Andri: Áttum ekki glansleik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. apríl 2022 20:20 Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs. Vísir/Hulda Margrét KA/Þór sigraði Hauka 30-27 í fyrsta leik liðanna í 6-liða úrslitum Olís deildar kvenna norðan heiða í kvöld. Leikurinn var spennandi allt til loka. Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA, var sáttur með að komast 1-0 yfir í einvíginu en segir þó hafa vantað upp á spilamennskuna. „Þetta var bara hörkuleikur og við undir þegar lítið var eftir en við kláruðum þetta í restina og ég verð að segja eins er að við áttum ekki glansleik en við unnum og það er það sem skiptir máli.” KA/Þór byrjaði vel og komust 5-1 yfir en fengu svo áhlaup seinna í hálfleiknum þar sem Haukar breyta stöðunni úr því að vera 10-8 undir í 8-13 yfir. Hvað gerist á þessum kafla? „Til að byrja með byrjum við á að klúðra fullt af færum, við vorum að fá fín færi, en svo vorum við bara eftir það hikandi í okkar aðgerðum og misstum aðeins taktinn í sókninni. Varnarlega vorum við ekki nógu góðar og Sunna hafði lítið til að vinna úr og þetta voru alltof auðveld mörk sem við vorum að fá á okkur og við vorum bara á hælunum til að segja eins og er og vorum pínu heppnar að vera bara einu marki undir í hálfleik þannig að við vorum bara ekki góðar.” Haukar voru oft að fá opin færi þar sem varnarvinnan var að klikka hjá KA/Þór sem er sjaldsjéð. Hvers vegna var vörnin svona götótt? „Við vorum bara einhvernveginn ekki í takt, við vorum bara með alltof fá fríköst og alltof léleg vinnsla en það tók smá tíma og við fengum rispur inn á milli þar sem við náðum þessu í gang en ég verð bara að segja eins og er að mér fannst þetta ekki góður leikur af okkar hálfu en ég er mjög feginn að sigra.” „Vonandi er þetta bara leikurinn sem við þurftum til að koma okkur aftur í gírinn, eins og ég segi enginn glansleikur en við eigum helling inni.” Hvað þarf liðið að vinna í fyrir næstu viðureign sem fram fer á Ásvöllum á sunnudag? „Fyrst og fremst varnarleikurinn, við þurfum að gera miklu betur og hjálpa okkar markmönnum þannig að við fáum skotin sem við viljum fá og það er það sem við ætlum að horfa fyrst og fremst í.” Rakel Sara Elvarsdóttir fór meidd af velli þar sem hún snéri sig á ökkla. Andri vonar það besta.„Við erum að skoða það, hún snéri sig illa en við setjum hana í bómul núna og hún verður bara klár á sunnudaginn. Hildur Lilja stóð sig frábærlega í hægra horninu og gaman að sjá hennar innkomu.” Hildur Lilja Jónsdóttir kom inn á í stað Rakelar og skoraði 5 mörk úr 7 skotum rétt eins og Rakel hafði gert í leiknum. „Við erum bara með hörkulið, við erum með mikla breidd, meiri breidd en margir halda þannig það kemur bara maður í manns stað og þannig vinnum við þetta í KA/Þór”, sagði Andri eldhress að lokum. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Haukar 30-27 | Meistararnir byrja á sigri Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu góðan þriggja marka sigur gegn Haukum í fyrsta leik úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í kvöld, 30-27. 28. apríl 2022 19:27 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA, var sáttur með að komast 1-0 yfir í einvíginu en segir þó hafa vantað upp á spilamennskuna. „Þetta var bara hörkuleikur og við undir þegar lítið var eftir en við kláruðum þetta í restina og ég verð að segja eins er að við áttum ekki glansleik en við unnum og það er það sem skiptir máli.” KA/Þór byrjaði vel og komust 5-1 yfir en fengu svo áhlaup seinna í hálfleiknum þar sem Haukar breyta stöðunni úr því að vera 10-8 undir í 8-13 yfir. Hvað gerist á þessum kafla? „Til að byrja með byrjum við á að klúðra fullt af færum, við vorum að fá fín færi, en svo vorum við bara eftir það hikandi í okkar aðgerðum og misstum aðeins taktinn í sókninni. Varnarlega vorum við ekki nógu góðar og Sunna hafði lítið til að vinna úr og þetta voru alltof auðveld mörk sem við vorum að fá á okkur og við vorum bara á hælunum til að segja eins og er og vorum pínu heppnar að vera bara einu marki undir í hálfleik þannig að við vorum bara ekki góðar.” Haukar voru oft að fá opin færi þar sem varnarvinnan var að klikka hjá KA/Þór sem er sjaldsjéð. Hvers vegna var vörnin svona götótt? „Við vorum bara einhvernveginn ekki í takt, við vorum bara með alltof fá fríköst og alltof léleg vinnsla en það tók smá tíma og við fengum rispur inn á milli þar sem við náðum þessu í gang en ég verð bara að segja eins og er að mér fannst þetta ekki góður leikur af okkar hálfu en ég er mjög feginn að sigra.” „Vonandi er þetta bara leikurinn sem við þurftum til að koma okkur aftur í gírinn, eins og ég segi enginn glansleikur en við eigum helling inni.” Hvað þarf liðið að vinna í fyrir næstu viðureign sem fram fer á Ásvöllum á sunnudag? „Fyrst og fremst varnarleikurinn, við þurfum að gera miklu betur og hjálpa okkar markmönnum þannig að við fáum skotin sem við viljum fá og það er það sem við ætlum að horfa fyrst og fremst í.” Rakel Sara Elvarsdóttir fór meidd af velli þar sem hún snéri sig á ökkla. Andri vonar það besta.„Við erum að skoða það, hún snéri sig illa en við setjum hana í bómul núna og hún verður bara klár á sunnudaginn. Hildur Lilja stóð sig frábærlega í hægra horninu og gaman að sjá hennar innkomu.” Hildur Lilja Jónsdóttir kom inn á í stað Rakelar og skoraði 5 mörk úr 7 skotum rétt eins og Rakel hafði gert í leiknum. „Við erum bara með hörkulið, við erum með mikla breidd, meiri breidd en margir halda þannig það kemur bara maður í manns stað og þannig vinnum við þetta í KA/Þór”, sagði Andri eldhress að lokum.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Haukar 30-27 | Meistararnir byrja á sigri Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu góðan þriggja marka sigur gegn Haukum í fyrsta leik úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í kvöld, 30-27. 28. apríl 2022 19:27 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Leik lokið: KA/Þór - Haukar 30-27 | Meistararnir byrja á sigri Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu góðan þriggja marka sigur gegn Haukum í fyrsta leik úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í kvöld, 30-27. 28. apríl 2022 19:27
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni