Valur með tak á KR fyrir stórleik kvöldsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. apríl 2022 12:00 Valsmenn fagna því sem reyndist sigurmarkið er liðin mættust á Hlíðarenda í fyrra. Vísir/Daníel Þór Það er sannkallaður stórleikur í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld þegar Reykjavíkurliðin Valur og KR mætast. Valsmenn hafa unnið síðustu þrjár viðureignir liðanna. KR vann leik liðanna á Hlíðarenda í upphafi tímabils 2020 en Valur endaði sem Íslandsmeistari það ár. Valur hefur unnið síðustu þrjá deildarleiki liðanna en það vekur athygli hversu mikill munur hefur verið á leikjum liðanna á Hlíðarenda og svo á Meistaravöllum í Vesturbænum. Síðustu tveir leikir á Hlíðarenda hafa endað 0-1 og 1-0 á meðan mörkunum hefur rignt vestur í bæ, lokatölur 4-5 árið 2020 og svo 2-3 á síðustu leiktíð. Það hefur hins vegar ekki vantað baráttuna í leikina á Hlíðarenda þar sem liðin sönkuðu að sér sjö gulum spjöldum á síðustu leiktíð og sex árið þar á undan. Kristinn Jónsson stígur trylltan dans.Vísir/Daníel Þór Það er ljóst að það verður barist til síðasta manns í kvöld en KR-ingar töpuðu 0-1 fyrir Breiðabliki í síðustu umferð og það er einfaldlega ekki í boði að tapa tveimur af fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Kjartan Henry Finnbogason ætti að snúa aftur í lið KR-inga en hann hóf mótið í tveggja leikja banni. Það ætti að reynast mikill happafengur en KR hefði getað nýtt markanef hans í leiknum gegn Breiðabliki í síðustu umferð. Þá vonast KR-ingar eftir því að Stefán Árni Geirsson hafi náð sér af meiðslum. Heimir Guðjónsson hefur stillt upp sama liði í báðum leikjum Vals til þessa og verður forvitnilegt að sjá hvort hann haldi sig við sama lið í kvöld eftir nauma sigra gegn ÍBV og Keflavík. Sigur í kvöld myndi hins vegar sýna að Valur er til alls líklegt í Bestu deildinni í sumar. Leikur Vals og KR er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Leikurinn hefst klukkan 19.15 en útsending stundarfjórðung fyrr. Að leik loknum verður hann gerður upp í Stúkunni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn KR Valur Besta deild karla Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fleiri fréttir Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sjá meira
Valur hefur unnið síðustu þrjá deildarleiki liðanna en það vekur athygli hversu mikill munur hefur verið á leikjum liðanna á Hlíðarenda og svo á Meistaravöllum í Vesturbænum. Síðustu tveir leikir á Hlíðarenda hafa endað 0-1 og 1-0 á meðan mörkunum hefur rignt vestur í bæ, lokatölur 4-5 árið 2020 og svo 2-3 á síðustu leiktíð. Það hefur hins vegar ekki vantað baráttuna í leikina á Hlíðarenda þar sem liðin sönkuðu að sér sjö gulum spjöldum á síðustu leiktíð og sex árið þar á undan. Kristinn Jónsson stígur trylltan dans.Vísir/Daníel Þór Það er ljóst að það verður barist til síðasta manns í kvöld en KR-ingar töpuðu 0-1 fyrir Breiðabliki í síðustu umferð og það er einfaldlega ekki í boði að tapa tveimur af fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Kjartan Henry Finnbogason ætti að snúa aftur í lið KR-inga en hann hóf mótið í tveggja leikja banni. Það ætti að reynast mikill happafengur en KR hefði getað nýtt markanef hans í leiknum gegn Breiðabliki í síðustu umferð. Þá vonast KR-ingar eftir því að Stefán Árni Geirsson hafi náð sér af meiðslum. Heimir Guðjónsson hefur stillt upp sama liði í báðum leikjum Vals til þessa og verður forvitnilegt að sjá hvort hann haldi sig við sama lið í kvöld eftir nauma sigra gegn ÍBV og Keflavík. Sigur í kvöld myndi hins vegar sýna að Valur er til alls líklegt í Bestu deildinni í sumar. Leikur Vals og KR er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Leikurinn hefst klukkan 19.15 en útsending stundarfjórðung fyrr. Að leik loknum verður hann gerður upp í Stúkunni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Valur Besta deild karla Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fleiri fréttir Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sjá meira