Forstjóri Sjúkratrygginga þvertekur fyrir hörku í eftirliti Árni Sæberg skrifar 1. maí 2022 13:05 María Heimisdóttir er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Stöð 2/Egill Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands kannast ekki við að aukin harka sé komin í eftirlit stofnunarinnar með veitendum heilbrigðisþjónustu Formaður Læknafélags Reykjavíkur sagði í gær að Sjúkratryggingar Íslands hefðu farið mjög harkalega fram í eftirliti og endurkröfum sínum á hendur læknum og stofum undanfarið. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga segist ekki kannast við að stofnunin beiti aukinni hörku heldur sé hún aðeins að framfylgja lögbundinni eftirlitsskyldu sinni. „Sjúkratryggingar hafa auðvitað skyldu til að sinna eftirliti og í ljósi þess hvað við greiðum út mikið í sjúkratryggingar, við erum að greiða hátt í 130 milljarða á ári í alls konar tryggingar og þjónustu, þá er auðvitað nauðsynlegt að hafa eftirlit með því. Við höfum verið gagnrýnd í gegnum tíðina fyrir að sinna eftirliti ekki nægilega vel, meðal annars benti Læknafélagið einhvern tímann á það. Við stofnuðum nýja eftirlitsdeild fyrir einu og hálfu ári síðan og við teljum það algjörlega nauðsynlegt í okkar starfi,“ segir María. Hún segir eftirlitsdeildina hafa bætt skipulag eftirlits stofnunarinnar og nú séu skýrari verklagsreglur til staðar en áður. Læknar fái að svara fyrir sig María segir að það heyri til undantekninga að Sjúkratryggingar þurfi að hafa afskipti af læknum og þau tilvik séu langoftast leyst farsællega með samkomulagi. „Í öllum eftirlitsmálum þá er það algjör regla að þeir sem eru til eftirlits fái að leggja fram sínar skýringar og koma frekari upplýsingum á framfæri. Oft leysast mál þá ef koma fram góðar skýringar. Ef að það gerist ekki, sem er alltaf í einhverjum tilvikum, að það virðast ekki vera eðlilegar skýringar á einhverri reikningsgerð, þá fer bara málið í sinn farveg. En ég held að það sé ekki hægt að segja að við göngum fram af mikilli hörku við innheimtu,“ segir María. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hótar að velta endurkröfu yfir á skjólstæðinga sína Sjúkratryggingar Íslands hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að sjúklingar sem njóta greiðsluþátttöku stofnunarinnar eiga ekki að bera fjárhagslegt tjón af endurkröfum sem stofnunin kann að gera á veitendur heilbrigðisþjónustu vegna óviðeigandi reikningsgerðar. 29. apríl 2022 18:58 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Formaður Læknafélags Reykjavíkur sagði í gær að Sjúkratryggingar Íslands hefðu farið mjög harkalega fram í eftirliti og endurkröfum sínum á hendur læknum og stofum undanfarið. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga segist ekki kannast við að stofnunin beiti aukinni hörku heldur sé hún aðeins að framfylgja lögbundinni eftirlitsskyldu sinni. „Sjúkratryggingar hafa auðvitað skyldu til að sinna eftirliti og í ljósi þess hvað við greiðum út mikið í sjúkratryggingar, við erum að greiða hátt í 130 milljarða á ári í alls konar tryggingar og þjónustu, þá er auðvitað nauðsynlegt að hafa eftirlit með því. Við höfum verið gagnrýnd í gegnum tíðina fyrir að sinna eftirliti ekki nægilega vel, meðal annars benti Læknafélagið einhvern tímann á það. Við stofnuðum nýja eftirlitsdeild fyrir einu og hálfu ári síðan og við teljum það algjörlega nauðsynlegt í okkar starfi,“ segir María. Hún segir eftirlitsdeildina hafa bætt skipulag eftirlits stofnunarinnar og nú séu skýrari verklagsreglur til staðar en áður. Læknar fái að svara fyrir sig María segir að það heyri til undantekninga að Sjúkratryggingar þurfi að hafa afskipti af læknum og þau tilvik séu langoftast leyst farsællega með samkomulagi. „Í öllum eftirlitsmálum þá er það algjör regla að þeir sem eru til eftirlits fái að leggja fram sínar skýringar og koma frekari upplýsingum á framfæri. Oft leysast mál þá ef koma fram góðar skýringar. Ef að það gerist ekki, sem er alltaf í einhverjum tilvikum, að það virðast ekki vera eðlilegar skýringar á einhverri reikningsgerð, þá fer bara málið í sinn farveg. En ég held að það sé ekki hægt að segja að við göngum fram af mikilli hörku við innheimtu,“ segir María.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hótar að velta endurkröfu yfir á skjólstæðinga sína Sjúkratryggingar Íslands hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að sjúklingar sem njóta greiðsluþátttöku stofnunarinnar eiga ekki að bera fjárhagslegt tjón af endurkröfum sem stofnunin kann að gera á veitendur heilbrigðisþjónustu vegna óviðeigandi reikningsgerðar. 29. apríl 2022 18:58 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Hótar að velta endurkröfu yfir á skjólstæðinga sína Sjúkratryggingar Íslands hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að sjúklingar sem njóta greiðsluþátttöku stofnunarinnar eiga ekki að bera fjárhagslegt tjón af endurkröfum sem stofnunin kann að gera á veitendur heilbrigðisþjónustu vegna óviðeigandi reikningsgerðar. 29. apríl 2022 18:58