Leiðsögumenn hjá FÍ hætta í skugga ásakana um einelti Bjarki Sigurðsson skrifar 3. maí 2022 09:00 Ferðafélag Íslands sér um rekstur á fjallaskálum um land allt, meðal annars skálann í Hvanngili við Fjallabak. Vísir/Vilhelm Tveir leiðsögumenn hafa sagt sig úr Ferðafélagi Íslands vegna eineltis sem þeir segjast hafa orðið fyrir innan félagsins. Framkvæmdastjórinn segir málið vera í ferli hjá óháðri sálfræðistofu. Í janúar á þessu ári barst stjórnendum Ferðafélags Íslands fyrst fregnir af meintu einelti innan félagsins. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri félagsins, staðfestir við fréttastofu að í kjölfarið hafi tveir einstaklingar sagt sig úr félaginu. Málið var sent til lögfræðistofu sem mat það sem svo að félagið þyrfti ekki að aðhafast í málinu. Páll segir að í kjölfar ályktunar frá lögfræðistofunni hafi hluti málsaðila lýst yfir óánægju með niðurstöðuna. Því var málið sent til sálfræðistofu sem rannsakar málið nú. Páll vildi ekki ræða málið nánar og segir að það sé í ferli. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.Ferðafélag Íslands Lygasögum um einkalíf fararstjóra dreift Aðilar innan félagsins hafa í samtali við fréttastofu lýst því að ákveðinn hópur leiðsögumanna dreifi lygasögum um aðra kollega til viðskiptavina, annarra leiðsögumanna og fararstjóra hjá Ferðafélagi Íslands. Lygasögurnar tengist einkalífi og fagmennsku leiðsögumanna. Áhrifin á umrædda fararstjóra séu þau að tekjur leiðsögumannanna minnki enda fækki í kúnnahópnum. Þá hafi myndir úr ferðum með ákveðnum leiðsögumönnum verið útilokaðar af samfélagsmiðlum félagsins. Það hafi fyrst uppgötvast þegar viðskiptavinir fóru að spyrjast fyrir hvers vegna myndir af þeim væru aldrei inni á miðlunum. Vænta má niðurstöðu úr rannsókn sálfræðistofunnar um miðjan maí. Ferðafélag Íslands er eitt stærsta félag landsins með um níu þúsund meðlimi. Félagið sér meðal annars um rekstur á fjallaskálum, merkingu gönguleiða og skipulagningu á ferðum um allt land. Leiðsögumenn og fararstjórar eru verktakar hjá félaginu. Orðspor þeirra hefur bein áhrif á tekjur enda þarf lágmarksfjölda í ferðir til að þær verði að veruleika. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira
Í janúar á þessu ári barst stjórnendum Ferðafélags Íslands fyrst fregnir af meintu einelti innan félagsins. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri félagsins, staðfestir við fréttastofu að í kjölfarið hafi tveir einstaklingar sagt sig úr félaginu. Málið var sent til lögfræðistofu sem mat það sem svo að félagið þyrfti ekki að aðhafast í málinu. Páll segir að í kjölfar ályktunar frá lögfræðistofunni hafi hluti málsaðila lýst yfir óánægju með niðurstöðuna. Því var málið sent til sálfræðistofu sem rannsakar málið nú. Páll vildi ekki ræða málið nánar og segir að það sé í ferli. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.Ferðafélag Íslands Lygasögum um einkalíf fararstjóra dreift Aðilar innan félagsins hafa í samtali við fréttastofu lýst því að ákveðinn hópur leiðsögumanna dreifi lygasögum um aðra kollega til viðskiptavina, annarra leiðsögumanna og fararstjóra hjá Ferðafélagi Íslands. Lygasögurnar tengist einkalífi og fagmennsku leiðsögumanna. Áhrifin á umrædda fararstjóra séu þau að tekjur leiðsögumannanna minnki enda fækki í kúnnahópnum. Þá hafi myndir úr ferðum með ákveðnum leiðsögumönnum verið útilokaðar af samfélagsmiðlum félagsins. Það hafi fyrst uppgötvast þegar viðskiptavinir fóru að spyrjast fyrir hvers vegna myndir af þeim væru aldrei inni á miðlunum. Vænta má niðurstöðu úr rannsókn sálfræðistofunnar um miðjan maí. Ferðafélag Íslands er eitt stærsta félag landsins með um níu þúsund meðlimi. Félagið sér meðal annars um rekstur á fjallaskálum, merkingu gönguleiða og skipulagningu á ferðum um allt land. Leiðsögumenn og fararstjórar eru verktakar hjá félaginu. Orðspor þeirra hefur bein áhrif á tekjur enda þarf lágmarksfjölda í ferðir til að þær verði að veruleika.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira