Gerum rétt í Reykjavík og frelsum menntun barna frá greiðsluseðlunum Líf Magneudóttir skrifar 3. maí 2022 12:31 Öll börn eiga rétt á menntun óháð tekjum foreldra þeirra. Þess vegna er ekki rétt að láta þau borga skólagjöld í leikskólum. Það er heldur ekki rétt að láta þau borga fyrir skólamáltíðir. Við Vinstri græn viljum gera það sem er rétt. Þess vegna höfum við unnið að því í borgarstjórn Reykjavíkur að gera menntun barna gjaldfrjálsa bæði í leik- og grunnskólum og frístundaheimilum. Frá árinu 2014 höfum við átt aðild að meirihlutasamstarfi í borgarstjórn þar sem við höfum barist fyrir því að gera menntun barna gjaldfrjálsa. Þrátt fyrir að samstarfsflokkar okkar deili ekki með okkur þessari stefnu hefur okkur engu að síður tekist að sannfæra þau um að stíga nokkur mikilvæg skref í þessa átt. Það er ekki tilviljun að leikskólagjöld í Reykjavík eru þau lægstu á landinu. Sem dæmi má nefna að leikskólagjöld fyrir eitt barn eru 14.300 krónum lægri í Reykjavík en í nágrannasveitarfélaginu Garðabæ. Það eru 143 þúsund krónur á ári. Í Reykjavík borga foreldrar margra barna aðeins eitt námsgjald þvert á skólastig (leikskóli og frístund) öfugt við flest önnur sveitarfélög. Eins greiða foreldrar margra barna aðeins skólamáltíðir fyrir tvö börn þvert á skólastig. Allt þetta er tilkomið vegna skýrrar stefnu okkar Vinstri grænna og baráttu. Þessari réttlætisbaráttu okkar er hins vegar ekki lokið. Við viljum ganga lengra og tryggja öllum börnum í Reykjavík gjaldfrjálsa menntun. Til þess þurfum við fleiri borgarfulltrúa og að raddir þeirra ómi í borgarstjórn. Með einn borgarfulltrúa í tólf fulltrúa meirihluta hefur okkur tekist að færast nær markmiði okkar um endurgjaldslausa menntun. Með hverju atkvæði og hverjum borgarfulltrúa sem við bætum við okkur munum við færast nær því markmiði. Gerum það sem er rétt fyrir börn og foreldra þeirra og stuðlum að jafnrétti til náms óháð öllum tekjum reykvískra heimila. Verið með okkur í liði í þessu réttlætismáli og setjum X við V 14. maí. Þá rennur upp sá dagur að öll börn sitja við sama borð. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Öll börn eiga rétt á menntun óháð tekjum foreldra þeirra. Þess vegna er ekki rétt að láta þau borga skólagjöld í leikskólum. Það er heldur ekki rétt að láta þau borga fyrir skólamáltíðir. Við Vinstri græn viljum gera það sem er rétt. Þess vegna höfum við unnið að því í borgarstjórn Reykjavíkur að gera menntun barna gjaldfrjálsa bæði í leik- og grunnskólum og frístundaheimilum. Frá árinu 2014 höfum við átt aðild að meirihlutasamstarfi í borgarstjórn þar sem við höfum barist fyrir því að gera menntun barna gjaldfrjálsa. Þrátt fyrir að samstarfsflokkar okkar deili ekki með okkur þessari stefnu hefur okkur engu að síður tekist að sannfæra þau um að stíga nokkur mikilvæg skref í þessa átt. Það er ekki tilviljun að leikskólagjöld í Reykjavík eru þau lægstu á landinu. Sem dæmi má nefna að leikskólagjöld fyrir eitt barn eru 14.300 krónum lægri í Reykjavík en í nágrannasveitarfélaginu Garðabæ. Það eru 143 þúsund krónur á ári. Í Reykjavík borga foreldrar margra barna aðeins eitt námsgjald þvert á skólastig (leikskóli og frístund) öfugt við flest önnur sveitarfélög. Eins greiða foreldrar margra barna aðeins skólamáltíðir fyrir tvö börn þvert á skólastig. Allt þetta er tilkomið vegna skýrrar stefnu okkar Vinstri grænna og baráttu. Þessari réttlætisbaráttu okkar er hins vegar ekki lokið. Við viljum ganga lengra og tryggja öllum börnum í Reykjavík gjaldfrjálsa menntun. Til þess þurfum við fleiri borgarfulltrúa og að raddir þeirra ómi í borgarstjórn. Með einn borgarfulltrúa í tólf fulltrúa meirihluta hefur okkur tekist að færast nær markmiði okkar um endurgjaldslausa menntun. Með hverju atkvæði og hverjum borgarfulltrúa sem við bætum við okkur munum við færast nær því markmiði. Gerum það sem er rétt fyrir börn og foreldra þeirra og stuðlum að jafnrétti til náms óháð öllum tekjum reykvískra heimila. Verið með okkur í liði í þessu réttlætismáli og setjum X við V 14. maí. Þá rennur upp sá dagur að öll börn sitja við sama borð. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar