Veðjum á börnin okkar Bjarni Gunnólfsson skrifar 5. maí 2022 15:31 Stundum vildi maður að hægt væri að færa tímann til baka, fyrir þann tíma þegar öllu því var lofað sem ekki er búið að framkvæma í dag. Að venju lofa allir bæjarstjórnarflokkarnir nú öllu fögru eftir að lítið sem ekkert hefur verið framkvæmt síðustu fjögur ár. Við Miðflokksmenn erum hins vegar með víðfema og trausta stefnuskrá sem okkur iðar í skinninu að fá að framkvæma fáum við til þess brautargengi hjá kjósendum í Reykjanesbæ. Við í Miðflokknum munum láta verkin tala. Við tölum fyrir fríum skólamáltíðum fyrir börn og aukningu á hvatagreiðslum fyrir börnin. Við viljum um leið ráðdeild og teljum að kostnaðurinn við þetta sé aðeins um 1,5% af rekstrartekjum bæjarins, okkur finnst framtíð barnanna vera þess virði. Um leið tala margir þeirra fyrir því að hækka framlög til íþróttamála upp í allt að 12% af rekstrartekjum, en enginn segir hvernig á að gera það. Menning og íþróttir frí fyrir börnin Miðflokkurinn ætlar sér að fjórfalda hvatagreiðslur, sem þýðir að menning og íþróttastarf verði því sem næst frítt fyrir börnin og þá geta börnin, eftir því hvar þeirra áhugasvið liggur, gert það sem þau vilja, ekki það sem foreldrar og forráðamenn hafa efni á. Þetta þýðir að bæði menningarstarfsemi og íþróttastarf getur sótt sér fjármagn til bæjarins með því að laða börnin til sín og þurfa um leið að halda áhuga þeirra á því sem þau velja sér áfram með skemmtilegu og áhugaverðu starfi. Með þessari nálgun er öruggt að heildarframlög til menningar- og íþróttastarfa aukast á kjörtímabilinu, en með skynsömum og fyrirséðum hætti. Bygging nýs miðbæjar er hugsuð til þess að gera Reykjanesbæ að miðstöð verslunar og þjónustu. Okkar útfærsla gengur út á að reisa hann á Vatnsnesi og við Keflavíkurhöfn, við viljum gera þennan miðbæ að miðstöð svokallaðrar "TAX FREE" verslunar þar sem ferðamenn stoppa á leiðinni til landsins eða á leiðinni aftur heim og geti á einum stað keypt vörur og fengið skattpeninginn sinn tilbaka. Við teljum að nýr og öflugur miðbær sé forsenda þess að önnur starfsemi geti dafnað.Kjósið flokk sem er settur saman til að þjónusta bæjarbúa og hugsar til framtíðar. Vertu MEMM, X-M! Höfundur er oddviti Miðflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Skoðun: Kosningar 2022 Miðflokkurinn Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Stundum vildi maður að hægt væri að færa tímann til baka, fyrir þann tíma þegar öllu því var lofað sem ekki er búið að framkvæma í dag. Að venju lofa allir bæjarstjórnarflokkarnir nú öllu fögru eftir að lítið sem ekkert hefur verið framkvæmt síðustu fjögur ár. Við Miðflokksmenn erum hins vegar með víðfema og trausta stefnuskrá sem okkur iðar í skinninu að fá að framkvæma fáum við til þess brautargengi hjá kjósendum í Reykjanesbæ. Við í Miðflokknum munum láta verkin tala. Við tölum fyrir fríum skólamáltíðum fyrir börn og aukningu á hvatagreiðslum fyrir börnin. Við viljum um leið ráðdeild og teljum að kostnaðurinn við þetta sé aðeins um 1,5% af rekstrartekjum bæjarins, okkur finnst framtíð barnanna vera þess virði. Um leið tala margir þeirra fyrir því að hækka framlög til íþróttamála upp í allt að 12% af rekstrartekjum, en enginn segir hvernig á að gera það. Menning og íþróttir frí fyrir börnin Miðflokkurinn ætlar sér að fjórfalda hvatagreiðslur, sem þýðir að menning og íþróttastarf verði því sem næst frítt fyrir börnin og þá geta börnin, eftir því hvar þeirra áhugasvið liggur, gert það sem þau vilja, ekki það sem foreldrar og forráðamenn hafa efni á. Þetta þýðir að bæði menningarstarfsemi og íþróttastarf getur sótt sér fjármagn til bæjarins með því að laða börnin til sín og þurfa um leið að halda áhuga þeirra á því sem þau velja sér áfram með skemmtilegu og áhugaverðu starfi. Með þessari nálgun er öruggt að heildarframlög til menningar- og íþróttastarfa aukast á kjörtímabilinu, en með skynsömum og fyrirséðum hætti. Bygging nýs miðbæjar er hugsuð til þess að gera Reykjanesbæ að miðstöð verslunar og þjónustu. Okkar útfærsla gengur út á að reisa hann á Vatnsnesi og við Keflavíkurhöfn, við viljum gera þennan miðbæ að miðstöð svokallaðrar "TAX FREE" verslunar þar sem ferðamenn stoppa á leiðinni til landsins eða á leiðinni aftur heim og geti á einum stað keypt vörur og fengið skattpeninginn sinn tilbaka. Við teljum að nýr og öflugur miðbær sé forsenda þess að önnur starfsemi geti dafnað.Kjósið flokk sem er settur saman til að þjónusta bæjarbúa og hugsar til framtíðar. Vertu MEMM, X-M! Höfundur er oddviti Miðflokksins í Reykjanesbæ.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun