Nýting auðlinda í erfiðu árferði Kolbrún Birna Bjarnadóttir, Jónas Hlynur Hallgrímsson og Magnús Sigurðsson skrifa 4. maí 2022 11:16 Landsvirkjun þurfti að grípa til takmarkana í afhendingu á rafmagni í desember sl., vegnalélegs vatnafars. Til að byrja með var tilkynnt um skerðingu á afhendingu raforku til fiskmjölsverksmiðja og í janúar var tilkynnt um skerðingu til stórnotenda og fjarvarmaveitna. Staðan í vatnsbúskap Landsvirkjunar var með erfiðasta móti í vetur. Langvarandi þurrkar áÞjórsársvæðinu gerðu það að verkum að Þórisvatn fylltist ekkisíðasta haust, en það er mikilvægasta miðlunarlónið á stærsta vinnslusvæði okkar. Á skömmum tíma hefur staðan batnað svo um munar. Hinn 10. mars sl. var reiknað með að skerðingar stæðu út aprílmánuð, en úrkoma og hlýnandi veður síðari hluta mars kollvarpaði þeim illspám. Sú breytta staða leiddi til þess að hægt var að tilkynna að ekki kæmi til endurkaupa á raforku, sem er síðasta og dýrasta úrræði okkar til að verjast lágri stöðu miðlunarforðans. Í byrjun apríl féll Landsvirkjun frá skerðingum á afhendingu raforku til stórnotenda og fjarvarmaveitnaog um miðjan apríl voru allar skerðingar afnumdar. Snjór og hlýindi Vatnsstaðan í miðlunarlónum Landsvirkjunar fer hratt batnandi. Nægur snjór er núna á hálendinu og hlýindi og rigning á landinu í lok mars og aftur um páskana hefur skilað hluta snævarins inn í miðlunarlónin. Þetta geristtiltölulega snemma vors. Horfur um fyllingu miðlunarlóna eru góðar, en jökulbráðnun seinni hluta sumars ákvarðar hvort þau nái að fyllast alveg í haust. Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Mikill meirihluti orkuvinnslu Landsvirkjunar er úr vatnsafli, eða 92%. Framboð raforku er því ætíð háð stöðu í vatnsbússkapnum á hverjum tíma. Raforkusamningar Landsvirkjunar eru byggðir upp með sveigjanleika, bæði fyrir Landsvirkjun og viðskiptavinina, en sveigjanlegir samningar er hönnunarforsenda í einangruðu raforkukerfisem reiðir sig á rennsli fallvatna. Landsvirkjun heldur opinn fund á morgun, fimmtudag, kl. 9 á Hótel Nordica. Þar verður fjallað um erfiða vatnsárið sem nú er að baki og hvernig raforkukerfið og sveigjanlegir samningar bregðast við slíkum aðstæðum. Sérfræðingar Landsvirkjunar verða jafnframt til taks eftir fundinn, til að veita frekari upplýsingar. Beint streymi verður á Facebook síðu Landsvirkjunar. Höfundar eru starfsmenn Landsvirkjunar, Kolbrún Birna og Jónas Hlynur sérfræðingar í Viðskiptagreiningu og þróun markaða og Magnús sérfræðingur í Vinnsluáætlunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Jónas Hlynur Hallgrímsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Landsvirkjun þurfti að grípa til takmarkana í afhendingu á rafmagni í desember sl., vegnalélegs vatnafars. Til að byrja með var tilkynnt um skerðingu á afhendingu raforku til fiskmjölsverksmiðja og í janúar var tilkynnt um skerðingu til stórnotenda og fjarvarmaveitna. Staðan í vatnsbúskap Landsvirkjunar var með erfiðasta móti í vetur. Langvarandi þurrkar áÞjórsársvæðinu gerðu það að verkum að Þórisvatn fylltist ekkisíðasta haust, en það er mikilvægasta miðlunarlónið á stærsta vinnslusvæði okkar. Á skömmum tíma hefur staðan batnað svo um munar. Hinn 10. mars sl. var reiknað með að skerðingar stæðu út aprílmánuð, en úrkoma og hlýnandi veður síðari hluta mars kollvarpaði þeim illspám. Sú breytta staða leiddi til þess að hægt var að tilkynna að ekki kæmi til endurkaupa á raforku, sem er síðasta og dýrasta úrræði okkar til að verjast lágri stöðu miðlunarforðans. Í byrjun apríl féll Landsvirkjun frá skerðingum á afhendingu raforku til stórnotenda og fjarvarmaveitnaog um miðjan apríl voru allar skerðingar afnumdar. Snjór og hlýindi Vatnsstaðan í miðlunarlónum Landsvirkjunar fer hratt batnandi. Nægur snjór er núna á hálendinu og hlýindi og rigning á landinu í lok mars og aftur um páskana hefur skilað hluta snævarins inn í miðlunarlónin. Þetta geristtiltölulega snemma vors. Horfur um fyllingu miðlunarlóna eru góðar, en jökulbráðnun seinni hluta sumars ákvarðar hvort þau nái að fyllast alveg í haust. Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Mikill meirihluti orkuvinnslu Landsvirkjunar er úr vatnsafli, eða 92%. Framboð raforku er því ætíð háð stöðu í vatnsbússkapnum á hverjum tíma. Raforkusamningar Landsvirkjunar eru byggðir upp með sveigjanleika, bæði fyrir Landsvirkjun og viðskiptavinina, en sveigjanlegir samningar er hönnunarforsenda í einangruðu raforkukerfisem reiðir sig á rennsli fallvatna. Landsvirkjun heldur opinn fund á morgun, fimmtudag, kl. 9 á Hótel Nordica. Þar verður fjallað um erfiða vatnsárið sem nú er að baki og hvernig raforkukerfið og sveigjanlegir samningar bregðast við slíkum aðstæðum. Sérfræðingar Landsvirkjunar verða jafnframt til taks eftir fundinn, til að veita frekari upplýsingar. Beint streymi verður á Facebook síðu Landsvirkjunar. Höfundar eru starfsmenn Landsvirkjunar, Kolbrún Birna og Jónas Hlynur sérfræðingar í Viðskiptagreiningu og þróun markaða og Magnús sérfræðingur í Vinnsluáætlunum.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar