Heklar borðtuskur á Selfossi til að komast í Oxford-háskóla Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. maí 2022 20:18 Valdís Jóna, 13 ára á Selfossi, sem situr við alla daga og heklar borðtuskur, sem hún selur til að fjármagna skólagjöldin við Oxford háskóla í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrettán ára stelpa á Selfossi situr við alla daga og heklar borðtuskur af miklum móð. Ástæðan er sú að hún fékk óvænt inngöngu á sumarnámskeið í Oxford háskóla í London í enskum bókmenntum og skapandi skrifum. Hér erum við að tala um Valdísi Jónu Steinþórsdóttur, nemanda í Vallaskóla á Selfossi, sem er aðeins 13 ára gömul. Valdís Jóna er mjög sjálfstæð, ófeimin, ákveðin, hress og skemmtileg og umfram allt mjög dugleg í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún spilar til dæmis listavel á flautu. En mál málanna hjá Valdísi þessa dagana er að hekla borðtuskur og annað til að selja. Af hverju? Jú, hún var að fá tilkynningu um að hún kæmist á sumarnámskeið í Oxford háskóla í Bretlandi í sumar. Hún ákvað að sækja um í vetur í einhverju bríaríi alveg viss um að hún yrði ekki tekin inn, því þúsundir sækja um inngöngu en hún datt í lukkupottinn. Þórdís Guðrún, mamma Valdísar Jónu, sem er að rifna úr stolti af dóttur sinni fyrir dugnaðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég öskraði af gleði þegar ég fékk póstinn frá skólanum, enda hélt mamma að ég væri stórslösuð en þá var ég komin inn í skólann. Ég er að fara að læra enskar bókmenntir og skapandi skrif en það verður mögulega kennt eitthvað aðeins meira, Mér hefur alltaf fundist gaman að skrifa og svo líka að kynnast málinu meira og lesa,“ segir Valdís Jóna. Sumarnámskeiðið í Oxford kostar 900.000 krónur og svo eru það flugfarið. Valdís Þóra segir að það gangi mjög vel að hekla og selja en hún hefur fengið góða aðstoð frá ömmu sinni og mömmu. „Ég á mjög gott fólk, sem hjálpar mér mjög mikið og er ég mjög heppin með það.“ Valdís Jóna stefnir á að kenna tónlist í framtíðinni og að vera rithöfundur. Foreldrar hennar eru að rifna úr stolti yfir dóttur sína. Valdís Jóna er mjög góð að spila á flautu en hún er nemandi í Tónlistarskóla Árnesinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er bara ótrúleg stelpa, það sem henni dettur í hug, það gerir hún og hún ætlar sér. Já, eins og með þetta, aldrei hefði mér dottið þetta í hug á hennar aldri að reyna þetta einu sinni. Já, hún er bara 13 ára en hún hefur verið svona frá því að hún var smákrakki, ef hún ætlar sér eitthvað þá gerir hún það, það er bara þannig,“ segir Þórdís Guðrún Þormóðsdóttir mamma Valdísar Jónu Ef einhverjir vilja styrkja Valdísi Jónu með því að kaupa borðtusku eða tuskur af henni þá er best að setja sig í samband við mömmu hennar í einkaskilaboðum í gegnum Facbook til að fá nánari upplýsingar. Facebook síðan Fréttin var uppfærð eftir að þær upplýsingar bárust að a.m.k. einn annar Íslendingur hefði sótt sams konar námskeið við háskólann. Árborg Bretland Krakkar Prjónaskapur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hér erum við að tala um Valdísi Jónu Steinþórsdóttur, nemanda í Vallaskóla á Selfossi, sem er aðeins 13 ára gömul. Valdís Jóna er mjög sjálfstæð, ófeimin, ákveðin, hress og skemmtileg og umfram allt mjög dugleg í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún spilar til dæmis listavel á flautu. En mál málanna hjá Valdísi þessa dagana er að hekla borðtuskur og annað til að selja. Af hverju? Jú, hún var að fá tilkynningu um að hún kæmist á sumarnámskeið í Oxford háskóla í Bretlandi í sumar. Hún ákvað að sækja um í vetur í einhverju bríaríi alveg viss um að hún yrði ekki tekin inn, því þúsundir sækja um inngöngu en hún datt í lukkupottinn. Þórdís Guðrún, mamma Valdísar Jónu, sem er að rifna úr stolti af dóttur sinni fyrir dugnaðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég öskraði af gleði þegar ég fékk póstinn frá skólanum, enda hélt mamma að ég væri stórslösuð en þá var ég komin inn í skólann. Ég er að fara að læra enskar bókmenntir og skapandi skrif en það verður mögulega kennt eitthvað aðeins meira, Mér hefur alltaf fundist gaman að skrifa og svo líka að kynnast málinu meira og lesa,“ segir Valdís Jóna. Sumarnámskeiðið í Oxford kostar 900.000 krónur og svo eru það flugfarið. Valdís Þóra segir að það gangi mjög vel að hekla og selja en hún hefur fengið góða aðstoð frá ömmu sinni og mömmu. „Ég á mjög gott fólk, sem hjálpar mér mjög mikið og er ég mjög heppin með það.“ Valdís Jóna stefnir á að kenna tónlist í framtíðinni og að vera rithöfundur. Foreldrar hennar eru að rifna úr stolti yfir dóttur sína. Valdís Jóna er mjög góð að spila á flautu en hún er nemandi í Tónlistarskóla Árnesinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er bara ótrúleg stelpa, það sem henni dettur í hug, það gerir hún og hún ætlar sér. Já, eins og með þetta, aldrei hefði mér dottið þetta í hug á hennar aldri að reyna þetta einu sinni. Já, hún er bara 13 ára en hún hefur verið svona frá því að hún var smákrakki, ef hún ætlar sér eitthvað þá gerir hún það, það er bara þannig,“ segir Þórdís Guðrún Þormóðsdóttir mamma Valdísar Jónu Ef einhverjir vilja styrkja Valdísi Jónu með því að kaupa borðtusku eða tuskur af henni þá er best að setja sig í samband við mömmu hennar í einkaskilaboðum í gegnum Facbook til að fá nánari upplýsingar. Facebook síðan Fréttin var uppfærð eftir að þær upplýsingar bárust að a.m.k. einn annar Íslendingur hefði sótt sams konar námskeið við háskólann.
Árborg Bretland Krakkar Prjónaskapur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira