Hómófóbísk líkamsárás náðist á myndband: „Ég var bara í sjokki“ Snorri Másson skrifar 3. maí 2022 21:01 Ómar Alejandro Waldosson varð fyrir árás í líkamsræktarstöð í Síle á laugardag. Hann segist ekki munu linna látum fyrr en árásarmaðurinn sætir ábyrgð. Vísir/Samsett Íslendingur sem varð fyrir árás vegna kynhneigðar sinnar í líkamsræktarstöð í Síle í vikunni segist hafa óttast um líf sitt. Lögreglan brást honum en maðurinn segir málinu hvergi nærri lokið. Ómar Alejandro Waldosson, uppalinn á Hvolsvelli, hefur notið frísins í sólinni í fæðingarlandi sínu Síle undanfarna mánuði. Hann er einkaþjálfari með meiru og var farinn að mæta reglulega í tiltekna líkamsræktarstöð í heimabæ sínum Quilpué þar til hann varð allt í einu fyrir ógeðfelldri árás á laugardaginn. Á myndbandi úr öryggismyndavélum sem sjá má hér að ofan má sjá Ómar þar sem hann situr á bekk hægra megin í salnum í appelsínugulum bol, þegar ókunnugur maður í hlýrabol kemur upp að honum. „Hann kemur að mér og öskrar: Helvítis hommi, færðu þig. Þú ert með litaðar neglur eins og einhver gella. Hann eltir mig, ýtir mér, og þá labba ég til baka og spyr: Hvers konar framkoma er þetta? Ég átti engan veginn von á því þegar ég var að æfa að einhver ofbeldismaður kæmi og myndi berja mig bara af því að ég er með litaðar neglur. Ég var bara í sjokki, af því að ég hef aldrei upplifað neitt slíkt á Íslandi. Ég er ekki vanur svona framkomu,“ segir Ómar. Ómar Alejandro Waldosson varð fyrir árás í líkamsræktarstöð í Síle á laugardag. Hann segist ekki munu linna látum fyrr en árásarmaðurinn sætir ábyrgð.Vísir/Samsett Á engum tímapunkti koma þjálfarar líkamsræktarstöðvarinnar Ómari til hjálpar, sem hann segir óásættanlegt. „Ég hringdi í lögregluna, ég beið í tvo tíma inni í líkamsræktarstöðinni eftir að hún kæmi en hún kom aldrei. Ég þorði ekki að labba út af því að maðurinn sem barði mig var með hníf og ætlaði að drepa mig, sagðist ætla að bíða eftir mér þegar ég kæmi út og þá myndi hann berja mig,“ segir Ómar. Algert úrræðaleysi á þeim tímapunkti en málinu er ekki lokið. Ómar segist munu fara með málið alla leið og sjá til þess, með sönnunargögnin að vopni, að maðurinn hljóti refsingu. Maðurinn hefur haft í hótunum við Ómar og málið hefur vakið nokkra athygli fjölmiðla á svæðinu. Chile Líkamsræktarstöðvar Íslendingar erlendis Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Sjá meira
Ómar Alejandro Waldosson, uppalinn á Hvolsvelli, hefur notið frísins í sólinni í fæðingarlandi sínu Síle undanfarna mánuði. Hann er einkaþjálfari með meiru og var farinn að mæta reglulega í tiltekna líkamsræktarstöð í heimabæ sínum Quilpué þar til hann varð allt í einu fyrir ógeðfelldri árás á laugardaginn. Á myndbandi úr öryggismyndavélum sem sjá má hér að ofan má sjá Ómar þar sem hann situr á bekk hægra megin í salnum í appelsínugulum bol, þegar ókunnugur maður í hlýrabol kemur upp að honum. „Hann kemur að mér og öskrar: Helvítis hommi, færðu þig. Þú ert með litaðar neglur eins og einhver gella. Hann eltir mig, ýtir mér, og þá labba ég til baka og spyr: Hvers konar framkoma er þetta? Ég átti engan veginn von á því þegar ég var að æfa að einhver ofbeldismaður kæmi og myndi berja mig bara af því að ég er með litaðar neglur. Ég var bara í sjokki, af því að ég hef aldrei upplifað neitt slíkt á Íslandi. Ég er ekki vanur svona framkomu,“ segir Ómar. Ómar Alejandro Waldosson varð fyrir árás í líkamsræktarstöð í Síle á laugardag. Hann segist ekki munu linna látum fyrr en árásarmaðurinn sætir ábyrgð.Vísir/Samsett Á engum tímapunkti koma þjálfarar líkamsræktarstöðvarinnar Ómari til hjálpar, sem hann segir óásættanlegt. „Ég hringdi í lögregluna, ég beið í tvo tíma inni í líkamsræktarstöðinni eftir að hún kæmi en hún kom aldrei. Ég þorði ekki að labba út af því að maðurinn sem barði mig var með hníf og ætlaði að drepa mig, sagðist ætla að bíða eftir mér þegar ég kæmi út og þá myndi hann berja mig,“ segir Ómar. Algert úrræðaleysi á þeim tímapunkti en málinu er ekki lokið. Ómar segist munu fara með málið alla leið og sjá til þess, með sönnunargögnin að vopni, að maðurinn hljóti refsingu. Maðurinn hefur haft í hótunum við Ómar og málið hefur vakið nokkra athygli fjölmiðla á svæðinu.
Chile Líkamsræktarstöðvar Íslendingar erlendis Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Sjá meira