Gleðilega Álfahátíð Hilmar Kristensson skrifar 4. maí 2022 08:00 Kæru samherjar og vinir. Í vikunni verður Álfasala SÁÁ í 34. skiptið, en frá upphafi hefur Álfasalan verið eitt mikilvægasta fjáröflunarverkefnið á vegum SÁÁ. Ég vil hvetja alla landsmenn til að kaupa Álfinn og styðja og styrkja þannig það mikilvæga starf sem fram fer á vegum SÁÁ. Það er mér mikill heiður að hafa verið virkur þáttakandi í starfi SÁÁ i nær fjörutíu ár. Einnig er mér í fersku minni undirbúningur okkar að stofnun samtakanna árið 1977 í húsi Ölgerðarinnar við Frakkastíg. Síðan þá hefur SÁÁ átt ákveðinn sess í huga mínum og hjarta. Sama ár tók ég að mér að breiða út boðskapinn um þetta nýja hjálpræði í baráttunni við Bakkus. Þræddi ég flesta bæi og híbýli manna í Árnes- og Rangárvallasýslum, fór einnig um Skaftafellssýslur og bar mönnum fagnaðarboðskapinn. Á þessum tímum var voru engin SMS, tölvupóstar eða Facebook skilaboð til að flýta fyrir - ekki einu sinni faxtæki. Þá þurfti einfaldlega að skeiða yfir völlinn á „vélfákum“ renna í hlað og ganga í bæinn. Í dag þekkjum við mörg hve hve mikið SÁÁ hefur gert fyrir okkur og hefur það verið mér hugleikið í gegnum tíðina. Snemma fór ég að hugsa um hvað ég gæti gert fyrir samtökin. Eftir að ég hafði upplifað endurreisn og fundið gleðina að nýju var efst í huga mér að endurgjalda „lífgjöfina“. Einhenti ég mér því í þjónustu í þágu SÁÁ og tók að mér margvísleg verkefni sem þurfti að leysa, svo sem fjölbreytta fjáröflun, Álfasölu, skemmtikvöld, sumarmót, forstöðumennsku áfangaheimila, starf á sviði útbreiðslu- og kynningarmála, umsjón með dansnámskeiðum, Þorrablótum og fjölmörgu öðru sem fyrir lá hverju sinni. Á þessum langa tíma sem liðinn er hef ég notið þess að vinna með einstaklega mörgu góðu og heilsteyptu dugnaðarfólki í þágu SÁÁ, fólki sem hafði sömu þrá og ég að endurgjalda þessari góðu stofnun frelsi út úr dimmum dal. Hugarfarið er breytt Tíðarandinn í dag gagnvart alkóhólismanum er heldur betur annar en 1977. Mér er minnisstætt þegar ég var starfsmaður Kaupfélagsins á Hvolsvelli og tók að mér að hengja upp nokkrar auglýsingar um stofnfund SÁÁ. Ég hafði ekki límt margar upp þegar kaupfélagsstjórinn komst á snoðir um það. Hann kallaði mig á teppið og sagði með þjósti: ERTU DRYKKJUSJÚKLINGUR EÐA HVAÐ??? Taktu þessa snepla niður strax og ef þú ert í þessum hópi þá er starfsferli þínum hér lokið!! Á stundu sem þessari er gott að líta um öxl og hugsa til þess hve margir einstaklingar, afkomendur og fjölskyldur eiga SÁÁ líf sitt að launa. Einnig að hugsa með hlýhug og þakklæti til þeirra sem ruddu brautina til frelsis. Í dag er ástæða til að gleðjast og fagna þeim mikla árangri sem hefur náðst og óska SÁÁ farsældar um ókomin ár. En höfum samt í huga að baráttan við fíknsjúkdóminn þarf áfram á öllum kröftum okkar að halda. Þess vegna skiptir Álfasalan jafn miklu máli og alltaf áður. Höfundur er álfasölustjóri SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru samherjar og vinir. Í vikunni verður Álfasala SÁÁ í 34. skiptið, en frá upphafi hefur Álfasalan verið eitt mikilvægasta fjáröflunarverkefnið á vegum SÁÁ. Ég vil hvetja alla landsmenn til að kaupa Álfinn og styðja og styrkja þannig það mikilvæga starf sem fram fer á vegum SÁÁ. Það er mér mikill heiður að hafa verið virkur þáttakandi í starfi SÁÁ i nær fjörutíu ár. Einnig er mér í fersku minni undirbúningur okkar að stofnun samtakanna árið 1977 í húsi Ölgerðarinnar við Frakkastíg. Síðan þá hefur SÁÁ átt ákveðinn sess í huga mínum og hjarta. Sama ár tók ég að mér að breiða út boðskapinn um þetta nýja hjálpræði í baráttunni við Bakkus. Þræddi ég flesta bæi og híbýli manna í Árnes- og Rangárvallasýslum, fór einnig um Skaftafellssýslur og bar mönnum fagnaðarboðskapinn. Á þessum tímum var voru engin SMS, tölvupóstar eða Facebook skilaboð til að flýta fyrir - ekki einu sinni faxtæki. Þá þurfti einfaldlega að skeiða yfir völlinn á „vélfákum“ renna í hlað og ganga í bæinn. Í dag þekkjum við mörg hve hve mikið SÁÁ hefur gert fyrir okkur og hefur það verið mér hugleikið í gegnum tíðina. Snemma fór ég að hugsa um hvað ég gæti gert fyrir samtökin. Eftir að ég hafði upplifað endurreisn og fundið gleðina að nýju var efst í huga mér að endurgjalda „lífgjöfina“. Einhenti ég mér því í þjónustu í þágu SÁÁ og tók að mér margvísleg verkefni sem þurfti að leysa, svo sem fjölbreytta fjáröflun, Álfasölu, skemmtikvöld, sumarmót, forstöðumennsku áfangaheimila, starf á sviði útbreiðslu- og kynningarmála, umsjón með dansnámskeiðum, Þorrablótum og fjölmörgu öðru sem fyrir lá hverju sinni. Á þessum langa tíma sem liðinn er hef ég notið þess að vinna með einstaklega mörgu góðu og heilsteyptu dugnaðarfólki í þágu SÁÁ, fólki sem hafði sömu þrá og ég að endurgjalda þessari góðu stofnun frelsi út úr dimmum dal. Hugarfarið er breytt Tíðarandinn í dag gagnvart alkóhólismanum er heldur betur annar en 1977. Mér er minnisstætt þegar ég var starfsmaður Kaupfélagsins á Hvolsvelli og tók að mér að hengja upp nokkrar auglýsingar um stofnfund SÁÁ. Ég hafði ekki límt margar upp þegar kaupfélagsstjórinn komst á snoðir um það. Hann kallaði mig á teppið og sagði með þjósti: ERTU DRYKKJUSJÚKLINGUR EÐA HVAÐ??? Taktu þessa snepla niður strax og ef þú ert í þessum hópi þá er starfsferli þínum hér lokið!! Á stundu sem þessari er gott að líta um öxl og hugsa til þess hve margir einstaklingar, afkomendur og fjölskyldur eiga SÁÁ líf sitt að launa. Einnig að hugsa með hlýhug og þakklæti til þeirra sem ruddu brautina til frelsis. Í dag er ástæða til að gleðjast og fagna þeim mikla árangri sem hefur náðst og óska SÁÁ farsældar um ókomin ár. En höfum samt í huga að baráttan við fíknsjúkdóminn þarf áfram á öllum kröftum okkar að halda. Þess vegna skiptir Álfasalan jafn miklu máli og alltaf áður. Höfundur er álfasölustjóri SÁÁ.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar