Grunnskólinn er fyrir alla nemendur Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 29. apríl 2022 11:01 Menntastefna Samfylkingarinnar byggir á gildum um jöfnuð, félagslegt réttlæti og mannréttindi. Vellíðan barna og ungmenna á að vera í forgrunni í allri stefnumótun skólamála og stuðningur við starfið verður að taka mið af því. Rauður þráður í sýn Samfylkingarinnar er að efnahagur má aldrei ráða möguleikum til menntunar og liður í árangursríku skólastarfi er að tryggja öllum nemendum jöfn tækifæri. Skóli án aðgreiningar Frá því grunnskólinn fluttist yfir til sveitarfélaganna hafa orðið talsverðar breytingar á starfsemi hans. Og enn er deilt um hvort nægilegt fjármagn hafi fylgt verkefninu á sínum tíma. Ein stærsta breytingin sem orðið hefur er hugmyndin um skóla án aðgreiningar. Í skóla án aðgreiningar á að vera pláss fyrir öll börn og þau eiga að fá þá þjónustu sem þau þurfa til að þroska hæfileika sína. Skóli án aðgreiningar fellur vel að hugmyndafræði jafnaðarmanna enda leggjum við áherslu á skóla sem byggja á lýðræði, mannréttindum og jafnrétti, skóla sem fagnar fjölbreytileikanum og rúmar öll börn. Aukum aðgengi að sérfræðiþjónustu Ef við ætlum að búa börnum góð skilyrði til vaxtar og þroska þá verða sveitarfélögin að auka aðgengi skóla og kennara að annarri sérfræðiþjónustu. Forsenda þess að skóli án aðgreiningar virki er að fjölga fagfólki með fjölbreytta þekkingu inni í skólunum sem starfa við hlið kennaranna sem eru sérfræðingar á sínu sviði. Snemmtæk íhlutun getur skipt sköpum fyrir börnin og mikilvægt er að hafa það í huga að það á að aðstoða börn þó greining sé ekki til staðar. Besta framtíðarfjárfestingin Það er sorglegt til þess að hugsa að börn sem eru nýbyrjuð í skóla upplifi vanmátt af því þau eru í aðstæðum sem þau ráða illa við og fá ekki þann stuðning sem þau þurfa á að halda. Besta framtíðarfjárfesting samfélagsins er að fjárfesta í þessum börnum og gera það sem fyrst áður en vandinn verður of flókinn. Ef við gerum það ekki þá er hættan sú að þau fari á mis við þá menntun og þau tækifæri sem okkur ber að veita þeim í grunnskólanum og afleiðingin getur orðið sú að þau búi við skert lífsgæði. Mikið er því í húfi og það er skylda okkar að koma til móts við þennan hóp. Í bæjarstjórn mun Samfylkingin leggja höfuðáherslu á að efla þjónustu við þennan hóp innan skólans í samvinnu við skólasamfélagið og fagfólkið innan þess. Við þurfum að gera betur í þessum málum - miklu betur. Nemendur og forráðamenn þeirra eiga rétt á því að við tökum á þessum málum af festu með hagsmuni allra nemenda að leiðarljósi - og það munu jafnaðarmenn gera í meirihluta á næsta kjörtímabili. Að sjálfsögðu! Höfundur skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Grunnskólar Skóla- og menntamál Árni Rúnar Þorvaldsson Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Menntastefna Samfylkingarinnar byggir á gildum um jöfnuð, félagslegt réttlæti og mannréttindi. Vellíðan barna og ungmenna á að vera í forgrunni í allri stefnumótun skólamála og stuðningur við starfið verður að taka mið af því. Rauður þráður í sýn Samfylkingarinnar er að efnahagur má aldrei ráða möguleikum til menntunar og liður í árangursríku skólastarfi er að tryggja öllum nemendum jöfn tækifæri. Skóli án aðgreiningar Frá því grunnskólinn fluttist yfir til sveitarfélaganna hafa orðið talsverðar breytingar á starfsemi hans. Og enn er deilt um hvort nægilegt fjármagn hafi fylgt verkefninu á sínum tíma. Ein stærsta breytingin sem orðið hefur er hugmyndin um skóla án aðgreiningar. Í skóla án aðgreiningar á að vera pláss fyrir öll börn og þau eiga að fá þá þjónustu sem þau þurfa til að þroska hæfileika sína. Skóli án aðgreiningar fellur vel að hugmyndafræði jafnaðarmanna enda leggjum við áherslu á skóla sem byggja á lýðræði, mannréttindum og jafnrétti, skóla sem fagnar fjölbreytileikanum og rúmar öll börn. Aukum aðgengi að sérfræðiþjónustu Ef við ætlum að búa börnum góð skilyrði til vaxtar og þroska þá verða sveitarfélögin að auka aðgengi skóla og kennara að annarri sérfræðiþjónustu. Forsenda þess að skóli án aðgreiningar virki er að fjölga fagfólki með fjölbreytta þekkingu inni í skólunum sem starfa við hlið kennaranna sem eru sérfræðingar á sínu sviði. Snemmtæk íhlutun getur skipt sköpum fyrir börnin og mikilvægt er að hafa það í huga að það á að aðstoða börn þó greining sé ekki til staðar. Besta framtíðarfjárfestingin Það er sorglegt til þess að hugsa að börn sem eru nýbyrjuð í skóla upplifi vanmátt af því þau eru í aðstæðum sem þau ráða illa við og fá ekki þann stuðning sem þau þurfa á að halda. Besta framtíðarfjárfesting samfélagsins er að fjárfesta í þessum börnum og gera það sem fyrst áður en vandinn verður of flókinn. Ef við gerum það ekki þá er hættan sú að þau fari á mis við þá menntun og þau tækifæri sem okkur ber að veita þeim í grunnskólanum og afleiðingin getur orðið sú að þau búi við skert lífsgæði. Mikið er því í húfi og það er skylda okkar að koma til móts við þennan hóp. Í bæjarstjórn mun Samfylkingin leggja höfuðáherslu á að efla þjónustu við þennan hóp innan skólans í samvinnu við skólasamfélagið og fagfólkið innan þess. Við þurfum að gera betur í þessum málum - miklu betur. Nemendur og forráðamenn þeirra eiga rétt á því að við tökum á þessum málum af festu með hagsmuni allra nemenda að leiðarljósi - og það munu jafnaðarmenn gera í meirihluta á næsta kjörtímabili. Að sjálfsögðu! Höfundur skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun