka hjá KA/Þór sem er sjaldsjéð. Hvers vegna var vörnin svona götótt? „Við vorum bara einhvernveginn ekki í takt, við vorum bara með alltof fá fríköst og alltof léleg vinnsla en það tók smá tíma og við fengum rispur inn á milli þar sem við náðum þessu í gang en ég verð bara að segja eins og er að mér fannst þetta ekki góður leikur af okkar hálfu en ég er mjög feginn að sigra.” „Vonandi er þetta bara leikurinn sem við þurftum til að koma okkur aftur í gírinn, eins og ég segi enginn glansleikur en við eigum helling inni.” Hvað þarf liðið að vinna í fyrir næstu viðureign sem fram fer á Ásvöllum á sunnudag? „Fyrst og fremst varnarleikurinn, við þurfum að gera miklu betur og hjálpa okkar markmönnum þannig að við fáum skotin sem við viljum fá og það er það sem við ætlum að horfa fyrst og fremst í.” Rakel Sara Elvarsdóttir fór meidd af velli þar sem hún snéri sig á ökkla. Andri vonar það besta.„Við erum að skoða það, hún snéri sig illa en við setjum hana í bómul núna og hún verður bara klár á sunnudaginn. Hildur Lilja stóð sig frábærlega í hægra horninu og gaman að sjá hennar innkomu.” Hildur Lilja Jónsdóttir kom inn á í stað Rakelar og skoraði 5 mörk úr 7 skotum rétt eins og Rakel hafði gert í leiknum. „Við erum bara með hörkulið, við erum með mikla breidd, meiri breidd en margir halda þannig það kemur bara maður í manns stað og þannig vinnum við þetta í KA/Þór”, sagði Andri eldhress að lokum.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Haukar 30-27 | Meistararnir byrja á sigri Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu góðan þriggja marka sigur gegn Haukum í fyrsta leik úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í kvöld, 30-27. 28. apríl 2022 19:27 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Leik lokið: KA/Þór - Haukar 30-27 | Meistararnir byrja á sigri Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu góðan þriggja marka sigur gegn Haukum í fyrsta leik úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í kvöld, 30-27. 28. apríl 2022 19:27