Ómanneskjuleg bið fatlaðs fólks í boði meirihlutans Natalie G. Gunnarsdóttir skrifar 3. maí 2022 15:32 Löng bið eftir að komast í eigin húsnæði tekur á hvern þann sem í hlut á. En löng bið fyrir fatlaðan einstakling með sértækar þarfir getur verið átakanleg. Ekki bara fyrir einstaklinginn sjálfan heldur fjölskyldurnar líka. Nú er sú staða uppi að á annað hundrað einstaklingar bíða eftir húsnæði og hafa beðið í mörg ár. Um er að ræða fólk á öllum aldri og á meðan bið stendur, reiða þessi einstaklingar sig á fjölskyldur sínar og ættingja til aðstoðar. Þessi staða veldur miklu álagi á fjölskyldurnar og einstaklinginn og eru mörg dæmi um að álagið sé svo mikið að foreldrar séu komnir á tímabundna örorku. Þessi bið er algjörlega óboðleg og það þarf að grípa inn í strax! Flokkur Fólksins vill útrýma þessari ómanneskjulegri bið með því að forgansraða fjármunum borgarinnar rétt og setja fólkið í fyrsta sæti. Það er þyngra en tárum taki að vita til þess að á meðan fjarámunum er dælt í hin ýmsu gæluverkefni á vegum borgarinnar, virðst ekki væri hægt að setja brot af þeim peningum í þennan málaflokk til að bæta líf fólks sem þarf á þessari nauðsynlegu þjónustu að halda. Það eru grunnstoðir samfélagsins sem þarf að styrkja og því ættu hin ýmsu skreytinga- og tilraunaverkefni á vegum borgarinnar að geta beðið á meðan þær eru styrktar. Þetta er einfalt! Það þarf að breyta hugsunarhættinum varðandi okkar viðkvæmustu þjóðfélagsþegna og setja þá og þeirra þarfir í fyrsta sæti. Við erum jafn sterk og okkar veikasti hlekkur í keðjunni, því má ekki gleyma. Í þessum málum þarf að lyfta grettistaki og þar viljum við í Flokki fólksins vera í farabroddi. Reykjavíkurborg er með hæsta útsvarið af sveitarfélögunum og ættu allir borgarbúar að fá njóta afraksturs þess. Flokkur Fólksins vill innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og tryggja að réttindi þeirra séu virt. Það er komin tími til að eyða þessum biðlistum. Það verður ekki gert nema setja fólkið í fyrsta sæti. Flokkur Fólksins vill alvöru jöfnuð á meðal fólks og að láta verkin tala. Í velferðarsamfélgi á það ekki að þurfa vera fjarlægur draumur. Setjum okkar dýrmætasta auð, fólkið, í fyrsta sæti og svo má allt hitt! Höfundur er háskólanemi, stuðningsfulltrúi og skipar 4. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Flokkur fólksins Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Löng bið eftir að komast í eigin húsnæði tekur á hvern þann sem í hlut á. En löng bið fyrir fatlaðan einstakling með sértækar þarfir getur verið átakanleg. Ekki bara fyrir einstaklinginn sjálfan heldur fjölskyldurnar líka. Nú er sú staða uppi að á annað hundrað einstaklingar bíða eftir húsnæði og hafa beðið í mörg ár. Um er að ræða fólk á öllum aldri og á meðan bið stendur, reiða þessi einstaklingar sig á fjölskyldur sínar og ættingja til aðstoðar. Þessi staða veldur miklu álagi á fjölskyldurnar og einstaklinginn og eru mörg dæmi um að álagið sé svo mikið að foreldrar séu komnir á tímabundna örorku. Þessi bið er algjörlega óboðleg og það þarf að grípa inn í strax! Flokkur Fólksins vill útrýma þessari ómanneskjulegri bið með því að forgansraða fjármunum borgarinnar rétt og setja fólkið í fyrsta sæti. Það er þyngra en tárum taki að vita til þess að á meðan fjarámunum er dælt í hin ýmsu gæluverkefni á vegum borgarinnar, virðst ekki væri hægt að setja brot af þeim peningum í þennan málaflokk til að bæta líf fólks sem þarf á þessari nauðsynlegu þjónustu að halda. Það eru grunnstoðir samfélagsins sem þarf að styrkja og því ættu hin ýmsu skreytinga- og tilraunaverkefni á vegum borgarinnar að geta beðið á meðan þær eru styrktar. Þetta er einfalt! Það þarf að breyta hugsunarhættinum varðandi okkar viðkvæmustu þjóðfélagsþegna og setja þá og þeirra þarfir í fyrsta sæti. Við erum jafn sterk og okkar veikasti hlekkur í keðjunni, því má ekki gleyma. Í þessum málum þarf að lyfta grettistaki og þar viljum við í Flokki fólksins vera í farabroddi. Reykjavíkurborg er með hæsta útsvarið af sveitarfélögunum og ættu allir borgarbúar að fá njóta afraksturs þess. Flokkur Fólksins vill innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og tryggja að réttindi þeirra séu virt. Það er komin tími til að eyða þessum biðlistum. Það verður ekki gert nema setja fólkið í fyrsta sæti. Flokkur Fólksins vill alvöru jöfnuð á meðal fólks og að láta verkin tala. Í velferðarsamfélgi á það ekki að þurfa vera fjarlægur draumur. Setjum okkar dýrmætasta auð, fólkið, í fyrsta sæti og svo má allt hitt! Höfundur er háskólanemi, stuðningsfulltrúi og skipar 4. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar