Hverfið mitt, borgin okkar Birkir Ingibjartsson skrifar 7. maí 2022 07:00 Það er oft sagt að mestu verðmæti hverrar þjóðar séu falin í hinu byggða umhverfi. Þar verjum við mestum okkar tíma en ekki síður fjármunum. Það er kostnaðarsamt að byggja ný hús og hverfi en í núverandi byggingum, götum, ljósastaurum og görðum eru bundnar miklar fjárfestingar. Víða hefur það tekið þrjár til fimm kynslóðir borgarbúa að byggja upp og græða núverandi borgarlandslag. Styrkur Reykjavíkur felst í þeim fjölbreyttu hverfum sem eru í borginni, hver með sitt sérkenni. Þar býr mesti félagsauður borgarinnar, í íbúum og þeim samfélögum sem innan hennar þrífast og dafna. Stærð þeirra og hlutverk eru ólík og mörg en hverfi borgarinnar eru öll sterkar samfélagseiningar sem mikilvægt er að hlúa að og fjárfesta í. Við frambjóðendur og sjálfboðaliðar Samfylkingarinnar í Reykjavík höfum verið að ganga í hús í hverfum Reykjavíkur. Bankað uppá hjá íbúum og rætt við þau um málefni þeirra hverfis. Bæði í afmörkuðum málum sem snerta hverfin beint en einnig í samhengi við þróun Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins í heild sinni. Húsnæðis- og samgöngumálin eru málaflokkar sem eru fólki ofarlega í huga en ekki síst loftslags- og umhverfismálin. Þar stöndum við frammi fyrir stórum úrlausnarefnum sem snerta okkur öll og mikilvægt er að taka föstum tökum. Mikilvægi þessara málaflokka krefst þess að við fjárfestum í núverandi hverfum borgarinnar og þéttum byggð innan þeirra. Með nýjum íbúum eykst fjölbreytileiki mannlífsins innan hverfanna. Það eykur breidd og styrk þeirra samfélaga sem þar eru fyrir en getur líka verið þörf innspýting til að bregðast við aukinni einsleitni sem fylgt hefur hækkandi aldri þjóðarinnar. Með nýjum og endurbættum innviðum auk fjölgun íbúa verða hverfin betur til þess fallin að takast á við áskoranir samtímans og framtíðarinnar. Við viljum öll öflugri nærþjónustu, sjálfbærari hverfi og meiri nánd okkar á milli. Þar skipta fjölbreytt og sterk hverfi miklu máli. Að búa til vel starfandi samfélög innan nýrra hverfa er hinsvegar ekki eitthvað sem hægt er að skilgreina á teikniborðinu. Það krefst áhuga, vilja, þátttöku og tíma frá íbúum hverfanna. Þau þarf að byggja upp frá grunni og viðhalda. Þar græða nýir íbúar hverfanna mest. Í eldri hverfum eru félagslegir innviðir til staðar sem hægt er að ganga inn í og byrja strax að taka þátt. Þar er mikil þekking og reynsla á málefnum hverfisins sem getur veitt nýjum íbúum mikla hjálp við að koma sér fyrir í nýju umhverfi. Það hefur verið gaman að hitta fólkið í borginni og okkur hjá Samfylkingunni verið vel tekið í okkar heimsóknum. Reykvíkingar eru stoltir af borginni sinni en horfa ekki síður með brennandi áhuga á sitt eigið nærumhverfi. Hverfin eru þeirra heimili og oft sú samfélagsmiðja sem þau skilgreina sig útfrá. Íbúar borgarinnar hafa sterkar skoðanir á þróun borgarinnar og eru oft mjög gagnrýnin á það sem er gallað og þarf að laga. Það er ekki vegna skorts á stolti, heldur einmitt vegna sterkra tilfinninga í garð borgarinnar og þess samfélags sem hér býr. Um helgina ætlum við í Samfylkingunni að ganga í hús í Vesturbæ og Hlíðum. Við hlökkum til að banka á dyr hjá ykkur og ræða málin. Höfundur er arkitekt og skipar 8. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Birkir Ingibjartsson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er oft sagt að mestu verðmæti hverrar þjóðar séu falin í hinu byggða umhverfi. Þar verjum við mestum okkar tíma en ekki síður fjármunum. Það er kostnaðarsamt að byggja ný hús og hverfi en í núverandi byggingum, götum, ljósastaurum og görðum eru bundnar miklar fjárfestingar. Víða hefur það tekið þrjár til fimm kynslóðir borgarbúa að byggja upp og græða núverandi borgarlandslag. Styrkur Reykjavíkur felst í þeim fjölbreyttu hverfum sem eru í borginni, hver með sitt sérkenni. Þar býr mesti félagsauður borgarinnar, í íbúum og þeim samfélögum sem innan hennar þrífast og dafna. Stærð þeirra og hlutverk eru ólík og mörg en hverfi borgarinnar eru öll sterkar samfélagseiningar sem mikilvægt er að hlúa að og fjárfesta í. Við frambjóðendur og sjálfboðaliðar Samfylkingarinnar í Reykjavík höfum verið að ganga í hús í hverfum Reykjavíkur. Bankað uppá hjá íbúum og rætt við þau um málefni þeirra hverfis. Bæði í afmörkuðum málum sem snerta hverfin beint en einnig í samhengi við þróun Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins í heild sinni. Húsnæðis- og samgöngumálin eru málaflokkar sem eru fólki ofarlega í huga en ekki síst loftslags- og umhverfismálin. Þar stöndum við frammi fyrir stórum úrlausnarefnum sem snerta okkur öll og mikilvægt er að taka föstum tökum. Mikilvægi þessara málaflokka krefst þess að við fjárfestum í núverandi hverfum borgarinnar og þéttum byggð innan þeirra. Með nýjum íbúum eykst fjölbreytileiki mannlífsins innan hverfanna. Það eykur breidd og styrk þeirra samfélaga sem þar eru fyrir en getur líka verið þörf innspýting til að bregðast við aukinni einsleitni sem fylgt hefur hækkandi aldri þjóðarinnar. Með nýjum og endurbættum innviðum auk fjölgun íbúa verða hverfin betur til þess fallin að takast á við áskoranir samtímans og framtíðarinnar. Við viljum öll öflugri nærþjónustu, sjálfbærari hverfi og meiri nánd okkar á milli. Þar skipta fjölbreytt og sterk hverfi miklu máli. Að búa til vel starfandi samfélög innan nýrra hverfa er hinsvegar ekki eitthvað sem hægt er að skilgreina á teikniborðinu. Það krefst áhuga, vilja, þátttöku og tíma frá íbúum hverfanna. Þau þarf að byggja upp frá grunni og viðhalda. Þar græða nýir íbúar hverfanna mest. Í eldri hverfum eru félagslegir innviðir til staðar sem hægt er að ganga inn í og byrja strax að taka þátt. Þar er mikil þekking og reynsla á málefnum hverfisins sem getur veitt nýjum íbúum mikla hjálp við að koma sér fyrir í nýju umhverfi. Það hefur verið gaman að hitta fólkið í borginni og okkur hjá Samfylkingunni verið vel tekið í okkar heimsóknum. Reykvíkingar eru stoltir af borginni sinni en horfa ekki síður með brennandi áhuga á sitt eigið nærumhverfi. Hverfin eru þeirra heimili og oft sú samfélagsmiðja sem þau skilgreina sig útfrá. Íbúar borgarinnar hafa sterkar skoðanir á þróun borgarinnar og eru oft mjög gagnrýnin á það sem er gallað og þarf að laga. Það er ekki vegna skorts á stolti, heldur einmitt vegna sterkra tilfinninga í garð borgarinnar og þess samfélags sem hér býr. Um helgina ætlum við í Samfylkingunni að ganga í hús í Vesturbæ og Hlíðum. Við hlökkum til að banka á dyr hjá ykkur og ræða málin. Höfundur er arkitekt og skipar 8. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun