Skoðun

Kjósum Mjöll sem næsta formann grunnskólakennara

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar

Grunnskólakennarar kjósa formann 2. -7. maí. Mikilvægt er að nýta kosningarétt sinn. Þrír einstaklingar gefa kost á sér sem er vel. Gott að kennarar hafi val. Gaman að sjá áhuga kennara á starfinu.

Formannsstarfið er vandasamt. Það krefst mikilla samskipta og hæfni í samskiptum. Því miður hafa ekki allir sömu getu til að eiga samskipti við marga og ólíka einstaklinga. Alls ekki. Ég treysti Mjöll best til að leiða félag grunnskólakennara næstu fjögur árin. Ég treysti henni best til að leiða stefnu félagsins eins og hún leggur upp með í kosningabaráttu sinni.

Formannsstarfið krefst samvinnu margra. Líka víðs vegar um land. Enn kemur að Mjöll, ég treysti henni best til að leiða svæðafélögin saman í góðri vinnu þegar á þarf að halda. Slík samvinna hefur verið lítil undanfarin fjögur ár, bæta þarf úr því. Ekki er nóg að tala um samvinnu, hana þarf að sýna og rækta. Ég treysti Mjöll til að leggja svæðadeildir landsins að jöfnu í slíku samstarfi.

Dreifa þarf ábyrgð. Það er engu félagi til heilla að sama fólkið safnist í kringum formann félagsins í nefndum félags. Ólíkar skoðanir verða að heyrast. Grasrótin, sama hvar á landinu sem hún er, þarf að hafa rödd sem á er hlustað. Ég treysti Mjöll best til að viðra lýðræði, samvinnu og byggja traust milli félagsmanna. Undanfarin fjögur ár hafa sýnt að það er ekki á allra færi að virða umrædd gildi.

Formaður á í nánum samskiptum við aðra formenn aðildarfélag Kennarasamband Ísland. Oft eru þrumuský á lofti og ágreiningur um mál. Nauðsynlegt er að hafa einstakling í formannsembætti Félags grunnskólakennara sem hefur góð samskipti í fyrrúmi. Nauðsynlegt er að hafa formann sem getur hlustað á ólík sjónarmið innan KÍ og ber virðingu fyrir fólki. Nauðsynlegt er að hafa formann sem miðlað getur málum þegar á þarf að halda. Nauðsynlegt er að hafa formann sem stendur fast á sínu án þess að hleypa öllu í bál og brand. Í þeim efnum treysti ég Mjöll best af þeim frambjóðendum sem bjóða sig fra.

Kennarar kjósum Mjöll fyrir okkur öll.

Höfundur er grunnskólakennari.




Skoðun

Sjá meira


×