Gengið yfir 1.600 kílómetra í dag til að heiðra fólk með krabbamein Eiður Þór Árnason skrifar 30. apríl 2022 20:00 Viðburðurinn hófst á Selfossi í dag. Aðsend Fyrstu Styrkleikar Krabbameinsfélags Íslands eru í fullum gangi og voru þátttakendur búnir að ganga 7.250 hringi, eða 1.600 kílómetra um klukkan 18:20 í kvöld þegar fjórðungur var liðinn af tímanum. Lið sem taka þátt í Styrkleikunum skiptast á að halda boðhlaupskefli gangandi í heilan sólarhring. Viðburðurinn hófst á Selfossi í dag og stendur yfir til hádegis á morgun. Hægt er að velja um þrjár vegalengdir og gefur hver vegalengd ákveðin fjölda smella á sérstökum teljurum sem þátttakendur nota til að telja þá hringi sem gengnir eru. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu en markmiðið með Styrkleikunum er að styðja, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. Lengd viðburðarins er ætlað að vera táknræn fyrir það að engin hvíld fáist frá krabbameini. Gleðin skíni úr hverju andliti Haft er eftir Evu Írisi Eyjólfsdóttur, verkefnastjóra Styrkleikana, að afar ánægjulegt sé að sjá hversu margir taki þátt í leikunum en hátt í 250 manns höfðu skráð sig til leiks í sextán liðum við setningu þeirra. Sömuleiðis sé gleðilegt hve margir bætist sífellt í hópinn. Eva segir að stemmningin sé einstök og gleði og þakklæti skíni úr hverju andliti. Viðburðurinn er ætlaður allri fjölskyldunni.Aðsend Að sögn Krabbameinsfélagsins nær dagskráin hámarki þegar svokölluð Ljósastund verður haldin klukkan 22 í kvöld. Þar verði kveikt á kertum í sérútbúnum pokum sem þátttakendur hafi skreytt og skrifað hugleiðingar eða kveðjur á, sérstaklega ætlaðar til stuðnings eða minningar. Styrkleikarnir eru alþjóðlegur viðburður sem fer árlega fram á yfir fimm þúsund stöðum í yfir þrjátíu löndum um allan heim. Hátt í tíu milljónir taka þátt í viðburðinum á hverju ári, að sögn Krabbameinsfélagsins. Fréttamaðurinn Magnús Hlynur Hreiðarsson fjallaði um Styrkleikana í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Góðverk Árborg Tengdar fréttir Styrkleikar Krabbameinsfélagsins í sólarhring á Selfossi Það fæst engin hvíld frá krabbameini og sá eða sú sem tekst á við krabbamein gerir það allan sólarhringinn. Í ljósi þessa þá verða Styrkleikarnir haldnir í fyrsta skipti á Íslandi í heilan sólarhring um helgina til að styðja við, heiðra eða minnast þeirra, sem hafa fengið krabbamein. 29. apríl 2022 21:02 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Lið sem taka þátt í Styrkleikunum skiptast á að halda boðhlaupskefli gangandi í heilan sólarhring. Viðburðurinn hófst á Selfossi í dag og stendur yfir til hádegis á morgun. Hægt er að velja um þrjár vegalengdir og gefur hver vegalengd ákveðin fjölda smella á sérstökum teljurum sem þátttakendur nota til að telja þá hringi sem gengnir eru. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu en markmiðið með Styrkleikunum er að styðja, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. Lengd viðburðarins er ætlað að vera táknræn fyrir það að engin hvíld fáist frá krabbameini. Gleðin skíni úr hverju andliti Haft er eftir Evu Írisi Eyjólfsdóttur, verkefnastjóra Styrkleikana, að afar ánægjulegt sé að sjá hversu margir taki þátt í leikunum en hátt í 250 manns höfðu skráð sig til leiks í sextán liðum við setningu þeirra. Sömuleiðis sé gleðilegt hve margir bætist sífellt í hópinn. Eva segir að stemmningin sé einstök og gleði og þakklæti skíni úr hverju andliti. Viðburðurinn er ætlaður allri fjölskyldunni.Aðsend Að sögn Krabbameinsfélagsins nær dagskráin hámarki þegar svokölluð Ljósastund verður haldin klukkan 22 í kvöld. Þar verði kveikt á kertum í sérútbúnum pokum sem þátttakendur hafi skreytt og skrifað hugleiðingar eða kveðjur á, sérstaklega ætlaðar til stuðnings eða minningar. Styrkleikarnir eru alþjóðlegur viðburður sem fer árlega fram á yfir fimm þúsund stöðum í yfir þrjátíu löndum um allan heim. Hátt í tíu milljónir taka þátt í viðburðinum á hverju ári, að sögn Krabbameinsfélagsins. Fréttamaðurinn Magnús Hlynur Hreiðarsson fjallaði um Styrkleikana í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Góðverk Árborg Tengdar fréttir Styrkleikar Krabbameinsfélagsins í sólarhring á Selfossi Það fæst engin hvíld frá krabbameini og sá eða sú sem tekst á við krabbamein gerir það allan sólarhringinn. Í ljósi þessa þá verða Styrkleikarnir haldnir í fyrsta skipti á Íslandi í heilan sólarhring um helgina til að styðja við, heiðra eða minnast þeirra, sem hafa fengið krabbamein. 29. apríl 2022 21:02 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Styrkleikar Krabbameinsfélagsins í sólarhring á Selfossi Það fæst engin hvíld frá krabbameini og sá eða sú sem tekst á við krabbamein gerir það allan sólarhringinn. Í ljósi þessa þá verða Styrkleikarnir haldnir í fyrsta skipti á Íslandi í heilan sólarhring um helgina til að styðja við, heiðra eða minnast þeirra, sem hafa fengið krabbamein. 29. apríl 2022 21:02