Ég brenn fyrir þessu starfi Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 1. maí 2022 19:30 Fyrir stuttu var mér boðið að eiga samtal við kennaranema í Háskóla Íslands. Tilefnið voru vangaveltur og spurningar sem brunnu á kennaranemum um störf og starfsskilyrði í grunnskóla. Þrátt fyrir stutta heimsókn þá upplifði ég og fann að þau höfðu þennan brennandi neista sem og væntingar um að hafa áhrif á skólastarf framtíðar. Mikilvægt er að kennaranámið nesti þau sem best til kennslu en hlutverk okkar kennara á vettvangi er ekki síður mikilvægt við að búa þeim þau starfsskilyrði sem nauðsynleg eru til að þrífast í starfi. Samfélagslegar væntingar til kennara eru miklar og til allrar hamingju snýst umræðan um málefni grunnskóla iðulega um það hvernig við getum gert enn betur, hvernig menntun íslenskra barna geti verið framúrskarandi að gæðum. Fólk sem starfar í stjórnmálum ætlast einnig til mikils af kennurum og það er vel. Þá umræðu verðum við öll að setja í samhengi við starfsskilyrði, starfsgleði og þær sjálfsögðu kröfur sem allar stéttir gera, að búa við viðunandi starfskjör. Ég trúi því að kennarar, samfélagið og stjórnmálafólk geti fylkt sér að baki eftirfarandi markmiðum, annars vegar að gera kennarastarfið að heillandi kosti fyrir ungt fólk og hins vegar að búa öllum kennurum þau skilyrði að þeir vaxi og dafni í starfi. Þessum markmiðum hef ég unnið að og vil gera áfram. Heimsókn mín til kennaranema sannaði enn og aftur að þeir töfrar sem felast í kennslu kveikja hjá okkur löngun til þess að hafa jákvæð áhrif á samfélagið í gegnum þetta mikilvæga starf. Félag grunnskólakennara þarf forystu sem gætir hagsmuna kennara á öllum sviðum, hvort sem um er að ræða kjör, starfsaðstæður, nýliðun, kennaramenntun, starfsgleði og möguleika til starfsþróunar. Ég hef langa reynslu, þekkingu og yfirsýn á löggjöf, stjórnsýslu og aðstæðum kennara í ólíkum landshlutum. Þess vegna gef ég kost á mér til að starfa áfram sem formaður Félags grunnskólakennara. Höfundur sækist eftir áframhaldandi umboði félagsmanna Félags grunnskólakennara til formennsku fyrir félagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Grunnskólar Stéttarfélög Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Fyrir stuttu var mér boðið að eiga samtal við kennaranema í Háskóla Íslands. Tilefnið voru vangaveltur og spurningar sem brunnu á kennaranemum um störf og starfsskilyrði í grunnskóla. Þrátt fyrir stutta heimsókn þá upplifði ég og fann að þau höfðu þennan brennandi neista sem og væntingar um að hafa áhrif á skólastarf framtíðar. Mikilvægt er að kennaranámið nesti þau sem best til kennslu en hlutverk okkar kennara á vettvangi er ekki síður mikilvægt við að búa þeim þau starfsskilyrði sem nauðsynleg eru til að þrífast í starfi. Samfélagslegar væntingar til kennara eru miklar og til allrar hamingju snýst umræðan um málefni grunnskóla iðulega um það hvernig við getum gert enn betur, hvernig menntun íslenskra barna geti verið framúrskarandi að gæðum. Fólk sem starfar í stjórnmálum ætlast einnig til mikils af kennurum og það er vel. Þá umræðu verðum við öll að setja í samhengi við starfsskilyrði, starfsgleði og þær sjálfsögðu kröfur sem allar stéttir gera, að búa við viðunandi starfskjör. Ég trúi því að kennarar, samfélagið og stjórnmálafólk geti fylkt sér að baki eftirfarandi markmiðum, annars vegar að gera kennarastarfið að heillandi kosti fyrir ungt fólk og hins vegar að búa öllum kennurum þau skilyrði að þeir vaxi og dafni í starfi. Þessum markmiðum hef ég unnið að og vil gera áfram. Heimsókn mín til kennaranema sannaði enn og aftur að þeir töfrar sem felast í kennslu kveikja hjá okkur löngun til þess að hafa jákvæð áhrif á samfélagið í gegnum þetta mikilvæga starf. Félag grunnskólakennara þarf forystu sem gætir hagsmuna kennara á öllum sviðum, hvort sem um er að ræða kjör, starfsaðstæður, nýliðun, kennaramenntun, starfsgleði og möguleika til starfsþróunar. Ég hef langa reynslu, þekkingu og yfirsýn á löggjöf, stjórnsýslu og aðstæðum kennara í ólíkum landshlutum. Þess vegna gef ég kost á mér til að starfa áfram sem formaður Félags grunnskólakennara. Höfundur sækist eftir áframhaldandi umboði félagsmanna Félags grunnskólakennara til formennsku fyrir félagið.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun