Svefnvottun íslenskra vinnustaða: Dýrt að vera með ósofið fólk í vinnu Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. maí 2022 07:02 Dr. Erla Björnsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Betri Svefns tekur dæmi um fjölmargar rannsóknir sem sýna að ósofið starfsfólk er að kosta atvinnulífið tugi milljarða á ári. Erla telur líklegt að vinnustaðir á Íslandi munu þróast í þá átt eins og erlendis að innleiða svefnstjórnun í auknum mæli. Ert þú eða þínir vinnufélagar að sofa nægilega vel eða mikið? Vísir/Vilhelm Rannsóknir hafa sýnt að svefnleysi er að kosta atvinnulífið háar upphæðir á ári. Reyndar svo háar að allar tölur mælast í tugum milljarða. Já, ósofið starfsfólk er hreinlega að kosta atvinnulífið marga milljarða á ári. Þannig sýnir nýleg úttekt RAND á svefnvanda í nokkrum OECD löndunum að heildarkostnaður vegna svefnleysis nemi á bilinu 1,5-3,3% af vergri landsframleiðslu landanna árið 2018. Úttektin var gerð í Bandaríkjunum, Kanada, Japan, Þýskalandi og Bretlandi. „Ef við heimfærum það yfir á Ísland þá jafngilda fjárhæðirnar 42 til 92 milljörðum króna af vergri landsframleiðslu Íslands þetta sama ár. Upphæðirnar nema heildartryggingargjaldi allra fyrirtækja á Íslandi á árinu 2020,“ segir Dr. Erla Björnsdóttir og bætir við: Fyrir slíkar fjárhæðir væri hægt að tvöfalda opinber fjárlög til allra framhalds- og háskóla á landinu sem eru þá um 70 milljarðar miðað við árið 2020. Eða tvöfalda framlög til Landspítalans sem eru þá um 60 milljarðar miðað við árið 2020.“ Í Atvinnulífinu í dag og á morgun er fjallað um ávinninginn af því fyrir íslenskt atvinnulíf að innleiða svefnstjórnun á vinnustöðum og dæmi tekin um það hvað íslensk fyrirtæki eru að gera í þeim efnum. Erla Björnsdóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns. Hún er með B.A. próf í sálfræði frá HÍ, kandídatspróf frá Háskólanum í Árósum og doktorspróf í líf- og læknavísindum frá HÍ. Ert þú að sofa nægilega vel eða mikið? Til að setja svefninn í samhengi við sem flesta er gott að muna að ónægur svefn getur bæði endurspeglast í því að fólk er að sofa of stutt sem og því að eiga við svefnvanda að stríða. Sem án efa margir geta mátað sig við. „Við vitum að svefn hefur áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu okkar en eftir einungis eina svefnlitla nótt mælast auknar bólgur í líkama okkar,“ segir Erla. Og enn aukast líkurnar ef svefnlausar nætur eru of margar. „Ef svefnleysi er langvarandi ástand þá veikir það ónæmiskerfið okkar og eykur til dæmis líkur á ofþyngd, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum og langvarandi verkjum.“ Getur þú nefnt dæmi? „Algengir undarfarar svefnleysis er til dæmis streita og álag en ef við erum illa hvíld í langan tíma þá er okkur hættara við því að þróa með okkur geðrænan vanda, líkt og þunglyndi eða kvíða.“ Að sögn Erlu skiptir allt forvarnarstarf og fræðsla um svefn því miklu máli og eins það að bregðast rétt við eins fljótt og auðið er. Því oft getur svefnleysi orðið að vanda sem áður en varir verður viðvarandi. Sem dæmi nefnir Erla að rannsóknir hafi sýnt að um 70% þeirra sem glíma við svefnleysi gera það enn ári síðar og um 50% þeirra sem glíma við svefnleysi eiga enn við þennan vanda að stríða þremur árum síðar. Sjálf er Erla sérhæfð í að beita hugrænni atferlismeðferð (HAM-S) við svefnleysi, sem klínískar leiðbeiningar Embættis Landlæknis mæla einmitt með. Því rannsóknir hérlendis sýna að 70-90% fólks nær að vinna bug á svefnvandanum með HAM og það sem betra er: Árangurinn mælist langvarandi. Því miður segir Erla hins vegar of algengt að fólk leiti í svefnlyf sem fyrsta úrræði, en Íslendingar nota margfalt meira af svefnlyfjum en okkar nágrannaþjóðir að sögn Erlu. „Rannsóknir sýna að svefnlyf eru illa til þess fallin að vinna á klínísku svefnleysi en langtímanotkun þeirra getur haft neikvæð áhrif á heilsu og dregið úr svefngæðum.“ Ýmsar meðferðarleiðir eru í boði til að vinna bug á svefnleysi. Hjá Betri svefn er til dæmis hægt að velja um einstaklingsmeðferð, hópmeðferð eða fjarmeðferð á netinu. Það þarf ekki nema eina svefnlausa nótt til að hafa áhrif á það hvernig okkur gengur í vinnu eða samskiptum og fólk sem glímir við svefnvanda lendir oft í því að svefnleysið verður að viðvarandi vandamáli í mörg ár. Kvíði og þunglyndi eru dæmi um það hvernig of lítill svefn getur haft áhrif á okkur til lengdar. Að sofa of lítið eykur líka líkurnar á til dæmis ofþyngd, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum og langvarandi verkjum.Vísir/Vilhelm Svefnleysi mælt í krónum og aurum Erla segir líklegt að vinnustaðir á Íslandi muni á komandi árum huga betur að innleiðingu svefnstjórnunar eins og sífellt fleiri fyrirtæki eru farin að gera erlendis. Enda ekki nema von, því rannsóknir hafa sýnt að árlega er atvinnulífið að tapa miklu á því að starfsfólk sofi ekki næglega vel. Til viðbótar við fyrrgreinda úttekt RAND nefnir Erla fleiri rannsóknir sem dæmi. Erla nefnir sem dæmi niðurstöður America Insomnia Survey sem sýndu fram á að framleiðslutap vegna fjarvista starfsmanna sem þjást af svefnleysi nemur um 60 milljörðum Bandaríkjadala á ári. Eða sem jafngildir um níu þúsund milljörðum íslenskra króna. Þá segir Erla samband svefnleysis og veikinda vel þekkt. Viðamiklar rannsóknir á Norðurlandabúum sýndu til dæmis fram á að þeir sem annað hvort þjást af langvarandi svefnvanda eða sofa of stutt að meðaltali taka tvöfalt fleiri veikindadaga á ári en aðrir. Starfsmenn sem þjást af svefnleysi væru því 17% ódýrari fyrir vinnuveitanda sinn ef þeir tækju sér jafnmarga veikindadaga á ári og kollegar þeirra.“ Oft eru vinnuslys líka afleiðing svefnleysis. „Einungis ein svefnlítil nótt getur haftneikvæð áhrif á hugræna færni, eins ogathygli, einbeitingu og viðbragðshraða. Rannsóknir America Insomnia Survey benda til þess að rekja megi fjórðung vinnuslysa eða mistaka sem gerð eru á vinnustöðum í Bandaríkjunum beint til svefnleysis.“ Að sögn Eru er árlegur kostnaður þessara vinnuslysa metinn á um 32 milljónir Bandaríkjadala. Sem jafngildir um fjögur þúsund milljörðum íslenskra króna. „Enginn annar hópur langvinnra sjúkdóma, sem skoðaður var í sömu rannsókn hafði sambærileg tengsl við slys eða mistök á vinnustöðum,“ segir Erla og vísar þar til sjúkdóma eins og sjúkdóma í meltingarfærum, öndunarfærum, langvinnan verkjavanda og fleira. Ef kostnaður framleiðslutaps atvinnulífs af svefnleysi er lagður saman við kostnað vegna vinnuslysa af völdum svefnleysis, nemur kostnaðurinn um 90 milljónir Bandaríkjadala. „Það er alveg augljóst aðtöluverður efnahagslegur ávinningur yrði af því að draga úr svefnvanda fólks,“ segir Erla. Æ fleiri vinnustaðir leita til Betri svefns til að innleiða einhvers konar svefnstjórnun fyrir sinn vinnustað og það á bæði við um stóra og smáa vinnustaði. Hjá Betri svefni geta vinnustaðir til dæmis fengið Svefnvottun og eins bendir Erla á að fyrirtæki geti búið til alls kyns hvata fyrir starfsfólk þannig að það sofi betur og meira. Vísir/Vilhelm Svefnvottuð fyrirtæki og hvatar til starfsfólks En hvað er til ráða og hvað geta vinnustaðir gert? „Fyrst og fremst að bjóða upp á fræðslu fyrir sína starfsmenn um mikilvægi svefns fyrir heilsu og líðan,“ segir Erla og bætir því við að undanfarin misseri hafi orðið mikil vitundavakning hjá fyrirtækjum almennt varðandi svefnheilsu starfsfólks. „Fyrirtæki eru í auknum mæli að velja að fræða starfsmenn sína um mikilvægi svefnsins, sem er mjög ánægjulegt að sjá. Betri svefn býður til að mynda upp á víðtæka þjónustu til fyrirtækja, í formi fræðslu um svefn og svefnleysi. Einnig bjóðum við upp á svefnskimun fyrir starfsmenn innan fyrirtækja og viðeigandi meðferð fyrir þá sem greinast með svefnvanda.“ Þeir vinnustaðir sem nýta sér þessa þjónustu Betri svefns geta síðan fengið gæðastimpilinn og viðurkenninguna ,,Svefnvottað fyrirtæki.“ Þessi vottun staðfestir þannig að stjórnendur hafa lagt áherslu á að fræða starfsfólk sitt um svefn og bjóða upp á aðstoð fyrir þá sem glíma við svefnvanda.“ Erla segir fjölmarga vinnustaði á Íslandi hafa nýtt sér þessa þjónustu síðastliðin ár. Og það eigi við um bæði stóra vinnustaði og smáa. Vinnustaðir geti líka búið til ýmsa hvata fyrir starfsfólk. Til dæmis má nefna að fyrirtækið Klaki gerði nýlega áhugaverða tilraun með sínu starfsfólki þar sem fyrirtækið ákvað að greiða þeim starfsmönnum launaviðbætur sem huguðu að svefni og heilsu utan vinnutíma. Verkefnið gekk gríðarlega vel og náðist mikill árangur.“ Erla segir vinnustaði því hafa val um að ýta undir svefnheilsu starfsfólks og hvetur sem flesta vinnustaði til að gera það. Því bætt svefnmenning geti fljótt skilað sér margfalt. Í þessum efnum segir Erla hins vegar að huga verði að alls kyns atriðum í vinnu almennt. „Ábyrgð stjórnenda fyrirtækja er mikil og til dæmis þarf að hafa í huga hvaða skilaboð það gefur þegar verið er að senda tölvupósta til starfsmanna utan vinnutíma þeirra.“ Svefn Heilsa Stjórnun Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Góðu ráðin Efnahagsmál Tengdar fréttir Svefnstjórnun á vinnustöðum orðin að veruleika Svefnstjórnun er orðin að veruleika þar sem sífellt fleiri fyrirtæki þreifa nú fyrir sér með mismunandi leiðum, hvernig hægt er að stuðla að því að starfsfólk sofi meira. 17. febrúar 2022 07:00 „Heilsukvíði hrjáir um 4% fólks og er jafnalgengur meðal karla og kvenna“ Heilsukvíði er flókið fyrirbæri sem getur haft veruleg áhrif á líf og störf fólks. 9. mars 2022 07:00 Vilja innleiða svefnstjórnun á vinnustaði Stjórnendur vilja innleiða svefnstjórnun á vinnustaði með sambærilegum hætti og tímastjórnun og fleira. Vísindamenn taka undir þetta. 8. apríl 2020 09:00 Svona er verið að útskrifa framtíðar kynslóð stjórnenda Hulda Bjarnadóttir, Global Engagement & Culture Manager hjá Marel og forseti Golfsambands Íslands, er ein þeirra sem hefur sótt sjálfbærni nám í Harvard sem boðar nýjar og breyttar áherslur í stjórnun vinnustaða. 10. mars 2022 07:00 Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Þannig sýnir nýleg úttekt RAND á svefnvanda í nokkrum OECD löndunum að heildarkostnaður vegna svefnleysis nemi á bilinu 1,5-3,3% af vergri landsframleiðslu landanna árið 2018. Úttektin var gerð í Bandaríkjunum, Kanada, Japan, Þýskalandi og Bretlandi. „Ef við heimfærum það yfir á Ísland þá jafngilda fjárhæðirnar 42 til 92 milljörðum króna af vergri landsframleiðslu Íslands þetta sama ár. Upphæðirnar nema heildartryggingargjaldi allra fyrirtækja á Íslandi á árinu 2020,“ segir Dr. Erla Björnsdóttir og bætir við: Fyrir slíkar fjárhæðir væri hægt að tvöfalda opinber fjárlög til allra framhalds- og háskóla á landinu sem eru þá um 70 milljarðar miðað við árið 2020. Eða tvöfalda framlög til Landspítalans sem eru þá um 60 milljarðar miðað við árið 2020.“ Í Atvinnulífinu í dag og á morgun er fjallað um ávinninginn af því fyrir íslenskt atvinnulíf að innleiða svefnstjórnun á vinnustöðum og dæmi tekin um það hvað íslensk fyrirtæki eru að gera í þeim efnum. Erla Björnsdóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns. Hún er með B.A. próf í sálfræði frá HÍ, kandídatspróf frá Háskólanum í Árósum og doktorspróf í líf- og læknavísindum frá HÍ. Ert þú að sofa nægilega vel eða mikið? Til að setja svefninn í samhengi við sem flesta er gott að muna að ónægur svefn getur bæði endurspeglast í því að fólk er að sofa of stutt sem og því að eiga við svefnvanda að stríða. Sem án efa margir geta mátað sig við. „Við vitum að svefn hefur áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu okkar en eftir einungis eina svefnlitla nótt mælast auknar bólgur í líkama okkar,“ segir Erla. Og enn aukast líkurnar ef svefnlausar nætur eru of margar. „Ef svefnleysi er langvarandi ástand þá veikir það ónæmiskerfið okkar og eykur til dæmis líkur á ofþyngd, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum og langvarandi verkjum.“ Getur þú nefnt dæmi? „Algengir undarfarar svefnleysis er til dæmis streita og álag en ef við erum illa hvíld í langan tíma þá er okkur hættara við því að þróa með okkur geðrænan vanda, líkt og þunglyndi eða kvíða.“ Að sögn Erlu skiptir allt forvarnarstarf og fræðsla um svefn því miklu máli og eins það að bregðast rétt við eins fljótt og auðið er. Því oft getur svefnleysi orðið að vanda sem áður en varir verður viðvarandi. Sem dæmi nefnir Erla að rannsóknir hafi sýnt að um 70% þeirra sem glíma við svefnleysi gera það enn ári síðar og um 50% þeirra sem glíma við svefnleysi eiga enn við þennan vanda að stríða þremur árum síðar. Sjálf er Erla sérhæfð í að beita hugrænni atferlismeðferð (HAM-S) við svefnleysi, sem klínískar leiðbeiningar Embættis Landlæknis mæla einmitt með. Því rannsóknir hérlendis sýna að 70-90% fólks nær að vinna bug á svefnvandanum með HAM og það sem betra er: Árangurinn mælist langvarandi. Því miður segir Erla hins vegar of algengt að fólk leiti í svefnlyf sem fyrsta úrræði, en Íslendingar nota margfalt meira af svefnlyfjum en okkar nágrannaþjóðir að sögn Erlu. „Rannsóknir sýna að svefnlyf eru illa til þess fallin að vinna á klínísku svefnleysi en langtímanotkun þeirra getur haft neikvæð áhrif á heilsu og dregið úr svefngæðum.“ Ýmsar meðferðarleiðir eru í boði til að vinna bug á svefnleysi. Hjá Betri svefn er til dæmis hægt að velja um einstaklingsmeðferð, hópmeðferð eða fjarmeðferð á netinu. Það þarf ekki nema eina svefnlausa nótt til að hafa áhrif á það hvernig okkur gengur í vinnu eða samskiptum og fólk sem glímir við svefnvanda lendir oft í því að svefnleysið verður að viðvarandi vandamáli í mörg ár. Kvíði og þunglyndi eru dæmi um það hvernig of lítill svefn getur haft áhrif á okkur til lengdar. Að sofa of lítið eykur líka líkurnar á til dæmis ofþyngd, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum og langvarandi verkjum.Vísir/Vilhelm Svefnleysi mælt í krónum og aurum Erla segir líklegt að vinnustaðir á Íslandi muni á komandi árum huga betur að innleiðingu svefnstjórnunar eins og sífellt fleiri fyrirtæki eru farin að gera erlendis. Enda ekki nema von, því rannsóknir hafa sýnt að árlega er atvinnulífið að tapa miklu á því að starfsfólk sofi ekki næglega vel. Til viðbótar við fyrrgreinda úttekt RAND nefnir Erla fleiri rannsóknir sem dæmi. Erla nefnir sem dæmi niðurstöður America Insomnia Survey sem sýndu fram á að framleiðslutap vegna fjarvista starfsmanna sem þjást af svefnleysi nemur um 60 milljörðum Bandaríkjadala á ári. Eða sem jafngildir um níu þúsund milljörðum íslenskra króna. Þá segir Erla samband svefnleysis og veikinda vel þekkt. Viðamiklar rannsóknir á Norðurlandabúum sýndu til dæmis fram á að þeir sem annað hvort þjást af langvarandi svefnvanda eða sofa of stutt að meðaltali taka tvöfalt fleiri veikindadaga á ári en aðrir. Starfsmenn sem þjást af svefnleysi væru því 17% ódýrari fyrir vinnuveitanda sinn ef þeir tækju sér jafnmarga veikindadaga á ári og kollegar þeirra.“ Oft eru vinnuslys líka afleiðing svefnleysis. „Einungis ein svefnlítil nótt getur haftneikvæð áhrif á hugræna færni, eins ogathygli, einbeitingu og viðbragðshraða. Rannsóknir America Insomnia Survey benda til þess að rekja megi fjórðung vinnuslysa eða mistaka sem gerð eru á vinnustöðum í Bandaríkjunum beint til svefnleysis.“ Að sögn Eru er árlegur kostnaður þessara vinnuslysa metinn á um 32 milljónir Bandaríkjadala. Sem jafngildir um fjögur þúsund milljörðum íslenskra króna. „Enginn annar hópur langvinnra sjúkdóma, sem skoðaður var í sömu rannsókn hafði sambærileg tengsl við slys eða mistök á vinnustöðum,“ segir Erla og vísar þar til sjúkdóma eins og sjúkdóma í meltingarfærum, öndunarfærum, langvinnan verkjavanda og fleira. Ef kostnaður framleiðslutaps atvinnulífs af svefnleysi er lagður saman við kostnað vegna vinnuslysa af völdum svefnleysis, nemur kostnaðurinn um 90 milljónir Bandaríkjadala. „Það er alveg augljóst aðtöluverður efnahagslegur ávinningur yrði af því að draga úr svefnvanda fólks,“ segir Erla. Æ fleiri vinnustaðir leita til Betri svefns til að innleiða einhvers konar svefnstjórnun fyrir sinn vinnustað og það á bæði við um stóra og smáa vinnustaði. Hjá Betri svefni geta vinnustaðir til dæmis fengið Svefnvottun og eins bendir Erla á að fyrirtæki geti búið til alls kyns hvata fyrir starfsfólk þannig að það sofi betur og meira. Vísir/Vilhelm Svefnvottuð fyrirtæki og hvatar til starfsfólks En hvað er til ráða og hvað geta vinnustaðir gert? „Fyrst og fremst að bjóða upp á fræðslu fyrir sína starfsmenn um mikilvægi svefns fyrir heilsu og líðan,“ segir Erla og bætir því við að undanfarin misseri hafi orðið mikil vitundavakning hjá fyrirtækjum almennt varðandi svefnheilsu starfsfólks. „Fyrirtæki eru í auknum mæli að velja að fræða starfsmenn sína um mikilvægi svefnsins, sem er mjög ánægjulegt að sjá. Betri svefn býður til að mynda upp á víðtæka þjónustu til fyrirtækja, í formi fræðslu um svefn og svefnleysi. Einnig bjóðum við upp á svefnskimun fyrir starfsmenn innan fyrirtækja og viðeigandi meðferð fyrir þá sem greinast með svefnvanda.“ Þeir vinnustaðir sem nýta sér þessa þjónustu Betri svefns geta síðan fengið gæðastimpilinn og viðurkenninguna ,,Svefnvottað fyrirtæki.“ Þessi vottun staðfestir þannig að stjórnendur hafa lagt áherslu á að fræða starfsfólk sitt um svefn og bjóða upp á aðstoð fyrir þá sem glíma við svefnvanda.“ Erla segir fjölmarga vinnustaði á Íslandi hafa nýtt sér þessa þjónustu síðastliðin ár. Og það eigi við um bæði stóra vinnustaði og smáa. Vinnustaðir geti líka búið til ýmsa hvata fyrir starfsfólk. Til dæmis má nefna að fyrirtækið Klaki gerði nýlega áhugaverða tilraun með sínu starfsfólki þar sem fyrirtækið ákvað að greiða þeim starfsmönnum launaviðbætur sem huguðu að svefni og heilsu utan vinnutíma. Verkefnið gekk gríðarlega vel og náðist mikill árangur.“ Erla segir vinnustaði því hafa val um að ýta undir svefnheilsu starfsfólks og hvetur sem flesta vinnustaði til að gera það. Því bætt svefnmenning geti fljótt skilað sér margfalt. Í þessum efnum segir Erla hins vegar að huga verði að alls kyns atriðum í vinnu almennt. „Ábyrgð stjórnenda fyrirtækja er mikil og til dæmis þarf að hafa í huga hvaða skilaboð það gefur þegar verið er að senda tölvupósta til starfsmanna utan vinnutíma þeirra.“
Svefn Heilsa Stjórnun Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Góðu ráðin Efnahagsmál Tengdar fréttir Svefnstjórnun á vinnustöðum orðin að veruleika Svefnstjórnun er orðin að veruleika þar sem sífellt fleiri fyrirtæki þreifa nú fyrir sér með mismunandi leiðum, hvernig hægt er að stuðla að því að starfsfólk sofi meira. 17. febrúar 2022 07:00 „Heilsukvíði hrjáir um 4% fólks og er jafnalgengur meðal karla og kvenna“ Heilsukvíði er flókið fyrirbæri sem getur haft veruleg áhrif á líf og störf fólks. 9. mars 2022 07:00 Vilja innleiða svefnstjórnun á vinnustaði Stjórnendur vilja innleiða svefnstjórnun á vinnustaði með sambærilegum hætti og tímastjórnun og fleira. Vísindamenn taka undir þetta. 8. apríl 2020 09:00 Svona er verið að útskrifa framtíðar kynslóð stjórnenda Hulda Bjarnadóttir, Global Engagement & Culture Manager hjá Marel og forseti Golfsambands Íslands, er ein þeirra sem hefur sótt sjálfbærni nám í Harvard sem boðar nýjar og breyttar áherslur í stjórnun vinnustaða. 10. mars 2022 07:00 Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Svefnstjórnun á vinnustöðum orðin að veruleika Svefnstjórnun er orðin að veruleika þar sem sífellt fleiri fyrirtæki þreifa nú fyrir sér með mismunandi leiðum, hvernig hægt er að stuðla að því að starfsfólk sofi meira. 17. febrúar 2022 07:00
„Heilsukvíði hrjáir um 4% fólks og er jafnalgengur meðal karla og kvenna“ Heilsukvíði er flókið fyrirbæri sem getur haft veruleg áhrif á líf og störf fólks. 9. mars 2022 07:00
Vilja innleiða svefnstjórnun á vinnustaði Stjórnendur vilja innleiða svefnstjórnun á vinnustaði með sambærilegum hætti og tímastjórnun og fleira. Vísindamenn taka undir þetta. 8. apríl 2020 09:00
Svona er verið að útskrifa framtíðar kynslóð stjórnenda Hulda Bjarnadóttir, Global Engagement & Culture Manager hjá Marel og forseti Golfsambands Íslands, er ein þeirra sem hefur sótt sjálfbærni nám í Harvard sem boðar nýjar og breyttar áherslur í stjórnun vinnustaða. 10. mars 2022 07:00
Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00